Ný vikutíðindi - 28.03.1970, Blaðsíða 4
4
NÝ VIKUTÍÐINDI
- Kynlíf
Framhald af bls. 3.
útskýringar mega bíða þar
til seinna.
Er rétt að blanda öðrum
lífverum í skýringarnar?
Við þvi er ekkert almennt
svar. Barnið langar ekki til
að vita um fiðrildi — ef svo
væri, myndi það spyrja um
þau. Það langar að vita um
fóllc, og sér í lagi nýja barn
ið í næstu íbúð. En þó er
ekki á móti því að segja
barninu, að læður, kýr og
konur eigi allar börn sín
mjög á sama hátt. Það víkk
ar sjónarsvið þess og veitir
því skilning á veröldinni,
sem það lifir í, og samræm-
inu í sköpunarverkinu.
Stundum hafa foreldrar á
hyggjur af því, að barnið
spyr aldrei um neitt varð-
andi kynferðismál. Þá má
ganga að þvi visu, að ein-
hver annar hefur sagt barn-
inu, að ekki væri orð liaf-
andi á slíkum máJum. Barn-
ið skortir ekki forvitni, held
ur hugrekki til að spyrja
foreldra sina. Þá er það
foreldranna að bæta úr.
En varast skyldi alla
fræðslufyrirlestra.
Bezta aðferðin er að
minnast á málið við fyrsta
tækifæri: „Veiztu, að það
er fætt nýtt barn i
næsta húsi?“ eða „Vissirðu,
að kisa ætlaði að fara að
eiga kettlinga?“ Svóna
nokkuð getur gengið sem
byrjun, síðan koma spurn-
ingarnar af sjálfu sérl 111
Þegar svo er komið, er
rétt að leiðrétta misskiln-
ing, sem safnazt hefur fyrir.
Foreldrið spyr: „Hvernig
heldur þú, að kettlingar fæð
ist?“ Eða: „Hvað liélztu,
þegar þú varst yngri?" Á-
stæðan til þess er augljós.
Sex ára barn viðurkennir
fúslega, að fimm ára vesa-
lingur geri sér heldur bjána
legar hugmyndir. Með því
að segj a, hvað hann hélt áð-
ur, forðar hann sér frá
vandræðum, ef hugmyndir
hans skyldu vera fjarri l'agi.
Hann þarf ekki að játa, að
hann trúi enn þessum bjána
legu sögum. Þegar búið er
að brjóta isinn, heldur barn
ið áfram að koma til for-
eldra sinna með þær spurn
ingar, sem fyrir koma.
Ættu feður að svara spurn
ingum drengja, og mæður
spurningum dætra? Hvort
foreldrið, sem spurt er
ætti að svara. Og það er
bezt, að spurningarnar séu
lagðar fyrir þau i samein-
ingu. Það gefur barninu þá
hugmynd, að kynferðismál
séu eðlilegt umræðuefni, og
kemur i veg fyrir þá skoð-
un, að nokkuð sé óhreint í
sambandi föður og móður.
Seinna á ævinni ber auð-
vitað ýmis vandamál á
góma. Unglingsstúlkur
koma auðvitað til mæðra
sinna, er þær byrja að hafa
tiðir.
Það, sem hér hefur verið
drepið á, miðast við að
draga sem mest úr því hug-
arangri, sem börnum hættir
svo til i sambandi við kyn-
lífið. Spurningum barnanna
á að svara hreinskilnislega.
Ef sérhverri er svarað, um
leið og hana ber á góma —
svarað stutt og laggott —
öðlast barnið smám saman
rétta mynd af æxlunarstarf
inu. Það verður aldrei til að
valda skelfingu og misskiln-
ingi. Æxlunarstarfsemin
verður i augum þess eðlileg
lífshræring — eins og nátt-
úi*an ætlast til.
☆
— Dagblöðin
Framh. af bls. 1.
um. Mun hagdeild ríkisins
nú spyrna fast gegn því að
þau fái nokkra auglýsingu,
sem ríkissjóður þarf að ann
ast greiðslu á, hver sem því
veldur.
