Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.09.1968, Page 2

Ný vikutíðindi - 06.09.1968, Page 2
XV VIKUTlÐINDI NÝ VIKTJTlÐMDI koma út á föstudögum og koata kr. 13.00 Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar Kleppsvegi 26 II. Sími 81833 og 81455 Prentsmiðjan ÁSRÚN Hverfisgötu 48 - S. 12354 n • • • i%> se ISornin aðvomó Áður en Varsjárbandalags- ríkin gerðu innrás í Tékkó- slóvakíu var skrifaður leið- ari hér í blaðið, sem nefnd- ist „Klærnar sýndar.“ Grun- aði þá engan að Rússan myndu beita þeim, þótt raun in yrði önnur. Ástæðulaust er að fara út í þá sálma, hversu hörmuleg þau tíðindi eru, sem þarna eru á ferðinni. Dagblöð, út- varp og sjónvarp hafa greint frá þeim eins og kostur er á, þótt þar séu áreiðanlega ekki öll kurl komin til graf- ar. Pátt lýsir þó ástandinu betur í landinu en það, að fyrsta skóladag barna í hinu hertekna ríki, 2. september s.l., voru börnin alvarlega að- vöruð um að ergja ekki inn- rásarliðið. Á sama tíma eru mæður hér á landi áminntar um að fylgja yngstu börmrn- um á skólaskyldualdri í skól- ann til þess að gera þeim grein fyrir slysahættu, sem stafað getur af umferðinni. 1 Ólíkar þjóðir í hugsunar- hætti, Islendingar og Rússar. | Hugmyndakerfi kommún- ismans þolir ekki frelsi ein- staklingsins til þess að tjá hugsun sína opinberlega, og er beitt ofbeldi án laga eða réttar, ef einhverjum verður slíkt á. Hér á landi er að vísu hert mjög á opinberu prentfrelsi, m.a. má ekki benda á mis- ferli opinberra starfsmanna á prenti, enda þótt rétt sé með farið. Og ýmisleg óhæfa er leyfð í lögreglu- og réttar- farsmálum, sem minnir jafn- vel á lögregluríkið í austri, þótt þar sé ekki saman að jafna. Þegar við lesum það, að jafnvel börn mega ekki lýsa áliti sínu á slíkri svívirðu, sem þarna hefur átt sér stað, er ástæða til að færa guði þakkir fyrir það frelsi, sem við búum við. Einnig þurfum við að halda fast við mannréttindi okkar Póstmenn vilja fullan samningsrétt Aðalfxmdur Póstmannafé- lags íslands er nýlega lokið, og var fundarsókn mikil. og standa vel á verði á hvaða vettvangi sem er gegn mis- beitingu valdsins. Það hafa Ný vikutíðindi ávallt gert o.g munu gera. Pram kom á fundinum, að P.F.I. er orðið aðili að Nor- ræna Póstmannasambandinu, og verður næsti stjórnarfund- ur sambandsins haldinn i Reykjavík á vori komanda, Meðal samþykkta fundar- ins er eftirfarandi ályktun um kjaramál: „Á undanförnum árum hef- ur sú óheillaþróun átt sér stað í kaupgjalds- og verð- lagsmálrun, að verðlag hefur stöðugt farið hækkandi. en kaupmáttur launa farið minnkandi. Opinberir starfsmenn hafa farið samningaleiðina cil þess að fá kjör sín bætt, en það hefir jafnan farið á þann veg, að kröfum þeirra hefur verið vísað til kjaradóms. Opinberum starfsmö inum er nú ljóst, að eina leiðin til þess að ná umtaisverðum árangri í að stöðva þessa þró un mála er, að samtök þeirra fái fullan samningsrétt. Verð ur því að leggja meginá- herzlu á, að samtök opin- berra starfsmanna nái því marki hið allra fyrsta.“ Stjórn P.F.I. skipa nú: for- maður, Ásgeir Höskuldsson, varaform., Lúðvik Th. Helga- son, en aðrir í stjórn eru þeir Bergur Adolphson, Jóhann Már Guðmundsson og Þórar- imi L. Bjarnason. ** * ■'** ********* ****** * ****>!-JS-iM-X-**** **:>)-**-*****><-***>< 'tX-**'*-*-*****-*-*-**********#-" A sjó og landi. sumar og vetur ilmandi CAMEL ■

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.