Fylkir


Fylkir - 11.03.1966, Qupperneq 1

Fylkir - 11.03.1966, Qupperneq 1
18. árgangur. Vestmanaeyjum, 11. marz 1966. 10. tölublað. Móigagn Sjólfstœðifc. flokksins •'n ■ ■ Enn aukast rauzt- ir varðstjórans Þrátt fyrir margítrekaðar áskor- anir hefur Sigurgeir varðstjóri ekki ennþá treyst sér til að upplýsa hvernig málflutningur hans á bæj- arstjórnarfundi 26. jan. komst til birtingar í Nýjum Vikutíðindum, löngu áður en janfvel Framsóknar- blaðið skýrði frá honum. Hann hefur þó haft mörg tækifæri til að koma áliti sínu á framfæri, en hvað dvelur kappann? Nú varð hann fyrir því happi, að ég sagði óviljandi, að ræðuefnið hefði birzt tveimur dögum eftir, en átti að vera fáum dögum eftir, eins og ég hafði áður skýrt frá, smbr. Fylki 11. febr. s. 1. Ræðuefni varðstjóráns er forsíðu grein Nýrra Vikutíðinda 4. febrúar s. 1. (en ekki 28. jan.), 5. tbl., 7. árg. Þennan misgreining er mér Ijúft að leiðrétta. Þetta grípur Sig- urgeir fegins hendi og þykist nú laus allra mála. Sannast þar hið fornkveðna, að litlu verður vöggur feginn. En svo auðveldlega sleppur hann ekki. Ennþá berast böndin að honum og aldrei meira, en nú reynir á manndóm hans að gefa viðhlýtandi skýringu. Bæjarbúar taka ekki mark á nein um útúrsnúningum. Mér hefur ver- ið bent á, að grein úr Framsóknar- blaðinu 26. jan. s. 1. er birt í nýj- um Vikutíðindum 11,- febrúar s. 1. Það er ósköp eðlileg afgreiðsla, fyrst heima í héraði, en síðar í Reykjavíkurmálgögnum. Með ræðu stúf Sigurgeirs er þetta öfugt. Fyrst er birt í Nýjum Vikutíðind- um, 4. febr., en ekki fyrr en 9. febrúar í Framsóknarblaðinu. Þó að Framsóknarforkólfarnir af skiljanlegum ástæðum þori ekki að viðurkenna samneyti sitt við Ný Vikutíðindi — þá vita bæjarbúar betur. Sporin hræða og allir vita, hvaða manngerð komst til æðstu valda hjá Framsókn, þegar áhrif hennar voru hér mest. Er kannski verið að vekja upp drauginn? Jóhann Friðfinnsson. P.S. Ef Sigurgeir fær ekki að birta sannleika málsins í Framsókn arblaðinu, t. d. af ótta við að styggja flokksbróður sinn, þá skal ég sjá um að koma játningunni í þetta blað. J. F. Engilberí Gídason mólammeisfari heiðraður. Á síðasta Iðnþingi er haldið var í Hafnarfirði í nóv. s. 1. var Engil- bert Gíslason málarameistari sæmd ur gullmerki Landssambands iðnað armanna. Var Engilbert sæmdur þessum æðstu verðlaunum fyrir frábær iðnaðarstörf um tugi ára. í kaffisamsæti, sem haldið var að Hótel H. B. þann 27. f. m., þar sem mættur var Vigfús Sigurðsson, for- seti Landssambands iðnaðarmanna, stjórn Iðnaðarmannafélags Vest- mannaeyja, svo og nokkrir gestir, var Engilbert afhent þetta gull- merki af forseta samtakanna. Engilbert byrjaði á iðn sinni, málaraiðninni 1898 og stundaði hana óslitið til ársins 1955, er hann hóf störf við málningarvöru- verzlun sona sinna, svo að hann er i vissum skilningi ennþá í faginu, og ennþá vinnur hann, 88 ára að aldri. Auk starfa síns í málaraiðninni hefur Engilbert fengizt mikið við listmálun, og má segja, að hann sé listmálari Eyjanna, því að flest málverka hans eru héðan úr Eyj- um, af landslagi, atvikum eða at- vinnusögu. Sýningar hefur Engil- bert haldið á