Framsókn - 15.09.1958, Blaðsíða 4

Framsókn - 15.09.1958, Blaðsíða 4
“r’T’i FRAMSÓKN BÆJARMÁLABLAÐ í Guðlaugur Gíslason og atkvæðagreiðsl an um áfengisútsöluna. Fréttir. Óvenju miklar annir hafa ver ið í sumar hjá bátnum, sem ann ast mjólkurflutningana frá Þor- Iákshöfn, vegna veðurblíðunn- ar liefur margfalt fleira fólk not- fært sér þessar ferðir heldur en að undanförnu, en að auki er mikið um það, að báturinn ann ist flutning á bifreiðum ferða- fólks auk annars flutnings sem til fellur. Á vegum Sambands ísl. sam- vinnufélaga í Reykjavík er fyr- irhugað að koma upp í Vest- mannaeyjum söluafgreiðslu á mjólkur- og landbúnaðarafurð- um. Talað er um, að fjórir að- ilar sæki eftir að fá umræddan starfa, Jx e.: Björn Guðmunds- son, Kjartan Friðbjarnarson, Kaupfélag Vestmannaeyja og Sveinn Guðmundsson. I sambandi við áfengissmygl- ið með Tungufossi var rangt frá J)ví greint í útvarpsfréttum, að skipið liafi verið á leið frá Vest mannaeyjum til Reykjavíkur. Tungufoss hafði ekki viðkomu í Vestmannaeyjum í umræddri ferð. Fátt er nú meira rætt í bæn- um heldur en frumhlaup Jreirra Guðlaugs, Ársæls og Páls Sche- ving um að setja af stað nýja at- kvæðagreiðslu til þess að freista þess að fá enduropnaða áfengis- útsölu í Ves'tmannaeyjum. Uppi eru raddir um Jrað, að með sam- tökum væri hægt að stöðva og liindra áfengissendingar til Eyja og mun vera fordæmi þar um frá ísafirði. Ekki þyrfti annars með en að Flugfélag íslands og aðrir þeir, sem ráða vfir flutn- ingum til Eyja neituðu að flytja áfengið og að verkáíýðssamtökin samþykktu að vinna ekki við uppskipun og afgreiðslu áfengis. S t ór lelldar b y gg inga f r a n 1 kvæmdir eru nú í gangi hjá öll- um fiskvinnslustöðvunum í Eyj um. Vinnslustöðin byggir ofan á stórhýsi sitt við Friðarhöfn og dregur að sér aukinn vélakost. Fiskimjölsverksmiðjan hefur stórhýsi í byggingu og eykur rélakost sinn. Fiskiðjan heldur áfram stórhýsabyggingum sín- um og Hraðfrystistöðin hefur tvö stórhýsi í byggingu, en að auki standa dótturfyrirtæki þesara stofnana í meiri og minni byggingaframkvæmdum og Framhald af 1. síðu. un áfengisútsölu í Vestmanna- eyjum. Fari svo, að Eyjamenn endur opni áfengisútsölu í Eyjum við í liönd farandi atkvæðagreiðslu þar um, þá eru slík málalok að sjálfsögðu fyrst og fremst mik ill persónulegur sigur fyrir flutn ingsmann og upphafsmann til- lögunnar, Guðlaug Gíslason, að vísu verður ekki hjá því kom- izt, að Ársæll Sveinsson, sem sam þykkir þetta með þögninni, eigi líka nokkurn hluta af heiðrin- um, og svo má ekki heldur gicyma tillagi Þorsteins Þ. Víg- lundssonar til Jressara mála, setti helur manna mest unnið að því að skapa þann grundvöll, sent fyrirliuguð atkvæðagreiðsla er sprottin upp úr. Enduropnun áfengisútsölu í Vestmannaeyj- um er fyrst og fremst flokksmál Sjálfstæðisflokksins, þótt í öll- um flokkum finnist rnenn, sem óska eftir sém minnstum höml- um á neyzlu og meðferð áfengis, Það fer ekki hjá því, að mörg- um leiki nokkur forvitni á því, hvort Sjálfstæðisflokkurinn set- ur nú í gang allt kosningaappa- rat sitt til þess að koma auknu áféngisflóði í Eyjar, hvort Jó- hann þingmaður verður látinn koma til Eyja með helztu for ingja Sjálfstæðismanna til þess að mæla fyrir auknum áfengis- straum og drykkjuskap. Það verður líka fróðlegt að sjá, hvort efnt verður til funda í öllum helztu félögum, sem sjálf- stæðismenn telja sig ráða yfir til Jress að hvetja menn til skel- eggrar baráttu fyrir enduropn- un áfengisútsölunnar. Og svo verður ckki ófróðlegt, hvort helztu sjálfstæðiskapparnir bjóða út bílakosti sínum til Jæss að kaupa upp nllt húsrými, scm fá- anlegt cr. Verið cr að undirbúa malbik un á Strandveginum austanverð um, er það |)örf og aðkallandi framkvæmd. Upphaflega var á- kveðið að malbika Bárugötu og var það gert s. I. vetur og Vest- mannabrautina austur