Fylkir


Fylkir - 17.05.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 17.05.1968, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Guðlaugur Gíslason Prentsmiðjan Eyrún h. f. Lohodagur Lokadagurinn, 11. maí, hefur um aldaraðir verið merkisdagur í sögu íslendinga, og ekki sízt í sjávar- plássum eins og Vestmannaeyjum. Dagur þessi var dagur reiknings skila að vetrarvertíð lokinni og allt fram undir síðustu ár markaði hann vertíðarskil milli vetrarvertíð ar og vorvertíðar. Var það siður, að bæði sjómenn og landverkafólk vann fram að há- degi á lfjkadag, en fékk þá uppgert vertíðarkaup sitt og utanbæjar- menn fóru að undirbúa brottför sína, hver til síns heima. Var það lengi vel siður hér í Eyj um, að dansleikir voru haldnir á lokadag og oft einnig næstu kvöld þar á eftir, þar sem bæjarbúar og þeir utanbæjarmenn, sem ekki voru farnir, lyftu sér upp að lok- inni sjósókn og amstri vetrarver- tíðarinnar. Var þá oft glatt á hjalla í bænum og létt yfir, ef vertíðin hafði gengið vel og slysalaust. Má það næsta merkilegt heita, að Sjó mannadagurinn skyldi ekki í upp- hafi hafa verið fastbundinn við lokadag, burt séð frá því, hvaða vikudag lokadaginn bar upp á. Má vel vera, að þar hafi ráðið, að há tíðardagur verkamanna, 1. maí, er þá nýafstaðinn. Við breyttar aðstæð ur er lokadagurinn nokkuð horfinn í skuggann og vetrarvertíðarlok nú almennt ekki talin fyrr en ufn miðjan maí. Kemur þetta sennilega nokkuð til af því, að nú fær land- verkafólk kaup sit greitt vikulega og sjómenn nokkurnveginn hálfs- mánaðar- eða mánaðarlega, þó endanlegt uppgjör við þá eigi sér ekki stað fyrr en eftir miðjan maí- mánuð. Einnig kemur hér til, að hjá mjög mörgum bátum er orðið um samhangandi vertíð að ræða frá áramótum og langt fram á sum ar, þó skipt sé um veiðarfæri um miðjan maímánuð. Áður fyrr var þetta ekki svo. Mjög fáir og helzt engir bátar voru gerðir út að vorinu eða sumr inu til, en Vestmannaeyingar fóru að aflokinni vetrarvertíð að huga að vertíðarafla sinum, þar sem þá var langalgengast að hver útgerð- armaður verkaði sinn eigin afla sjálfur og skilaði honum fullverk- uðum (þurrkuðum) til þess aðila, sem annaðist sölu hans á erlendum markaði. Með breyttum verkunar- aðferðum, þar sem mikill hluti aflans fer nú í frystingu, fækkaði mjög þeim útgerðarmönnum, sem verka afla sinn sjálfir. Er hið breytta fyrirkomulag, nýting aflans yfir vor- og sumar- Þ. Þ. V., fyrrverandi skólastjón, skrifar grein í blaðið Bergmál um sj úkrahúsbygginguna nýju og kem ur þar fram með þá tillögu eða hugmynd, að hætt verði við sjúkra húsbygginguna, en hún í þess stað gerð að „margþættri menningar- miðstöð“. Frú Stein Scheving, hjúkrunar- kona, ræðir þetta mál í ágætri og athyglisverðri grein í sama blaði, hinn 24. f. m. Hún ræðir málið af þekkingu og reynslu, er hún sem hjúkrunarkona hefur á aðstöðu bæði sjúklinga, lækna og starfs- fólks á núverandi sjúkrahúsi kaup staðarins, og vita allir, sem til þekkja, að lýsing hennar á aðstöðu allri er í öllum atriðum rétt og á- bending hennar um nauðsyn á bættri aðstöðu til handa sjúkling- um og þeim, sem að heilbrigðismál um vinna, er fyllilega tímabær. Við ábendingu ÞÞV væri í sjálfu sér ekkert að segja, ef ekki væri full ástæða til að ætla, að hann túlkaði þar málstað Framsóknar- flokksins, sem nú er áhrifamestur í bæjarmálunum. Menn fá oft ýms ar hugdettur, bæði réttar og rang- ar, og þó að röngum hugdettum sé komið á framfæri á opinberum vettvangi, þurfa þær ekki að valda tjóni, en detta um sjálfa sig nema að ráðandi menn, sem með völd fara taki þær upp sem sínar, eins og ég tel hættu á að Framsóknar- flokkurinn geri í þessu tilfelli. ÞÞV segir í grein sinni, að bygg ing hins nýja sjúkrahúss sé „axar- skaft“ og „hagfræðilegt glapræði" og að bæjarfélagið fái ekki risið undir rekstri þess. Eg tel þetta furðulega fjarstæðu, byggða á algeru þekkingarleysi á málinu. Byggingin var formuð og teiknuð af húsameistara ríkisins í nánu sam starfi við landlækni og þá sér- fræðinga, sem hann hefur yfir að mnuðina í frystingu, mjög til hag ræðis fyrir sjómenn og verkafólk og byggðarlagið í heild, þar sem segja má að samhangandi útgerð sé orðin hér allt árið og vinna í frystihúsunum í samræmi við það. En lokadagurinn, dagur vertíðar skila og rekningsuppgjörs, hefur óneitanlega nokkuð