verkum sínum og hlotið mjög góða dóma. — Blaðið óskar Engilbert til ham- ingju með þann verðskuldaða heið- ur ,er honum hefur hlotnazt. Nafnlaumr í Brautinni s. 1. miðvikudag er smáklausa, sem nefnist í stuttu máli. Er þar skýrt frá, að ég hafi nýlega gengið á fund bankastjóra Framkvæmdabankans í Reykjavík og spurzt fyrir um lán til handa bæjarsjóði til vatnsveitufram- kvæmda. Segir blaðið, að banka- stjórinn hafi hlegið köldum hlátri og spottþrungnum þó. Síðan hafi hann bent mér á, að Vestmannaey- ingar þyrftu ekkert lán til þeirra framkvæmda, ef þeir aðeins létu gróðafyrirtækin í Eyjum greiða réttmæta skatta. Klikkir blaðið út með því að segja, að bankastjórinn hafi uppgötvað, að ég kynni þó að blygðast mín, svo sneyptur hafi ég verið eftir samtalið. Eg er ekki að rekja þessa frásögn Brautarinnar hér vegna þess að hún í sjálfu sér skipti nokkru máli, heldur vegna þess, að hún er mjög sláandi dæmi um heiðarleik og bar- áttuaðferðir þeirra, sem að Braut- Vatnsveitan Unnið er sleitulaust að ýmsum undirbúningi í sambandi,við vænt- anlega vatnsveitu frá ,,landi“. Er hér um mjög mikla undirbúnings- vinnu að ræða, svo sem að líkum lætur, þar sem um svo sérstætt verk er að ræða. Nýlega hefur Guðlaugur Gíslason fyrir hönd bæjarstjórnar, gengið frá samningum um kaup á vatns- leiðslurörum, er leiða á frá vatns- bólinu er virkjað verður. Er hér um að ræða 22 km. langa leiðslu af 10 tommu víðum rörum. Eru rör in keypt í Póllandi. Gert er ráð fyr ir í kaupsamningi, að rör þessi komi til landsins í maí eða fyrri- part júní og þá verði þegar hafizt handa um að leggja þau frá vatns- bólinu niður „í Sand“. Er fyrirhug- að þessum hluta verksins ljúki á sumri komanda. slúðursöður inni standa. í þessu tilfelli manna þeir sig þó upp í það að birta slúð- ur sitt á prenti. Venjulega aðferðin hjá þessum aðilum hefur verið að búa slíkar sögur til og koma þeim á kreik og þykjast síðan hvergi vera við riðnir, og er það hinn venjulegi háttur lítilssigldra róg- bera. Eg vil í sambandi við þennan fréttaflutning Brautarinnar geta þess, að ég hef aldrei, hvorki munn lega né bréflega minnzt á lán til vatnsveituframkvæmda við banka- stjóra Framkvæmdabankans, þann- ig að hér er um hreinan uppspuna að ræða, en mjög góða sönnun þess hversu lítið mark er takandi á þeim fullyrðingum, sem í Brautinni birtast eða þeim söguburði, sem að- standendur hennar eru alltaf öðru hvoru að reyna að koma á kreik. Virðist vera um mikla málefnafá- tækt að ræða hjá blaði, sem barf að grípa til slíkra úrræða í kosn- ingabaráttunni. Guðl. Gíslason. Yfir 5 þús. manns. íbúatala í Vestmanna- eyjum komin yfir 5 þús. Nýkomin er skýrsla Hagstofunn- ar yfir fjölda landsmanna árið 1965. Er þarna margháttaðan fróð- leik að finna, svo sem um kyn, aldursskiptingu, atvinnu og þess háttar. Samkvæmt þessari skýrslu eru í- búar Vestmannaeyja 1. des. s. 1. orðnir 5023, er það í fyrsta skipti, sem þeir komast yfir 5 þúsund. Karlar eru 2628, en konur 2395. Af þessum íbúafjölda eru 16 ára og eldri 3133, en yngri 1890. Vestmannaeyjar eru nú 5. stærsti kaupstaður landsins.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.