Fylkir


Fylkir - 10.05.2007, Blaðsíða 2

Fylkir - 10.05.2007, Blaðsíða 2
2 FYLKIR-10. maí 2007 Láttu ekki segja að þér að ekkert hafi verið gert í samgöngumálum. Við þurfum að halda áfram að vinna: XD S JÁLFSTÆÐIS FLOKKU Rl N N í SUÐURKJÖRDÆMI 1. Árið 1992 kom núverandi Herjólfur til Eyja. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn. 2. Árið 1992 voru byggð landgöngumannvirki í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn. 3. Á árinu 1990 sigldi Herjólfur 410 ferðir milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Árið 2004 fór Herjólfur 570 ferðir og á árinu 2006 voru ferðir Herjólfs 700. Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. Náist samningar við Eimskip siglir Herjólfur 740 - 750 ferðir á árinu 2007. I fyrra var hratt og örugglega brugðist við ábendingum heimamanna um að fá öflugt skip til að leysa Herjólf af. Sjálfstæðisflokkur (ríkisstjórn. Bakkaflugvöllur hefur verið byggður upp og lýsingu og tækjabúnaði komið fyrir við flugvöllinn. Árið 1991 fóru örfáir farþegar um Bakkaflugvöll. Árið 1998 voru þeir 16.963 og árið 2006 voru þeir 28.222 farþegar. Sjálfstæðisflokkur i ríkisstjórn. Á síðustu árum hefur öll aðstaða á Bakkaflugvelli verið byggð upp og nú er þar bæði góð farþegaaðstaða, flugturn og aðstaða fyrir starfsfólk. Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. í fyrra var flugi með Flugfélagi íslands komið á milli lands og Eyja með aðkomu samgönguyfirvalda. Sú aðkoma varð til þess að nú flýgur Flugfélag íslands tvær ferðir á dag á flugleiðinni Reykjavík - Vestmannaeyjar og útlit er fyrir að þriðju ferðinni verði bætt við í sumar. Aðkoma rikisins að þessu máli kostaði 75 milljónir á 10 mánaða tímabili. Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. Um milljarði hefur verið varið í framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjahafnar á seinustu 10 árum. Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. 10. Yfirlýsing fjármálaráðuneytisins til ESA um að ríkið vilji ráðast í endurgerð upptökumannvirkis Vestmanneyjahafnar hefur verið send. Um leið og viðbrögð liggja fyrir verður ráðist í slíka framkvæmd. Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. 11. Forathugun á gerð stórskipahafnar er þegar hafin. Sjálfstæðisflokkur í rikisstjórn. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 1 2. Nefndir hafa starfað sem fjallað hafa um framtíðarsamgöngur milli lands og Eyja og hafa þær nefndir lokið störfum og skilað niðurstöðum. Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. 13. Hugmynd Árna Johnsen, þáverandi alþingismanns og núverandi frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, um gerð hafnar í Bakkafjöru hefur verið þróuð og skoðuð. Samgönguráðherra hefur lýst vilja sínum til að hefja þær framkvæmdir séu þær öruggar. Að beiðni sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur endanlegri ákvörðun um það verið frestað þar til niðurstöður vegna jarðgangnarannsókna liggja fyrir. Fjármagn til þess verkefnis hefur þegar verið tryggt í 4 ára samgönguáætlun sem afgreidd var á Alþingi nú í vor. 14. Hugmynd Árna Johnsen, þáverandi alþingismanns og núverandi frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, um gerð jarðgangna milli lands og Eyja hefur verið þróuð og skoðuð. Samgönguráðuneytið hefur látið framkvæma rannsóknir vegna gangnagerðar sem kostuðu tugi milljóna. Að beiðni bæjarstjórnar Vestmannaeyja hefur Samgönguráðherra falið verkfræðistofu SigurðarThoroddsen að yfirfara fyrirliggjandi gögn vegna gangnagerðar og meta þörf fyrir frekari rannsóknir og kostnað við þær. Sjálfstæðisflokkur í rikisstjórn. Nú ríður á að við veitum Árna Johnsen umboð til að klára þessi mál fyrir okkur • Höfuðáhersla verður lögð á að Ijúka öllum nauðsynlegum forrannsóknum til að kostnaðarmeta jarðgöng. • Þriðju ferð Herjólfs verður bætt við á álagspunktum. • Samgöngur á sjó verða efldar þar til framtíðarkostir verða teknir í notkun. • Áfram verður tryggt að öflugt flug sé milli lands og Eyja. • Öflugra skip verður fengið í stað Herjólfs eins fljótt og mögulegt er. • Gjaldskrá Herjólfs verður endurskoðuð Hvaða öfluga manni treystir þú best til að berjast fyrir Vestmannaeyjar? Útgefandi: Eyjasýn fyrir hönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Prentvinnsla: Eyjasýn ehf. / Eyjaprent Upplag: 1800 eintök. Ritnefnd: Arnar Sigurmundsson Guðbjörg Matthíasdóttir Gunnlaugur Grettisson Flörður Óskarsson ábm. Magnús Jónasson Skapti Örn Ólafsson Súpa í hádeginu á morgun, föstudag í boði the Three amigos. Mætið snemma til að forðast biðraðir! GH, HO, JAO

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.