Fylkir - 08.05.1980, Blaðsíða 2
Ritstjóri og ábm.:
Magnús Jónasson
Afgr. og auglýsingar:
Páll Scheving
S 1344 og 1 129
upplag 2600
gin í Vestmannaeyjum
mtun: Eyrún hf. Vm.
Hvað átti að spara
og hverju fresta?
Það er eðlilegt að slíkar spurningar vakni hjá fólki, þegar það
liggur fyrir að Fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar er tæplega
60 milljónum hærri gjaldamegin, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir
langtímaláni til Bæjarsjóðs á þessu ári að upphæð 180 milljónir.
Eftir að fulltrúar meirihlutans lögðu fram breytingartillögur
sínar við fjárhagsáætlun 1980 á fundi bæjarráðs 30. apríl, og tillaga
kom fram síðar á sama fundi um hækkun álagningarprósentu
útsvars frá meirihlutanum, komu fulltrúar minnihlutans saman til
fundar til að fara í gegnum framkomnar tillögur.
Við settum okkur það strax að markmiði að miða tillögugerð við
það að hægt væri að nota óbreytta álagningaprósentu til útsvars,
þ.e. 11%.
Lækkunartillögur fulltrúa minnihlutans gerðu ráð fyrir sparnaði
í rekstri bæjarskrifstofanna að upphæð 10.5 millj., og var þar
reiknað með samdrætti í yfirvinnu, launatenglum og sérfræði-
aðstoð.
Þá gerðu tillögurnar ráð fyrir að garðyrkjumaður tæki að sér
starf meindýraeyðis síðar á árinu og var reiknað með lækkun á
rekstrarútgjöldum að þeim sökum að upphæð 1,7 millj..
Fyrir liggur að kaupa þarf nýja Ijósritunarvél fyrir bæjarskrif-
stofurnar og gerðum við ráð fyrir 3.5 millj. til kaupanna, en
meirihlutinn 6.5 millj., og koma þar 3 milljónir.
Þá gerðu tillögur okkar ráð fyrir að framkvæmdum við safnahús
að utan yrðu unnar á árinu 1980 og 1981, í stað þess að láta vinna
þær í ár. í þennan lið var gert ráð fyrir 19.1 millj. á fjárhagsáætlun,
en við reiknuðum með að lækka liðinn í 9.1 millj. í ár. Á
fjárhagsáætlun 1979 var gert ráð fyrir að safnahúsið yrði múrað að
utan, en síðar á árinu 1979 var þeirri framkvæmd frestað.
Þá er komið að síðasta og stærsta liðnum í lækkunartillögum
okkar, en það er 32 millj. króna aukafjárveiting til að mæta halla á
Lífeyrissjóði starfsmanna Vm.bæjar. í fjárhagsáætlun við fyrri
umræðu var gert ráð fyrir 36 millj. í þennan lið, og nægir sú
upphæð til að standa undir öllum lífeyrisgreiðslum til sjóðsfélaga á
þessu ári. En sjóðurinn hefur ekkert getað lánað til sjóðsfélaga
undanfarin ár og hefur ríkt óánægja hjá sjóðsfélögum vegna þessa.
Samkomulag varð um það á milli bæjarráðs og stjórnar starfs-
mannafélagsins að láta Guðjón Hansen tryggingafræðing kanna
þetta mál. Liggur nú fyrir álit Guðjóns Hansen og hefur það verið
rætt í stjórn L.S.V.
Telur tryggingarfræðingurinn að Bæjarsjóður hafi ekki staðið
rétt að uppgjöri sjóðsins undanfarin ár, og er greinilegt að þarna er
á ferðinni stórmál ef rétt reynist hjá tryggingafræðingnum.
I Reykjavík hefur verið notaður sami uppgjörsmáti hjá Lífeyris-
sjóði starfsmanna Rvíkurborgar og hér, en aftur á móti hefur
borgin tryggt að sjóðsfélagar hafa átt sömu lánamöguleika, og
sjóðsfélagar í lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Hefur borgin
útvega fjármagn í þessu skyni.
Tillögur okkar gerðu ráð fyrir hinu sama, þe. Vestmannaeyja-
bær útvegaði fjármagn til að endurlána sjóðsfélögum í L.S.V., í
stað þess að ná í þessa peninga með hækkuðu útsvari á bæjarbúa að
upphæð 32 milljónir króna á þessu ári.
Þegar það liggur endanlega fyrir hvernig staðið skuli að uppgjöri
á lífeyrissjóðnum, þurfa aðilar að koma sér saman um viðunandi
lausn til frambúðar sem tryggi sjóðnum eðlilegan starfsgrundvöll í
framtíðinni. En eitt er víst að ekki var tímabært að fara út í þessar
útsvarshækkanir af þeim ástæðum að tryggja lífeyrissjóðnum 32
millj. til útlána á þessu ári.
Samtals nema þessar lækkunartillögur 57.3 milljónir, sem er
sama tala og útsvarshækkun meirihlutans gerir ráð fyrir.
Arnar Sigurmundsson.
