Skátablaðið

Tölublað

Skátablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 32

Skátablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 32
Bjarmi á.. Það er alltafgaman til þess að vita þegar litlirsprotar koma upp úr jörðinni. Enn skemmtilegra er þegar planta sem hefur fallið íkulda eða lélegu árferði skýtur upp litlum sprotum. Þessa líkingu má nota við skátastarfið. Stundum er gott árferði og skátafélögin dafna vel og stækka. Einstaka sinnum kemur fyrir að árferði er mjög slæmt og enginn er til þess að hlúa að því. Þá fellurþað í dvala en skátafélög eru eins ogsterkustu plöntur, þau liggja í dvala þangað til einhver sýnir þeim áhuga sinn. Ekkertfær þurrkað út skátahugsjónina. NývígðirskátarásamtJóniísbergogIngvaGuðjónssym,hlutaúrstjómfélagsinsogskátahöfðingja, Gunnari Eyjólfssyni í nýrri kirkju Blöndósinga á 17. júní sl. Á Blönduósi hefur nýlega sprottið upp sproti sem nú þarf að hlúa vel að. Skátafélagið Bjarmi hafði legið í dvala um nokkurt skeið, en þar kom sú stund að mönnum þótti nóg um. Sl. vetur kom fram ósk um að skátafélagið yrði endurvakið og var í framhaldi af því boðað til fundar með öllum þeim sem telja að skátastarf eigi að vera valkostur fyrir börn og unglinga héraðsins. Kosin var stjóm í félagið og hafist handa við að stofna einn skátaflokk. Fékkst inni fyrir flokkinn í húsnæði Hjálparsveitar skáta á Blönduósi og er það von manna að flokkurinn verði flokksforingjaflokkur næsta starfsárs (vetur '93 -'94). Nú þegar þessi grein er unnin er flokkurinn nýkominn af flokksforingjanámskeiði sem skátafélagið Klakkur á Akureyri hélt. Ráðgert er að vera með tvo skátaflokka á Blönduósi og einn á Húnavöllum við Svínavatn, en þar er einn af skátunum í skóla, auk þess sem skólastjórinn er gamall skáti og vill allt fyrir félagið gera. Á sl. vori stóð félagið fyrir sölu skátaskeyta en einnig stóð félagið fyrir 17. júní hátíðahöldunum á staðnum. Þar vom fjórir skátar vígðir og tveir eldri skátar vom heiðraðir fyrir gott starf fyrir félagið og var þeim veittur Þórshamarinn. Skátafélagið stóð einnig eitt að Göngudegi fjölskyldunnar í sumar þar sem Ung- mennafélagið á staðnum og Félag hjartasjúklinga treystu sér ekki til að vera með. Eins og flest skátafélög leitar félagið nýrra leiða í fjáröflunum og auglýsa það eftir hugmyndum og tillögum til að vinna úr. Stjóm félagsins er nú þannig skipuð: ÁgústÞórBragason, félagsforingi, Sturla Bragason og ICristín Lámsdóttir. Skátablaðið óskar Skátafélaginu Bjarma allra heilla í starfi og skorar jafnframt á „gamla“ skáta í héraðinu að standa vel við bakið á félaginu og leggja til hjálpandi hönd þegar á þarf að halda. .. Blönduósi SIFELLT NART SKEMMIR TENNUR Látum Ijós okkar skína 32

x

Skátablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8424
Tungumál:
Árgangar:
71
Fjöldi tölublaða/hefta:
190
Gefið út:
1935-í dag
Myndað til:
2018
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Bandalag íslenzkra skáta (1935-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Bandalag íslenskra skáta : Reykjavík 1935-

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.10.1993)
https://timarit.is/issue/353564

Tengja á þessa síðu: 32
https://timarit.is/page/5608087

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.10.1993)

Aðgerðir: