Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.09.1968, Síða 8

Ný vikutíðindi - 06.09.1968, Síða 8
NY VIKUTIÐINDI a Hœkkor sölu- / / $katturinn Breytt viðhorf í þjóðmáhim. - Nýjar kosningar? Nýafstaðnar forsetakosn- ingar eru sambærilegar um úrslitin, þegar íslendingar völdu sér biskup í fyrsta sinni. I bæði skiptin var ein- göngu litið á hæfni og hæfi- leika þess, sem valinn var, þannig að um virkilegt þjóð- kjör var að ræða í þess orðs fyllstu og beztu merkingu. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á hinn frambjóð- andann við síðasta forseta- kjör, dr. Gunnar Thoroddsen stórsendiherra, en framboð hans bar að öðrum hætti. í>að var búið að undirbáa það kjör í meira en neilan áratug og það voru fyrst og fremst persónulega óskir Gunnars Thoroddsens sjálfs, studdar af vinum hans og sumum sam flokksmönnum, ásamt tengda og venzlafólki. Ásgeir Ásgeirsson, fyrr- verandi forseti, hafði með hliðstæðum hætti um langt árabil stefnt að því markvist að verða forseti, og tókst hon um það. þótt hann væri að- eins studdur af minni hluta þjóðannnar. En um kjör núverandi for- seta gegndi öðru máli. Þjóðin vildi sjálf ráða vali forseta síns, og þegar þeir, sem frammá voj. u um að leita eft- ir álitlegu forsetaefni, höfðu fundið hinn rétta mann, lét þjóðin ekki sitt eftir liggja, en fylkti sér svo fast að baki forsetaefni sínu, að það var einsdæmi. Það hafði tekist að Framhald á bls. 4 GREIÐUGUÍt BANKASTJÓRI Talað er um það, bæði í gamri og alvöru, að Vest- mannaeyingum hafi opnast ný og aukin bankaviðskipti saeð opnun hins nýja banka- útibús Utvegsbankans í Kópavogi og að ríki banka- stjórinn frá Vestmannaeyj- um sé þar furðu greiðugur um lánveitingar og víxla- kaup af Vestmannaeying- um. 1 _______ SPÉSPEGLABROT Adam: Fyrsti apinn, sem uppgötvaði, að hann var ekki api. Hringur: Hringlaga lína með gat í miðjuimi. Forstjóri: Maður, sem kem mr of seint í vinnuna, þegar ég kem nógu snemma, en kemur nógu snemma, þegar ég kem of seint. Eihræðisríki: Staður, þar :sem ekki þarf að vaka alla r.óttina til þess að hlusta á E'osningaúrslit. Dans: Listin að flytja fæt urna fljótara en svo að dasfélaganum takist að stíga ofan á þá. Agi: Að gera það gagn- stæða við það, sem mann langar til. Séntilmaður: Maður, sem tekur út úr sér pípuna, þeg- ar hann kreistir konuna sína. Góðverk: Nokkuð, sem maður notar skáta til að gera. Húsmóðir: Eina, starfið þar sem 16 klukkustunda vinnutími er leyfður. t _____ RANNSÓKN Altalað er að Fjármála- ráðuneytið safi sett af stað rannsókn til athugunar á því, hve mikil brögð séu að því að skipaafgreiðslur láti vörur af hendi án þess þær séu tollafgreiddar og tollur greiddur af vörunum, áður en afhending þeirra fer fram. I þessu sambandi er sér- NORÐBI SRBFAR: Efnahagsaðgerðir viðreisnarinnar sákgi minna helzt á strntínn SAMI GRAUTUR......... Það er skammt stórra högga á milli. 20% innflutningsgjald kemur á allar innfluttar vörur 10 mánuðum eftir 33% gengislækkun. Ástæðan er nú talin vera minnkandi útflutningsverðmæti, sem má til sanns vegar færa, ef miðað er við ár- ið 1966. En sé miðað við árið 1964 er mismunurinn ekki ýkja mikill og má telja til stundarfyrirbrigðis. Gengislækkunin í fyrra hefði átt að vera miklu meira en nægileg til þess að mæta þessu áfalli, en það liggur annað og meira til gnmdvallar. Það er innan- lands verðbólga, sem orsakar aðallega ástandið í efnahagsmálunum og óhóf- legur fjáraustur úr ríkissjóði allt frá upphafi viðreisnarinnar. Segja má, að það hafi verið ríkis- stjórnin, sem kynnti undir kaupkröfum frá byrjun með því að auka útgjöld rík- isins ár frá ári unz fjárlögih hljóða nú upp á yfir 6 milljarða króna, eða milli 20—30% af þjóðartekjunum. Það þykir óhóf meðal menningarþjóða ef fjárlög- in fara upp fyrir 10%. Stór hluti fjárlaganna er