Fylkir


Fylkir - 28.05.1977, Blaðsíða 4

Fylkir - 28.05.1977, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Báknið burll Skriffinnskuæðið í algleymingi hjá bæjarsjóði. Ársreikningar fyrir 1975 gerðir upp á þrem stöðum. Svo sem bæjárbúar muna, aígreiddi bæjarstjóm á síðasta ári reikninga bæjarsjóðs frá 1968 til 1972. Ekki ganga þessi mál svo óbjörgulega hjá öðram kaupstöðum, að verið sé að baksa með 8 ára gamla reikninga, eins og dæmin hér sanna. Nú er komin nokkur hreyfing á afgreiðslu reikninga og gefst hér kostur að kynnast að nokkru, hvernig málin stóðu um s. 1. helgi. En þegar þessar línur eru ritaðar, er fyrirhugaður bæj- arstjórnaifundur f vikunni. I*ví miður verður ekki hægt að skýra frá fundinum í þessu blaði vegna vinnutilhögunar í prentsmiðj- unni, en birt bréf, er minnihlutinn sendi bæjarstjóra s. I. mánu- dag, 23. maí: Vestmannaeyjum, 23. maí 1977. I framhaldi af umræðum í bæjarstjórn á kjörtímabilinu, þar sem margsinnis hefur verið gagnrýndur seinagangur á afgreiðslu reikninga kaupstaðarins og stofnana hans, lýsum við furðu okk- ar á því, sem nú er að gerast, smbr. bréf, dags. 17. þ. m. 1 stað þess að t. d. reikningar 1975 séu uppgerðir og áritaðir af lögg. endursk., svo sem hér hefur verið um árabil og alls. staðar tíðkast hjá sambærileguni kaupstöðum, er okkur sent óstaðfest „handrit" af reikningum þessum til „umsagnar", en svo virðist sem plöggin hafi verið til umfjöllimar hjá bæjarráði að undanfömu, en þar hefur minnihlutinn ekki aðgang, eins og kunnugt er. Við lýsum ennfremur undrun okkar á, að svo virðist sem árs- reikningar þessir, 1975, hafi verið útbúnir af þrem aðilum, þ. e. á bæjarskrifstofunni, hjá úttektamefndinni, smbr. meðf. úr- drátt úr útskrift nefndarinnar, sem fylgir hér með til stað- festingar og hjá G. Zoega, löggiltum endurskoðana, sem hefur til þessa annast reikningsskil fyrir kaupstaðinn og stofn- anir hans í meira en einn og hálfan áratug. Ekki er kunnugt um, að honum hafi verið sagt upp störfum. Hvað kosta svona vinnubrögð og stjórnleysi? Hvað við kemur „breytingum" á reikningum áranna 1973 og 1974, sem eitthvað virðast á döfinni, getum við að sjálfsögðu enga afstöðu tekið til, þar sem reikningarnir hafa ekki verið lagðir fram ennþá, og þar af leiðandi óvíst, hvort eða hvaða breytingum þeir taka. Með tilliti til framanritaðs, viljum við ítreka vítur á hendur forráðamönnum kaupstaðarins á meðferð reikningsskila og krefj- umst ,þess, ennþá einu sinni, að farið verði að lögum og úr bætt Yiú þegar. Við lýsum ábyrgð á fyrrgreinda aðila, að ekki skuli hafa verið lagðir fram til afgreiðslu reikningar fyrir 1973—1974—1975 né greiðsluyfirlit fyrir 1976. Minnum á, að þetta háttalag rýrir mjög álit kaupstaðarins og gerir bæjarfulltrúum óhægt að gegna skyldu sinni við að fylgj- ast með fjárreiðum kaupstaðarins. Meö sama áframhaldi virðist að því stefnt, að Félagsmála- ráðuneytið verði að grípa í taumana og gera viðhlítandi ráð. stafanir. Virðingarfyllst, Jóhann Friðfinnsson Sigurbjörg Axelsdóttir Til hr. bæjarstjóra, Páls Zophoníassonar, Ráðhúsi, Vestmannaeyjum. Ur skýrslu úttektarnefndar til félagsmálaráðherra, Gunnárs Thoroddséns, í des. 1976. „Forserxia bess, að við gætum lokið störftun var, að reikningar bæjarsjóðs Vestmannaeyja og fyrirtækja lægju fyrir endurskoð- aðir. Mik’ú dráttur hefur orðið á færslu reikninga og þegar sýnt var að fullnaðaruppgjör mundi ekki liggja fyrir tímanlega, sömd- um við éfnahags- og reksrarrreikning fyrir árið 1975 og var því verki lokið 1. nóv., en ýmsar veigamiklar færslur og leiðrétting- ar voru bá eftir og gengum við frá leiðréttum efnahags- og réksífarreikningi 9. des. s. I. og hefur Gunnar Zoega, löggiltur endurskoðandi, áritað þessa reikninga og í bókun hans telur hann það sem eftir eigi aö færa ekki skipta meginmáli fyrir uppgjör úttektarnefndar.