Fylkir


Fylkir - 07.04.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 07.04.1967, Blaðsíða 4
Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eig- inkonu minnar, móður okkar og tengdamóður HALLFRÍÐAR INGIBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Guð launi vináttu ykkar af ríkdómi náðar sinnar, II. Kor. 8. 9. Steingrímur Benediktsson, Benedikt og Vilborg Jóhannesdóttir, Páll og Edda Sveinsdóttir, Gísli og Erla Jóhannsdóttir, Svavar og Eygló Óskarsdóttir, Bragi og Sigríður Magnúsdóttir og barnabörnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför föður okkar, EINARS ÓLAFSSONAR, Flötum 10. Börn, tengdabörn, barnabörn, systkini og aðrir ættingjar og vinir. Fordmerkið tryggir gæðin SöEuumboð okkar « Vestmannaeyjum er á Bílaverkstæði Krisljáns og Bjarna Sími1535 KR. KRISTJÁNSSON Ljósastillingar Óðum Síður csð bifreiðaskoðuninni, Látið því stiEla Ijósin tímanlega. Bílaverkslæði Kristjáns og Bjarna Sími 1535 NÝKOMIÐ! Telpna náttkjólar kr. 185,00 og kr. 195,00. Telpna nærföt kr. 94,00 og kr. 105,00, settið. Barnapeysur, 4 nýjar gerðir, einnig vinsælu vattbleyj- urnar, 30 stk í pakka, kr. 97,50. Verzlunin ÖRIN Sími 1202. Vörubifreiðin V-180, sem er Mercedes Benz, model 1961 er til sölu. Bifreiðin er 6 tonn. PÁLL GÍSLASON ------------------------------- Neðan frá sjó. v__________ _________J Tíðarfarið: Sæmileg sjóveður hafa verið það, sem af er þessari viku, og var mál til komið eftir alla þá feikna ótíð, sem verið hefur í allan vetur. Verður þessarar ver- tíðar án efa getið í annálum sem einhverrar erfiðustu til sjósóknar, hér sunnan og vestan lands. Og nú vænta menn þess eins, að veður fari að stillast — og að fiskur gangi á miðin. Kann þá vel úr að rætast. Netin: Um 20 bátar eru nú komn ir á net. Afli í netin hefur fram að þessu verið afar tregur, það tregur, að menn eru nánast sagt að gefast upp á að gera út á þetta veiðarfæri. Og rætist ekki mjög vel úr um aflabrögð á næstu 2 til 3 vikum, má nær öruggt telja, að nær engin netaútgerð verður hér á næstu vertíð. Kemur einkum tvennt til, óhemju kostnaður við netaveið arnar og kaup sjómannanna er í engu hlutfalli við erfiðið og mun lakari en t. d. á trollbátunum. Þetta er heldur óhugnanlegt, þar sem miklir annmarkar eru á að hafa alla báta á trolli, svo ekki sé meira sagt. Nótin: Ekkert hefur fengizt í þorsknótina. Eru dæmi til þess, að aðeins 3 fiskar hafi fengizt í kasti. Sjá menn af þessu, hve sáratregt er. Ekkert veit ég með vissu hve margir bátar eru á þorsknót hér í kringum Eyjarnar, en Guðjón Páls- son, skipstjóri, sagði mér í gær, að líklega væru þeir um 25 og ætti líklega eftir að fjölga eitthvað. Botnvarpan: Það hefur tregast nokkuð í trollið undanfarna daga, — ekki þau uppgrip, sem voru á dögunum. Þó er ekki annað hægt að segja, en afli sé allvel viðun- andi og bátur og bátur fær góðan túr. Og menn eru bjartsýnir, því að ef að vanda lætur þá er nú bezti tíminn eftir í trollið. Aflinn: Hér fer á eftir afli þeirra báta, er aflað hafa 250 tonn og yfir. Sæbjörg 464; lína og net. Andvari 435; lína og net. Leó 391; lína og net. Sæunn 339; troll og net. Stígandi 311; lína og net. Guðjón Sigurðsson 311; troll. Hrauney 304; troll. Hilmir II 302; net. Björg VE 295; net. Ófeigur II 294; lína og net. Suðurey 288; troll. Kap 287 lína og net. Júlía 261; lína og net. Páll Pálsson 258; troll og net. Öðlingur 253; lína og troll. Ver 250; troll. Loðnan: Líklega er loðnan að syngja sitt síðasta að þessu sinni. Engin loðna barst hér á land frá 23. marz til 3. apiíl, en þrjá síð- ustu dagana hafa þó sex bát.iv landað liðlega740 tonnum, og halda sjómenn, að þar með sé loðnuvertíð inni lokið að þessu sinni. Bj. Guðm. Tapazt liefur karlmanns armbandsúr af ELITE gerð. Finnandi vinsamlega skili því í prentsmiðjuna. V O V ■ ■ ■ Er það satt, sem sagt er, að jafnvel margir úr innstu röðum komma muni ekki kjósa Karl Guðjónsson á þing, heldur frem- ur skila auðu? Vísa dagsins Hjá Framsóknarmönnum er einingin aum og yfirleitt tíðindalítið. Það varla má segja, að þeir gefi því gaum, hvað G-listans framboð er skrítið. Nart er borizt Þeir fornu vinir og bandamenn, Kommar og Framsókn, hafa nú skorið upp herör hvorir gegn öðr- um og eru um þessar mundir mörg spjót á lofti. Ásaka G-menn Fram- sókn um óhreinlyndi er þeir hafi nappað frá sér atkvæðum í síðustu kosningum, og gefa þeim fyllilega í skyn, að í komandi kosningum verði þeim ekki lengur treyst. (Ja hvílíkt og annað eins, að ætla að fara að vantreysta Framsóknar- mönnum slíkt hefur tæpl. heyrzt). Stendur nú yfir hin grimmileg- asta orrusta milli þessara félaga, sem áður voru, og hefur verið gerður kvæðaflokkur um bardag- ann og aðdraganda hans. Til kosninga glaðir þeir ganga og gera sér vonir um þing. Þá líklega er farið að langa, að ljós þeirra skíni um kring. Nú bjartsýni ríkjunum ræður, sem rétt var, að áður þar sást. Og kveiktar upp kulnaðar glæður, hann Karl skal nú við þetta fást í Framsóknar-knérunn er kafað og kallað á atkvæðin senn. Nú bæði er skrifað og skrafað og skammaðir Framsóknarmenn. Með fláræði síðast þeir fóru og felldu okkar alþingismann. Nú strengjum við heit þessir stóru að standa á verði um hann. En kurr er í kommanna röðum og kannske ekki ástæðulaust. Með áróðri eldingarhröðum þeir ætla sér sæti í haust. Nú margur er bitinn og brenndur og blekkingar fjúka um kring. Og hasarinn helzt um það stendur, hvort Helgi fer aftur á þing.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.