Fylkir - 09.04.1981, Síða 3
Eflum framkvæmdir
Framhald af 1. síðu.
losnaö við olíureikningana. En
við þurfum að horfa fram á við,
og á síðasta bæjarstjórnarfundi
fluttum við í minnihl. till. um að
hefja könnun á möguleikum
okkar í sambandi við vindorku
og sjávarorku. í raforkumálum
erum við þó miklu betur sett,
viðreisnarstarf hjá Rafveitunni
eftir gos er lofsvert.
LJÓSIR PUNKTAR
-Er ekki hætta á því að minni-
hl.-menn gleymi sér í gagnrýni
og aðhaldi og sjái ekki Ijósu
hliðarnar á málunum?
Nei, það held ég alls ekki.
Það eru auðvitað margir ljósir
punktar hér í Eyjum, sam-
göngumálin, dagheimili, elli-
heimili, söfn, höfnin, íþrótta-
miðstöð og margt fleira, sem
aðrir staðir eru að berjast í að fá
eða koma sér upp. En það er
stjórnin á þessu og reksturinn
sem hefur ekki verið nógu góð-
ur.
....OG DÖKKIR
Eg skal nefna eitt dæmi um
skrýtið misræmi í greiðslu fyrir
þjónustu bæjarstofnana. Við
greiðum niður dagvistun og
afnot af íþróttamiðstöð að tölu-
verðu leyti, en í nýjum drögum
að reglugerð fyrir Hraunbúðir,
elliheimilið, er verið að leita
staðfestingar á því sem bæjar-
yfirvöld hafa praktíserað nú
upp á síðkastiö, að reka þessa
stofnun alfarið fyrir fé vist-
manna. Mér finnst þetta full-
langt gengið, og þetta fólk eigi
ekki síður en þeir sem hafa
böm sín í dagvistun eða þeir sem
stunda sund að fá þá þjónustu
niðurgreidda. Við í minnihl. er-
um með hugmyndir að vist-
menn á elliheimili fái að halda
eins og 1.000-1.200 kr. af elli-
lífeyri sínum til eigin afnota.
TVENNS KONAR FRAM-
KVÆMDIR
-Hvað fínnst þér um verklegar
framkvæmdir á þessu kjörtíma-
bili?
í þessu sambandi má fólk
ekki rugla saman þeim fram-
kvæmdum sem eru á vegum
einstakra stofnana, eins og t.d.
hitaveitu, rafveitu og vatns-
veitu, sem fjármagna sig sjálfar,
og svo hins vegar þeim fram-
kvæmdum sem bæjarsjóður
sem slíkur stendur fyrir með
útsvörum og aðstöðugjöldum
og öðrum tekjum. Yfirleitt má
segja að framkvæmdir sér-
stofnana hafi gengið vel og
rekstrarlegur hagur þeirra ver-
ið góður. En framkvæmdir
bæjarsjóðs hafa verið sáralitlar,
eitthvað í gatnagerð og skóla-
málum. Hér hefur orðið mikil
afturför, því að áður fyrr fór
verulegur hluti útsvara til
framkvæmda, en nú hrökkva
útsvar og aðstöðugjöld varla
fyrir launakostnaði, bara
bæjarsjóðs. Þessu verður að
snúa við, því þörfin er mikil,
t.d. í gatnagerðinni og skóla-
byggingum.
ENDURSKOÐUM SKIPU-
LAGIÐ
-Hvernig líst þér á skipulagið
sem við höfum hér?
Heldur illa. Það má segja að
búið sé að skipuleggja alla
eyna, aðalskipulag og deili-
skipulög eru fyrir hendi, það er
jú jákvætt. En tökum t.d. nýja
vesturbæinn. Ég held að það
hljóti að hafa orðið speglun á
teikniborðinu, því að til þess að
komast inn í hverfið þarf að
fara út fyrir bæinn, í stað þess
að ný hverfi vaxi eðlilega út úr
því sem fyrir er. Annað er t.d.
lóðarstærðir í austurbæ, þær
eru alltof litlar. Nú, iðnaðar-
svæði eru í litlum tengslum við
hafnarsvæði eða hefðbundin
athafnasvæði hér, og eru óneit-
anlega á röngum stað. En
skipulög ber að endurskoða á
fárra ára millibili, og við ættum
að gera það rækilega næst.
Hinn frábæri
Stokkseyrar
harðfiskur er
kominn aftur,
einnig vestfirskur
og Eyjafiskur.
BÍLASTÖÐIN
v/Heiðarveg
Mótmæla lokun
Dalavegar
55 íbúar við Sóleyjargötu og
Fjólugötu hafa sent bæjarráði
bréf þar sem mótmælt er lokun
Dalavegar við Kirkjuveg, en
götunni var nýlega lokað sam-
kvæmt samþykkt bæjarstjórnar
og aðalskipulagi Vestmanna-
eyja frá 1975.
Helstu rök íbúanna á móti
lokun götunnar eru, að aksturs-
leið lengist þar sem nú þurfa
þeir að aka upp Dalaveg að
Strembugötu til að komast út
úr hverfinu í stað þess að geta
ekið niður Dalaveg fýrir neðan
Gagnfræðaskólann og vera þá
strax komnir inn á miklar um-
ferðargötur, þ.e. Kirkjuveg og
Skólaveg.
Erindi íbúanna var vísað til
skipulags og þróunarnefndar til
umsagnar.
odýrar
rafmagns-
vörur
BRAUN
krullujárn
BRAUN
hárbustar
KRUPS
hárbustasett
BABYLISS
professionnel
krullujárn
BRAUN
rafmagnsrakvélar
Kaffivélar
frá
BRAUN
BBC
KRUPS
Nýjung frá
KRUPS
heimilis
vacum
pökkunarvél
HRSlEeSII
MAGGI
MAGGI
Vorum að fá
mikið úrval af
MAGGI
súpum
Heimaver
NÝKOMIÐ
Glæsileg
matar- og kaffístell
Mhena classic
Old Country Rose
Olympus
Ensk gæðavara
Verið velkomin
Sjón er sögu ríkari
Kjörmarkaður
Rúmgóð
stórverslun
AÆTLUN
um páska og hvítasunnu
Skírdagur 17. apríl frá Vm. 7.30 frá Þh. 12.30
Föstudagurinn langi - Engin ferð
Laugardagur 18. apríl frá Vm. 7.30 frá Þh. 12.30
Páskadagur 19. apríl - Engin ferð
Annarípáskum20.apr. fráVm 14.00fráÞh 18.00
Hvítasunnudagur 7. júní - Engin ferð
2. hvítasunnud. 8. júní frá Vm. kl. 14 frá Þh. 18
Aðra daga samkvæmt áætlun.
Herjólfur h.f.
Símar 1792 og 1433
Páskaegg — Páskaegg
ATHUGIÐ VERÐ Á PÁSKAEGGJUM
HJÁ OKKUR — ÞAÐ ER HVERGI BETRA
Kaupið páskaeggin tímanlega
HEIMAVER