Frá Barnaskólanum
Innritun barna, sem ætlað er að fari í Forskóla
næsta vetur, fædd 1974, fer fram mánudaginn 19.
maí kl. 10-12 í anddyri Barnaskólans, gengið inn
að vestan.
Á sama tíma verða einnig innrituð þau börn,
sem skólaskyld eru, en voru ekki í Barnaskóla
Vestmannaeyja s.l. vetur. Áríðandi er að innritun
fari fram á ofangreindum tíma.
Ef illa stendur á má hafa samband við skólann í
síma 1944 á öðrum tíma en að ofan greinir fyrir
miðvikudag 21. maí. Skólastjóri
Efri röð frá vinstri: Eyjólfur Guðjónsson Vestm., Skafti Ottesen
Breiðdalsvík, Guðmundur Huginn Guðmundsson Vestm., Elías
Jensson Vestm., Axel Jónsson Hornafirði. Neðri röð frá vinstri:
Ólafur Ágúst Einarsson Vestm., Grétar Matthíasson Dalvík, Guð-
mundur Adólfsson Vestm., og Birgir Sverrisson Vestm.
Froskköfun
Á sl. ári kom sú hugmynd
upp í spjalli á milli mín og
Friðriks Ásmundssonar skóla-
stjóra Stýrimannaskólans hvort
ekki væri rétt að taka upp
kennslu í froskköfun í skólan-
um.
Tilefni þessa var sú stað-
reynd að oft hefur reynst erfitt
að fá froskkafara til að vinna
fyrir bátaflotann, og kemur þar
margt til: fáir menn vinna við
froskköfun, og þar fyrir utan
vinna þeir allir langan vinnudag
allsstaðar, og leggja oft á sig
mikið erfiði að loknum löngum
vinnudegi til að þjóna flotan-
um.
Okkur Friðrik kom saman
um að kanna hvort ekki væri
hægt að fá tryggingarfélög, sem
tryggja flotann, til að leggja út
fyrir ca. 5 froskköfunarbúning-
um handa Stýrimannaskólan-
um og í staðinn myndu nem-
endur skólans, sem lokið hefðu
þjálfun, vinna að froskköfun
gegn vægu gjaldi fyrir skip og
báta sem tryggð væru hjá við-
komandi tryggingarfélögum.
Flest tryggingarfélög tóku
vel í þetta, en þegar á reyndi var
það aðeins Tryggingarmiðstöð-
in h.f. sem var tilbúin til að
leggja út í þennan kostnað. Var
endirinn sá að Tryggingar-
miðstöðin h.f. gaf Stýrimanna-
skólanum fimm froskköfunar-
Meirihlutasam-
starfinu bjargað....
Framhald af 1. síðu
leggja meira upp úr persónu-
legum velfarnaði leiðtoga sinna
en meirihlutasamstarfi og opin-
berum álögum. Og kommar
heimta meiri skattpíningu,
heimta hækkun á óréttlátasta
launamannaskattinum sem til
er: útsvarinu.
En því var það að kunnum
borgara varð að orði eftir
laugardagsleikinn í bæjar-
stjórn: „Já, dýr mundi krata-
flokkurinn allur.”
Stórbændur
athugið!
*
Aburður-
inn er
kominn
Verður seldur á
vöruafgreiðslunni við
Tangagötu mánudag
þriðjudag og miðviku-
dag n.k. frá kl.
17.00-19.00.
Gunnar
*
Olafsson&co
búninga.
Að undanförnu hafa níu
nemendur í Stýrimannaskól-
anum stundað æfingar í frosk-
köfun og hafa kennarar verið
Sigurður Óskarsson og
Jóhannes Kristinsson, báðir
kunnir froskkafarar.
Um síðustu helgi þreyttu
nemendur próf í froskköfun og
var prófdómari Þorvaldur
Ólafsson frá Siglingamála-
stofnun ríkisins.
Fór prófið fram utan hafnar
og í Sundhöllinni og stóðust
allir nemendur prófið með
prýði, en prófið var mjög erfitt
að sögn kunnáttumanna.
Fengu þeir afhent prófskírteini
í froskköfun uppi í Sundhöll sl.
laugardag og eru þetta fyrstu
prófskírteinin í froskköfun sem
gefin hafa verið út hér á landi.
Viö þetta tækifæri voru
haldnar nokkrar ræður og
Gunnar Felixson framkvæmd-
arstjóri Tryggingarmiðstöðvar-
innar afhenti prófskírteinin.
Námskeiðið var öllum til
sóma, sem að því stóðu, og
vonandi verður það fastur liður
í framtíðinni hjá Stýrimanna-
skólanum að útskrifa nemend-
•ur með próf í froskköfun.
M.K.
Kjörskrá
Kjörskrá til forsetakjörs er fram á aö fara 29.
júní 1980 liggur frammi almenningi til sýnis á
bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu frá 29. apríl til 6.
júní 1980 kl. 9.30 - 15.00 mánudaga til föstu-
daga. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa
borist skrifstofu bæjarstjóra eigi síðar en 7. júní
1980.
Vestmannaeyjum 29. apríl 1980
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum.
*
NULL TEUARI NO
VÖtUNDUR ?
OÐINNtv