að Ut- vegsbanka, en ákveðnum fram- kvæmdum á Kirkjuveginum norðan Útvegsbankans og Mið- stræti var frestað, ástæðan er tal in sú, að húseigendur við Mið- stræti njóti ekki náðar bæjar- stjórnarmeirihlutans. smála fólki til atkvæðagreiðsl- unnar, því verður vafalaust veitt athygli, hvort t. d. menn eins og Guðlaugur Gíslason, Ársæll Sveinsson, Magnús Bergs son, Óskar Sigurðsson, Sighvat- ur Bjarnason, Einar læknir, svo nokkur nöfn séu nefnd af handahófi láta syni sína aka bíT um sínum á kjördag með stór- um áletrunum: Meira áfengi í bæinn. Sjálfstæðisfiokkurinn krelst óskorað frelsis til áfengis- neyzlu og drykkjuskapar. Ef aivara og eðlileg málfylgja hefði lylgt héraðsbanninu, þá liefði verið eðlilegt að bera fram ]);i kröfu, að Áfeugisvcrzl- un ríkisins væri óheimilt að af- greiða áfengi til þeirra staða, sem hafa héraðabann og að op- inber samkvæmi með vínveiting um liefðu lieldur ekki verið leyfð á sömu stöðum, en þetta hefur ekki verið gert, þvert á móti er allt gert til J)ess að gera héraðsbannið óvirkt. Mennirnir, sem mest hafa staðið fyrir því að gera héraðsbannið í Vest- mannaeyjum óvirkt benda á á- hrif verka sinna og segja, þarna sjáið þið, það er miklu betra að hafa ekkert héraðsbann. Með sama rétti geta landhelgisþjóf- ar og þeir sem brjóta ákvæðin um íslenzku fiskveiðilandhelg- ina sagt, þarna sjáið þið, })að er fyrirhafnarminna að fella niður allar landhelgisvarnir heldur en láta brjóta og misnota landhelg- islögin. Guðlaugarnir í Eyjum telja sig vera búna að koma ár sinni þánnig fyrir borð í áfengismál- unum, að góðtemplarar og aðrir bindindismenn sitji hjá við í höndfarandi atkvæðagreiðslu um enduropnun áfengisútsölu í Eyjum, um ])að verður ekki sagt á ])cssu stigi mála, reynsh an á eftir að leiða J)að í Ijós, en J)að er kvenþjóðin í Eyjum, sem ræður úrslitunum í þessum kosningum. Framámenn Sjálfstæðisflokks- ins þeir Guðlaugur Gíslason, P;ill Scheving og Sighvatur Bjarnason, sem standa að tillög unni um enduropnun áfengisút- sölunnar í Eyjum, eru sízt ábyrg ari um framkvæmd málsins held ur en félagar þeirra í bæjar- stjórninni, Jreir Ársæll Sveins- son, Jón Sigurðsson og Sigfús Johnsen, því þetta er fyrst og síðast flokksmál Sjálfstæðisflokks ins. Það má hver sem vill halda því fram, að það sé líklegt til þess að draga úr misnotkun á- fengis að halda áfenginu að al- menningi með opnun áfengis- útsölu. Þeir sem á sínum tíma stóðu fyrir því að hrekja velmetinn ríkisstarfsmann frá starfi, þurfa ekki nú að gráta þurrum tárum yfir atvinnulegri þörf viðkom- andi manns, launuð trúnaðar- störf liafa hlaðizt svo ört á hann að hann þarf engu að kvíða í atvinnulegu tilliti enda hefur Guðlaugur ekki reynzt honunl neinn happafugl. Héraðsbanninu var á sínum tíma komið á í Vestmannaeyj- um að undangenginni lögmætri atkvæðagreiðslu og sá meirihluta \ilji kjósendanna, sem þá kom liam síðar staðfestur með nýrri atkvæðagreiðslu rúmum tveim- ur árum síðar og ætti almanna- viljinn að hafa komið nægilega glöggt í Ijós með þeim hætti. Hefði verið sínu nær að bæjar völdin liefðu hert sig upp í það að láta framfylgja samþykktinni umitéraðabannið með röggsamrt löggæzlu heldur en að gera til- raun til þess að laumast aftan að kjósendunum eins og fyrir- hugað er. 0*OfOfO*O«O#O*O*Of0*O#Q#OtQ*0fO«O*O*O#r0*O*O«O#O*O«O» »o«o«o«o«o«o«o*o*o*o«oéo«oio*o«o«o*o*oeo*o«o«o«o«o*< Til sö 1 u! Skeliinaðran V-42. — Mjög vel með farin. Upplýsingar gefur Hjörleifur Guðnason. Kirkjubæjarbraut 9. 0«0«0*0f0«0*0*0*0«0«0*0f0*0f0«090f0*0«0*0f0«09090fr- •o«o«o*o«o«o»o»o»o«o«o«ö«o«o«o«o*ó»o«o«o*o«o*o«oéo» Barnarúm til sölu að Brekastíg 15. — Tækifærisverð. esS8£SSgSSSSSSS8S82SS8S8SS8SS8888S882S8S882SSe88S8S Tek að mér Stöjunarbörn, a. m. k. til ára- móta. Kennari barnaskóia S. D. A. Sími 332.

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.