Fylkir


Fylkir - 24.11.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 24.11.1967, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Sími 1920 Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Qengislœkkun? Þau tíðindi hafa nú gerzt, að Bretar háfa fellt gengi sterlings- pundsins. Þetta er í þriðja sinn á þessari öld, sem þeir neyðast til að gera þessa ráðstöfun til að halda efnahagslífi landsins í réttum skorðum. Þessi gengislækkun á eftir að hafa mikil áhrif á efnahagslíf okk- ar íslendinga, bæði góð og ill, eft- ir því hvernig á málin er litið. Núverandi ríkisstjórn hefur margoft lýst því yfir, að sam- kvæmt stefnu hennar sé gengis- felling ekki haldgott úrræði og skuli aðeins til hennar grípa, ef önnur sund eru lokuð. En málin snúa öðruvísi í dag, eftir að Bret- ar hafa gert þessa ráðstöfun. Það má segja, að það sé óhjákvæmilegt að fella gengi íslenzku krónunnar eftir þessar síðustu aðgerðir Breta, og má búast við því nú einhverja næstu daga, jafnvel áður en þess- ar línur komast á þrykk. Um nauð syn þessa virðast allir vera sam- mála, hvort sem er um stjórnarand stæðinga að ræða eða aðra. Geng- isbreytingin er óumflýjanleg. Ef af henni verður, ber þess að gæta að hún getur haft góð og varanleg áhrif til styrktar útflutningsat- vinnuvegum okkar, ef vel er á mál um haldið. Hins vegar verður einn- ig að gæta þess, að ahrif hennar eyðist ekki og fari algerlega út í sandinn með of örum kaupgjalds- og verðl.hækkunum. Um þetta at- riði verða allir að sameinast, svo að vel geti farið og ekki verði beint tap á breytingunni. Enn er ekki að fullu unnt að sjá, hvaða meginbreytingum geng- isfelling kann að valda, enda ekki ráðið, hve mikil hún verður, þegar þetta er skrifað, en vonandi er þó að við berum gæfu til að notfæra okkur þann hag, sem fylgir henni. Herör upp skorin. Lækkun á selskinnum. Það eru fleiri dýraverndunarfé- lög en hið íslenzka, sem láta Ijós sitt skína um þessar mundir. Dýra verndunarfélög úti um heim hafa nú hafið hina mestu herferð gegn seladrápi, og hefur sú herferð bor- ið þann árangur ,að selskinn hafa fallið gífurlega í verði, og nem- ur lækkunin allt af þreföldu því verði, sem hægt var að fá fyrir skinnin áður fyrr. Sögusagnir um illa meðferð. Tilefnið er sögusagnir, sem, spunnust um ómanúðlega meðferð selveiðimanna á kópum, sem þeir veiddu. Var sagt, að þeir hefðu flegið kópana lifandi og ekki einu sinni hirt um að aflífa þá eftir meðferðina, heldur látið þeim blæða út eins og þeir voru á sig komnir. Ljótt er að heyra, ef satt er, en heldur þykir mér þó ótrúlegt að þetta hafi við rök að styðjast, til þess er sagan heldur ótrúleg. í fyrsta lagi mun vera heldur erfift að handsama kópana lifandi, svo um nokkurt magn sé að ræða, og einnig hafa kunnugir sagt mér, að eríitt myndi að flá dýrin lifandi þó svo að út í slíkt væri farið. Er því trúlegast talið, að hér sé um lyg; sögu að ræða, sem ekki haf: við rök að styðjast. En dýraverndunarfélög margra landa notuðu sögurnar sem til- hald til herferðar gegn seiadrápi og yfirleitt öllu drápi, og heíur orðið vel ágengt, svo sem áður er sagt. Kerlingar í Bretlandi urðu margar hverjar uppfullar af móð- ursýki, rifu fram alla sína pelsa, ruku með þá út á götur og torg, þar sem þær brenndu þeim með þeim ummælum, að aldrei skyJdu þær hér eftir klæðast slíku. Refir og minkar friðaðir. Þá hafa mörg dýraverndunarfé- lög lagzt algerlega gegn aflífun dýra, og fordæmt minka og refa- dráp og skorað á kvenfólk að klæð ast ekki skinnum þessara dýra eða þá skinnavöru yfirleitt. Hvað seg- ir íslenzka félagið um það? Á kannske að hætta tilraunum til út- rýmingar þessum dýrum hér á landi? Svo virðist, ef orð þessara post- ula halda áfram að hafa áhrif, að eingöngu verði hér eftir farið að klæðast fötum, sem rekja má efn- islega