Fylkir


Fylkir - 10.06.2006, Qupperneq 4

Fylkir - 10.06.2006, Qupperneq 4
Mikilvæg mál afgreidd í sjávarútvegsnefnd á þessu þingi Á þingi sem lauk rétt fyrir síðustu helgi voru afgreidd nokk- ur mikilvæg mál í sjávarútvegsnefnd þingsins sem sjávar- útvegsráðherra lagði fram á Alþingi. Með þeim breytingum sem þar voru gerðar er verið að styrkja núverandi stjórnkerfi fiskveiða, sem er lykilatriði fyrir okkur Eyjamenn. Jafnframterveriðað skerpaá milli litla og stóra stóra stjórnkerfis fiskveiða. Einng voru Hafrannsóknarstofnun tryggðar 50 milljónir í viðbótar rannsóknarfé árið 2006 og aðrar 50 milljónir árið 2007 sem er aukning um 10% í rannsóknarfé. Verkefnasjóði sjávarútvegsins eru einnig tryggðar allt að 40 milljónir á næsta ári til þess að styrkja sjálfstæða rannsóknaraðila í hafrannsóknum. Guðjón Hjörleifsson formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis 3000 tonna Jöfnunarpottur Hinn svokallaði jöfnunarpottur, sem var 3.000 tonna sérúthlutun af óslægðum þorski, var færður í varanlegaraflaheimildir. Þessi pottur hefur haldið sér undanfarin ár, þrátt fyrir að varanlegar aflaheimildir í þorski hafi verið skertar. Þessi þrjú þúsund tonn voru niðurfærð hlut- fallslega m.v. 250.000 tonna úthlutun árið 2000 til samræmis við 198.000 Mikil óvissa hefur verið í gegn um árin með þennan jöfnunarpott. Hann hefur gengið kaupum og sölum að jafnaði á 50% af varanlegum aflaheimildum. Því var mikilvægt að eyða þeirri óvissu sem um hann skapaðist árlega. tonna úthlutun árið 2006. Með því er ekki verið að skerða þá sem fyrir hafa úthlutaðar aflaheimildir. Upphaflegt frumvarp gerði ráð fyrir meðalveiði áranna 2000 til 2006. í meðförum sjávarútvegsnefndar varð sú breyting að tekið var jafnframt tillit til grunnúthlutunar til fiskiskipa. Var þetta gert til þess að tryggja það að ekki skapaðist skaðabótaskylda á ríkissjóð. Síðan var betri leið valin á hverju skipi/bát fyrir sig og rúm 88% af þeirri úthlutun gerð varanleg á hvert skip/bát Jöfnunarpottur gat verið mest 8,4 tonn pr. skip/bát. Skip/bátur sem er með hámark 8,4 tonn en með niðurfærslunni og 88% hlutfallinu að teknu tilliti til slægingar verður hámark pr. skip/bát rúm 5,6 tonn af varanlegu á næsta fiskveiðiári. Mikil óvissa hefur verið í gegn um árin með þennan jöfnunarpott. Hann hefur gengið kaupum og sölum að jafnaði á 50% af varanlegum afla- heimildum. Því var mikilvægt að eyða þeirri óvissu sem um hann skapaðist árlega. Gott mál fyrir fiskveiði- stjórnunarkerfið og okkur Eyjamenn. Sóknardagakerfið lagt af Fyrr á þessu kjörtímabili var sú breyting gerð að sóknardagakerfi smábáta var lagt af og flestir bátar færðir yfir í aflamark. Undan- þáguákvæði var gert með nokkra báta sem ekki höfðu viðmiðun, en á þessu ári munu þeir tveir smábátar sem eftir voru í sóknardagakerfinu fara yfir í aflamarkskerfið. Samkvæmt breytingum á lögum um stjórn fiskveiða sem afgreidd voru á sumarþingi var svo samþykkt að sóknardagakerfið væri lagt niður. Þetta tel ég vera eitt mikilvægasta mál sem tekið hefur verið á í núverandi fiskveiðistjórnarkerfi. Hámark sett á aflamark í krókaaflamarkskerfinu Sjávarútvegsráðhera lagði fram frumvarp sem gerði ráð fyrir hámarki á krókaaflahlutdeild. Frumvarpið gerði ráð fyrir hámarki í þorski 9%, í ýsu 6% og í heild 6%. Landssamband smábátaeiganda lagði til í umsögn sinni að þessi hlutföll yrðu 3%, þorski, ýsu og einnig 3% íheildina. í meðförum sjávarútvegsnefndar var lagt til af meirihluta nefndarinnar að hámarkið í þorski yrði 4% í þorski, 5% í ýsu og í heild 5%. Var tillaga þessi samþykkt á Alþingi nú í vor. Rannsóknarfé aukið Þróunarsjóður Sjávarútvegsins sem komið var á fót um 1990 áratug var lagðurafl.októbersl. Eignirhansum 700 millj. kr. fór í Verkefnasjóð Sjávarútvegsins. Síðan var lagt til að 660 milljónum yrði ráðstafað í ríkissjóð og allt að 40 milljónum til sjálfstætt starfandi rannsóknaraðila, sem gætu sótt um rannóknarstyrki í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, auk þess viðbótarfé sem ráðstafað var til hafrannsókna á vegum Hafró. Hér er um varanlega 100 milljón króna varanlega aukningu að ræða, sem er mjög mikilvægtfyrir hafrann- sóknir. Það var mikill ágreiningur