hrein fjár- festing og yfirleitt illa skipulögð og ó- nauðsynleg á köflum. Sennilega hefur verið kastað milljörðum í tóma vitleysu í vegi, brýr, hafnir, félagsheimili með stuttu millibili og svo mætti lengi telja. HVAÐ GERA BER Verst af öllu er þó, að stjórnmála- mennirnir læra ekkert af mistökum sín- um. Þeir finna aldrei aðra úrlausn en skatta eða gengislækkun. Spamaður og höft eru liðin tíð segja þeir og lækna engin mein eða þá bara að þeim dettur ekki slíkt í hug. Þó hafa þeir verið að myndast við allskonar lánshöft og vaxta okur, en það heita ekki höft á þeirra máli. Sennilega hefði eina rétta úrlausnin á þeim vandamálum, sem að þjóðinni steðja í dag, verið, að draga saman út- gjöld ríkisins verulega og binda að nokkru leyti fjármagn til innflutnings og setja jafnvel höft á innflutning á vissum vörategundum, m.a. skipum og flugvélum í eitt ár a.m.k. Fjárfesting í opinberam byggingum hefði einnig mátt draga saman að ein- hverju marki í eitt ár og taka heldur erlent lán til stórframkvæmda, sem ekki þola bið. Með þessu móti hefði ver- ið hægt að leggja áherzlu á að koma útgerðinni á réttan kjöl og svo fiskiðn- aðinum í landi. Finna nýja markaði fyr- ir fiskinn og um leið stórauka fram- leiðsluna. Afnema ætti einokun á fiskútflutn- ingi í hvaða mynd sem er og ýta undir verzlunarmenn að kynna sér núverandi markaði og horfur og kippa þessum málum almennt í liðinn, enda eru þau í megnustu óreiðu. LENGI LIFI STRUTURINN Aðferð strútsins, að stinga hausnum í sandinn, þegar eitthvað óvænt ber að höndum, er hvergi að finna í nútíma hagfræði, nema þá hérlendis og hingað til hafa ekki úrræði íslenzkra hagfræð- inga borið neinn jákvæðan árangur til frambúðarlausnar á neinum vandamál- um íslenzku þjóðarinnar, enda er strút- urinn þeirra dýrlingur. Viðreisnarstjórain hefur nú verið reitt öllum strútsfjöðrum sínum, nema einni. Dýrðarljóminn er löngu farinn af henni með fjöðrunum og á hún nú að- eins eftir að segja af sér og biðjast af- sökunar, — og þótt fyrr hefði verið. Allar aðgerðir hennar hafa miðað að því að pína launþegann og það má enn leggja áherzlu á þá staðreynd. að hefðu ekki komið óhemju aflaár á tímabili hennar, hefði allt verið farið til andskot- ans fyrir löngu síðan. Það má bví segja, að við höfum skrimt þrátt fyrir við- reisnarstjórnina. Aum var ganga hennar og eftirmælin hljóta að verða í sama dúr. Þeir eru aldrei þessu vant heima allir ráðherr- arair núna, nema einn. Þessir fuglar þykjast vera með í því að stjórna heim- inum á allskonar erlendum ráðstefn- um og þingum. Þeir eru lánssamir út- lendingarnir, að okkar menn taka yfir- leitt ekki þátt í umræðunum. Víst er, að þeir í Ghana í Afríku, vilja örugglega ekki aftur aðalefnahagsráðunaut ríki; stjórnar Islands. Ekki er oss kunnugt um, hvort heim- kynni strútsins eru í Ghana, en þeir hafa örugglega heyrt hans getið þar. Norðri. i staklega talað um eitt skipa félaganna, sem muni hafa gerst alldjarftækt í þessum efnum, en þar fari saman, að forráðamenn viðkomandi skipafélags séu í hópi þeirra helztu aðila, sem vörur flytja með skipum þess og hafi sjálfir á hendi af- greiðslu skipanna og fái vör uraar þannig í sína umsjá og vörzlu. BRANDARI MKUNNAIi Það var á mjög fínu heim- ili, og þar var falleg stúlka vinnukona. Vandræðin voru þau, að á heimilinu var son- ur húsráðenda. Þernan varð vanfær, og húnmóðirin varð viti sínu fjær. Hún neitaði því eindregið að sonurinn væri barnsfaðirinn. Málið fór fyrir rétt. Þeg- ar þau standa frammi fyrir dómaranum, gengur móðir- in að syni sínium og opnar klaufina á honum. „Lítið þér á, dómari,“ seg- ir hún. „Haldið þér að þetta litla dauðyfli héma sé faðir barnsins?“ Þá segir pilturimi: „Nú verðurðu að sleppa, mamma annars töpum við málinu!“

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.