“ Afli og gæftir: Alltaf halda menn í vonina. Og svo sannar- lega voru menn að vona, að smá fjörkippur kæmi í afla. brögðin seinustu vikur vertíð- arinnar. En sú von varð að engu, sama ördeyðan og verið hefur í allan vetur. Athyglis- vert er, að apríl, sem alla jafn- an hefur verið gjöfulasti mán- uðurinn, brást með öllu. Neta- veiðin í apríl var nær engin hjá velflestum, og það setti aldeil- is strik í reikninginn. Sést það best ef litið er á aflatölur. Afli í net á vertíðinni í vetur var vel yfir 10 þúsund lestir, en í fyrra liðlega 15 þúsund lestir. Parna munar um 5 þúsund lest um, eða því sem til þurfti til þess að vertíðaraflinn yrði svip aður og var vertíðina 1976. Og mann setur hljóðan, er maður hugsar til þess, að heild araflinn í vetur skuli vera kom inn niður í rúmlega 18 þúsund lestir. Liðnir eru þeir gömlu góðu dagar, þegar afli vertíð- arinnar jaðraði við 40 þúsund Iestir. Liðlega 70 bátar munu hafa stundað bolfiskveiðar héð an í vetur, mislangan tíma að vísu, og koma því 260 tonn á skip. Ekki er þetta björgulegt, einkum ef haft er í huga, að gæftir voru með eindæmum góðar og þau ósköp af veiðar- færum sem lögð voru í sjó til að ná því, sem á land kom. Og enn frekar, í vetur eru aðeins 3 bátar er komast yfir 500 tonn. Allt er þetta mikið um- hugsunarefni. En látum okkur nú sjá afla sex aflahæstu bátanna í net og troll. — Net: 1. Þórunn Sveinsd. 691,0 tonn 2. Bergur 518 tonn 3. Árni í Görðum 506 tonn 4. ölduljón 476 tonn 5. Kópavík 459 tonn 6. Danski Pétur 454 tonn Botnvarpan: 1. Sigurbára 422 tonn 2. Björg 312 tonn 3. Frár 306 tonn 4. Þristur 240 tonn 5. Ver 231 tonn 6. Sæþór Árni 223 tonn Aflakóngur: Eina vertíðina enn er Sigurjón Óskarsson á Þórunni Sveinsdóttur aflakóng ur á vertíð, og hann er svo sannarlega vel að því kominn. Ætli menn geri sér almennt ljóst, hve miklir burðarásar aflamenn eru í bæjarfélagi, þar sem allt byggist á fiski. Ég er ekki alveg viss um það, en hitt er ég viss um, að forystumenn á sviði sjósóknar og aflabragða hafa löngum verið þessu bæj- arfélagi hvað þarfastir og best ir þegnar. Það er því mikil ástæða til þess að óska Sigur. jóni til hamingju með, að iiann, svo ungur að árum, skuli hafa náð þeim góða árangri 1 starfi sem raun ber vitni. Sumarútvegurinn: Þrátt fyrir lélega vertíð, hafa menn ekki bognað og horfa fram á veginn og vona að með hækkandi sól komi á sviði aflabragða „betri tíð með blóm í haga", ef hægt er að komast svo að orði. Menn bú- ast almennt „á humar" og troll. Svipaður fjöldi báta mun stunda þessar veiðar í sumar og undanfarin sumur, þó er ég Pkki frá að ífið fleiri verði við humarveiðar í sumar heldur en voru í fyrra. Einhverjir hugsa til veiða á spærling, þegar líð- ur á sumarið, þótt að vísu séu þær bannaðar, a. m. k. í bili. Gunni rauði: Stýrimaðurinn á Árna í Görðum, sem af vin- um sínum gengur undir nafn. inu Gunni rauði, sagði við mig daginn sem báturinn tók upp netin: „Jæja, Bjössi, nú er þessu 20 mánaða tosi í netaspottana lok ið — að sinni." Ég áttaði mig ekki á ræð- unni, svo að Gunni útskýrði fyrir mér á sinn dálítið glettna hátt, að Árni í Görðum væri búinn að vera „á netum" í sam fleytt 20 mánuði. Þetta var al- veg rétt, og báðum kom okk- ur saman um, að líklega hefði þetta aldrei komið fyrir áður Eyjum. Það var því ekki nema von til að aðeins væri léttara yfir Gunna, þegar hann sá á eftir síðasta spottanum í land. Skreiðarverkun: Eftir nokk- urra ára hlé, var smávegis hengt upp af skreið í vetur. Lítið er um landrými til þess- ara hluta, og var því farið upp „á hraun" með nokkra hjalla, þótt dálítið væru menn deigir við, vegna hræðslu við að aska myndi fjúka í fiskholdið og eyðileggja skreiðina. Nú eru hins vegar líkur á að vel hafi til tekist, skreiðin lítur vel út, og er gott til þess að vita, þar sem mikilsvert er að geta átt þess kost að „hengja upp", bæði á tímum er mikið berst að, svo og kemur oft að landi fiskur er ekki er hægt að setja í aðra verkun en skreið. — Övissa: Þegar þetta er ritað, ríkir algjör óvissa um hvernig til tekst á vinnumarkaðnum. Það er því beigur í mönnum. Yfirvinnubannið sníður þeim, sem sjó stunda, mjög þröngan stakk, og menn komast ekki á Framh. á 3. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.