horfið í skugg ann nú hin síðari ár, þó hann án efa ríki enn í hugum margra eldri sjómanna sem merkisdagur, sem margar endurminningar eru bundn ar við. ráða í þessum málum, sem fram- tíðar sjúkrahús fyrir byggðarlagið, enda engin sjúkrahúsbygging gerð styrkhæf úr ríkissjóði, nema að teikningar allar bæði hvað bygg- inguna sjálfa og allt fyrirkomulag snertir, hafi hlotið samþykki land læknis og heilbrigðisyfirvalda. Þáveranai bæjarverkfræðingur fylgdist með málinu meðan það var í höndum teiknistofu húsameist ara ríkisins og kom á framfæri þeim ábendingum, sem sérfróðir menn um þessi mál hér heima í héraði,bæði læknar og hjúkrunar- konur, töldu að til bóta væru. Bæði byggingarnefndog bæjarstjórn samþykktu einróma teikningarnar þegar þær lágu endanlega fyrir, áðuren hafizt var handa um bygg inguna. Eg bendi á þetta hér vegna þess, að ÞÞV lætur að því liggja í grein sinni,að byggingin kunni að reyn- ast „úrelt og lítt nothæf að nútíma kröfum“. Eg verð mjög að draga í efa, að hann sé um það dómbærari en þeir sérfróðir aðilar, sem upp- drætti gerðu af byggingunni eða réðu fyrirkomulagi hennar, bæði að því er varðar aðstöðu sjúklinga, lækna og annars starfsfólks. Enda ofmat á sjálfum sér hjá hverjum og einum ófaglærðum manni, að ætla sér slíkt. Varðandi byggingarkostnað sjúkra hússins er rétt að benda á, að fjár- hagslega er enga opinbera bygg- ingu auðveldara að býggja en ein- mit sjúkrahús, þar sem ríkissjóður greiðir í ákveðnum áföngum 60% af byggingarkostnaði og að Trygg- ingastofnun ríkisins lánar til langs tíma til viðbótar 20% kostnaðarins í báðum tilfellum með ákveðnum tækjabúnaði. Það eru því aðeins 20% af byggingarkostnaðinum, er sveitarfélögin þurfa að leggja fram, og er það fjárhagslega mun hagstæðari aðstaða, en við nokkrar aðrar framkvæmdir sveitarfélag- anna,og því hreinn aumingjaskap- ur, sem nálgast uppgjöf,ef Fram- sóknarflokkurinn hér í Eyjum ætl ar að stöðva byggingarframkvæmd ir við sjúkrahúsið á þessum for- sendum. Hinsvegar er það rétt og undir það skal tekið, að rekstur sjúkra- húsa hefur á undanförnum árum verði all þungur fjárhagslegur baggi á ýmsum sveitarfélögum, sem sjúkrahús reka og hafa þau orðið að jafna þessum útgjöldum niður jafnt og öðrum útgjöldum bæjarins við niðurjöfnun útsvara. Það má að sjálfsögðu um það deila hvort slíkt sé rétt eða ekki. Hafa verður þó í huga, að á sjúkrahús fer enginn, nema ekki verði hjá komizt og skerðir það undantekn- ingarlaust fjárhagsaðstöðu flestra, þeirra, sem þangað þurfa að leita. Emnig verður að hafa í Luga, að bæjarsjóður er sameiginlegur sjóð- ur íbúa byggðarlagsins, sem hver og einn leggur sitt af mörkum til, eftir fjárhagsafkomu sinni og fyr- irfram ákveðnum reglum. Það get- ur því ekki talizt neitt óeðlilegt, þótt þessi sameiginlegi sjóður bæj arbúa sé látinn létta eitthvað und- ir rekstri sjúkrahússins og skyldu menn fara varlega í að telja slíkt eftir, því þó að maður sé heil- brigður í dag, getur hann ef til vill þurft á sjúkrahúsvist að halda þegar á morgun. En um þetta þarf ekki að deila lengur. Lögunum um rekstur sjúkrahúsa var breytt á síðasta þingi, þannig að frá 1. janúar n. k. verða daggjöld sjúkrahúsanna við það miðuð, að þau ásamt öðr- um tekjum standi undir rekstri þeirra. En þetta þýðir að sjálf- sögðu, að menn í gegnum sjúkra- samlögin kaupa sér dýrari trygg- ingu en verið hefur ,ef þeir þurfa á sjúkrahúsvist að halda, en til- svarandi útgjöldum þá jafnhliða létt af sveitárfélögunum. Svo að Framsóknarflokkurinn hefur í sambandi við óviðráðanleg an reksturshalla sjúkrahússins enga átyllu til að gefast upp við byggingu hins nýja sjúkrahúss. Hvað gerðist, ef hætt yrði við byggingu sjúkrahússins og það gert að „margþættri menningar- miðstöð"? Þetta er atriði ,sem ráðamenn bæjarins hljóta að verða að at- huga, áður en þeir í alvöru fara að ræða slíkt. Heildarkostnaður byggingarinn- ar var um sl. áramót orðinn sam- tals 13,9 milljónir króna. Þar af hafði ríkissjóður greitt upp í fram- lag sitt, 5,9 millj., ef með er tal- ið allt framlagið í ár og Trygg- ingastofnun ríkisins lagt fram í lánsformi 1,8 millj. kr., eða sam- tals af ríkisfé 7,7 milljónir. Án efa yrði fé þetta að fullu Framh. á 6. síðu. Hdffl Vestmanneyingnr ehhi efni d oð eifld sjúhrahús!

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.