milli meirihluta og minnihluta sjávar- útvegsnefndar í þessu máli, en flestir umsagnaraðilar sem sendu erindi til sjávarútvegsnefndar voru sammála þessari ráðstöfun. Ef við skoðum þetta viðbótarfjármagnsem kemurtil Hafró, og færum það yfir í rannsóknar- daga á rannsóknarskipum okkar myndi það tryggja fjölgun um 180 rannsóknardaga á rannsóknarskipum, þ.e. 90 daga á Bjarna Sæmundssyni og 90 daga á Árna Friðrikssyni. Hér er mikilvægt skerf stigið til þess að tryggja Hafró viðbótarfé til hafrann- sókna tillengri tima. Endurútgáfa laga um stjórn fiskveiða Meirihluti sjávarútvegsnefndar lagði til þá breytingu við lögin um stjórn fiskveiða að þau yrðu endurútgefin. Þau verða gefin út með með sam- felldri greinatölu og kaflanúmerum og samfelldri röð töluliða, stafliða og ákvæða sem eru í gildi. Svo flókin var lesning þessara laga með öllum þeim breytingum og bráðabirgðaákvæðum sem gefin hafa verið út, að það var ekki allra að komastfram úrþeirri lesningu. Með þessari breytingu er verið að gera lögin skilmerkilegri og felld eru út 35 bráðabirgðaákæði sem ekki höfðu lengur gildi. Ég vona að frumkvæði sjávarútvegsnefndar í þessu máli verði fordæmisgefandi fýrir aðra, þar sem mörg gildandi lög, eru með bráðabirgðaákvæðum sem löngu eru út runnin. Heillaóskir á sjómannadaginn Ég vil að lokum senda sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir á sjómannadaginn og óska þeim gleðilegrar sjómannadagshelgar um leið og ég þakka gott samstarf sem formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, því þessi tengsl eru mér ómetanleg í starfi. SJOMANNADAGSHELGIN 9.-11. JUNI Föstudagur kl. 12.00 - Sjómannagolf kl. 14.00 - Tónleikar á Stakkagerðistúni. Litla lúðrasveitin og Látpípan frá Færeyjum kl. 16.00 - Knattspyrnumót áhafna kl. 21.30 - Söngkvöld. Árni Johnsen og Magnús Eiríksson ásamtfélögum í Akóges Laugardagur kl. 13.00 - Sjómannafjör í Friðarhöfn Sr. ÞorvaldurVíðisson blessardaginn Litla lúðrasveitin leikur létt lög Kappróður, koddaslagur, reiptog, spretthlaup á lokum, kararóður, stakkasund. HM í BEITNINGU, Noregur, Færeyjar, fsland Boðið upp á ferðir með sæþotum fyrir yngri kynslóðina. Munið Fiskmarkað handknattleiksdeildar fBV kl. 16.00 - ÍBV - KR Landsbankadeild karla á Hásteinsvelli ÁFRAM ÍBV kl. 20.00 - Hátíðarsamkoma í Höllinni Matur og myndasýning Tónlistaratriði með meðlimum Litlu lúðrasveitarinnar ArndísAtla söngur Árni Óli Ólafsson undirleikur Kaffihúsakórinn The Foreign Monkeys Magnús Eiríksson Fjöldasöngur Árni Johnsen Veislustjóri Þorsteinn Guðmundsson Todmobile leikur fyrir dansi fram eftir morgni. Miðaverð kr. 5.300,- (matur, skemmtun, dansleikur), kr. 2.500 (Eingöngu dansleikur) Sunnudagur Kl. 10.00 - Fánar dregnir að húni Kl. 13.00 - Sjómannamessa Prestur Þorvaldur Víðisson Organisti HaukurGuðlaugsson Kór Landakirkju Eftir messu Minningarathöfn við Minnisvarða hrapaðra og drukknaðra, ræðumaðurSnorri Óskarsson Blómsveigur lagður við minnisvarðann, Guðjón Rögnvaldsson og Ragnheiður Einarsdóttir kl. 15.00 - Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni Lúðrasveit Vestmannaeyja Hátíðarræða: Elliði Vignisson Sjómenn og velunnarar heiðraðir Verðlaunaafhending Barnadagskrá - Leikfélagið - tröll og furðufígúrur - hoppukastalar Fimleikafélagið Rán Tónleikar Skákmót í anddyri Safnahúss kl. 21.00 - Kvöldskemmtun í Höllinni Jóhannes Kristjánsson eftirherma Davíð Ólafsson bassi Stefán íslandi Stefánsson tenór Lay Low gítar/söngur Þorsteinn Guðmundsson uppistand Óskar Pétursson tenór Jónas Þórir undirleikari Hjónabandið úr Fljótshlíðinni Alexander Jarl Þorsteinsson söngvari Rúnar Kristinn Rúnarsson söngvari Ólafur Rúnar Sigurmundsson undirleikari RagnheiðurGröndal HaukurGröndal Hugi Guðmundsson Kynnir er Árni Johnsen Aðgangseyrir á þessa glæsilegu kvöldskemmtun verður aðeins kr. 1000,- en frítt fyrir börn undir fermingaraldri. Innkoma af aðgangseyri mun renna til endurnýjunar kappróðrabáta fyrir Sjómannadaginn, en fyrirhugað er að kaupa þrjá létta og vandaða færeyska kappróðrarbáta og undirbúa stofnun róðrafélags fyrir ungtfólk. Sjómannadagsráð áskilur sér rétt til breytinga á hátíðarhöldunum

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.