til jurtaríkisins, og sennilega má kvenfólk þá áður en langt um líður fara að dæmi formóður okk- ar og grípa til fíkjublaðsins. Hvað matvöru snertir, verðum við líka brátt að fara að temja okk ur náttúrulækningafélagafræði, því að varla samrýmist það boðskapn- um að leggja sér til munns kjöt af dýrum, þar sem auðvitað þarf af aflífa þau til þess. Listmólari og laxadróp. Fram til þessa hefur Dýravernd- unarfélag íslands ekki gengið svo langt í umvöndunum sínum og hér hefur verið greint frá. En fyrir nokkrum dögum kvaddi sér hljóðs í Morgunblaðinu þjóðkunnur list- málari, sem um leið er tónskáld og lýsti vandlætingu sinni yfir lax- veiðimönnum, sem hefðu ánægju af því að drepa saklausan laxinn. Spurði hann að lokum, hvernig þeim myndi þykja það að eiga von Eftirfarandi grein birtist í blað- inu íslendingi, sem gefið er út á Akureyri, núna nýlega, og þar sem hún á fullt erindi til allra íslend- inga, tökum við okkur það bessa- leyfi að birta hana hér. Á landræmu handan við Sovét- rikin og Kína berast Víetnamar á banaspjótum með stuðningi mestu hervelda heimsins. Þetta er 30 milljóna þjóð, um 1% af íbúum heimsins, sem skiptist í því sem næst helminga um lýðræði og ein- ræði. Þanni.g hefur það verið í rúm 13 ár, en baráttan hefur farið vaxandi og harðnandi. Undanfarið hefur skæruhernaðurinn á báða bóga verið óslitinn. Menn hafa ver- ið brytjaðir niður í spað í ógnar- legum loftárásum. Nýir eru sendir á vígvöllinn í þeirra stað. En hvorki gengur né rekur. Hér er á-ferðinni örlítið sýnis- horn af styrjaldarbrjálæðinu, sem virðist vera óupprætanlegt. Þetta er sannkallað brjálæði. Það er hvorki staður né stund, til þess að við íslendingar getum dæmt um það, hvor er sökunaut- urinn í þessari styrjöld innan landa mæra Víetnam. Enda skiptir það minnstu máli. Hernaðurinn er for- dæmanlegur í alla staði, hver svo á að verða kokkræktur á göngu um Austurstræti einn góðan veð- urdag. Lístmálarinn var bara ekki nógu stórtækur í dómi sínum. Af hverju tók hann ekki frekar síldveiðisjó- menn og allt það feiknamagn, er þeir veiða og drepa af blásaklausri síld. Ef listmálarinn mætti ráða, yrðu allar fiskveiðar líklega stöðv- aðar og sjómenn sendir til túnslátt- ar eða skrifstofustarfa, þar sem þeir þyrftu ekki að deyða saklaus- an fisk, heldur gætu unnið að mannúðlegri störfum. Hvað er næst? Hvert næsta verkefni dýravernd- unarfélaga heimsins verður, er ekki að fullu ljóst, en ekki er ó- trúlegt, að það verði herferð gegn útrýmingu á rottum og öðrum meindýrum, þar sem það getur tæplega samrýmzt nútímamannin- um og menningu hans að ráðast að svo litlum og veikburða dýrum. Mikið verður nú gaman að lifa þegar þetta bræðralag manna og dýra verður að lokum fullkomnað. S. J. sem í hlut á. Siðferðislega hlýtur það að stinga dýpst í okkar augu, þegar bandamenn okkar um lýð- ræði og friðsamlega sambúð leggja sig niður við þessa iðju. Slíkt get- um við ekki afsakað með góðri samvizku, enda þarflaust. Okkar hlutverk í þessu efni er því eitt, að veita hvers konar frið- arumleitunum brautargengi, eins og við erum menn til, og þá fyrst og fremst að standa fast á því, að bandalagsþjóðir okkar hætti þess- um hildarleik. Annað er bein van- virða við yfirlýsta stefnu okkar í utanríkismálum og innræti okkar íslendinga. Vondar fréttir. Það er ananr handleggur þessa máls, sem snertir okkur fslendinga nánar í daglegu lífi, en þar er átt við óstöðvandi fréttaflóð í útvarpi og dagblöðum af þessum stað- bundna skæruhernaði þarna í Ví- etnam. Vissulega er þetta alvörumál, eins og þegar hefur verið vikið að. En fyrr má nú rota en dauðrota. Og það er með öllu óþarft og nán- ast til einskis að þylja yfir þjóð- inni bardagalýsingarnar niður í smáatriði. Okkur kemur styrjöldin Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.