Þetta er ritfrelsið á Is-
landi í dag.
Furðar þá nokkur sig á
því, þótt verð frjálsu blað-
anna þurfi að vera hærra
en hinna múlbundnu ríkis-
styrktu blaða pólitízku
flokkanna?
☆
■ Þfóðsaga
Framh. af bls. 7.
og fögur stúlka. Hún hét, að
ég held, Marta. Hún var svo
áðdáanlega, að al'lir fengu
ást á henni, sem sáu hana,
en hún leit ekki við neinum,
nema hinum unga og ást-
fangna eiginmanni sinum
Matthíasi.
En svo veitti hún því at-
hygli, að Matthías var far-
inn að verða þungt hugs-
andi og viðutan, og að svo
virtist sem ást hans á henni
færi dvínandi og liann
eyddi heilum dögunum einn
uppi á Djöflakletti, eyðileg
um og ömurlegum stað, þar
sem allir aðrir forðuðust að
koma. Og að lokum gat
Marta ekki afborðið þetta
leþgur.
Eitt kvöldið fylgdi liún
manni sínum eftir á laun.
Hún sá liann setjast á stall
og einblína niður á vatnið.
Og er hann sat þannig,
virtist koma ólga á yfirborð
vatnsins þar til í ljós komu
nokkur undurfögur höfuð á
stúlkum. Andlit þeirra voru
fegurri en orð fá lýst, en
hins vegar liöfðu þær sporð
i stað fótleggja.
Þetta varð hinu ástheita
hjarta Mörtu ofraun. Hún
hrópaði hágrátandi: „Fyrst
þú annt þeim meira en mér,
þá ætla ég að verða ein af
þeim og vinna þannig ást
þina aftur.“ Með þessum orð
um lcastaði hún sér fram af
berginu ofan i vatnið.
Þá var eins og álagaham-
ur félli af Matthíasi. Honum
varð ljóst, hvað gerzt hafði, I
æpti upp yfir sig og stökk á
eftir sinni ástfólgnu konu.
En vatnið tók aftur að ólga
og mynda djúpa öldudali.
Vatnadisirnar fögru liróp-
uðu: — Við eigum liann, og
drógu Matthías niður i djúp
in.“
Klunin hafði lokið sögu
sinni og þagnaði. Vosduk-
hov mælti ekki orð af vör-
um. Hann var gagntekinn
af ógnþrunginni tign þjóð-
sögunnar. •
☆
- Listgagrýni
Framh. af bls. 8.
bægslagang og ónákvæmni
Róberts Abrahams, og ekki
er það honum að þakka, að
ekki fór allt úr skorðum.
Þessari frammistöðu hæl-
ir Edelstein á hvert reipi og
aðrir elta.
Er nokkurt samræmi og
heiðarleikur i slikri fram-
komu, eða hvað finnst al-
menningi ?
Skorið á útvarpið að end-
urflytj a verkið í heild og
lilustið!
NORÐRI.
☆
— Atvinnnvegir
Framhald af bls. 1.
heild, þar sem fiskiðnaður-
inn er hagnýttur til þess að
gera aflafenginn sem verð-
mætástan til hagsbóta og
tekjuöflunar fyrir útgerð-
ina.
Ein’s og nú er ástatt í fisk-
veiðum íslendinga, þá á
þjóðin allstóran fiskiskipa-
flota, en þó í einhæfara lagi,
en þannig hefur verið að út-
gerðinni búið á undanförn-
um árum, að útgerðin, í
heild, er févana og skuldum
blaðin, og ekki almenn sam-
staða eða áhugi til útgerðar-
reksturs meðal einstaklinga
eða félaga.
Skuldasöfnun
Með svipuðu áframhaldi
útgerðar, sem nú tíðkast, er
líklegt að þeim einkaaðil-
um, sem við útgerð fást,
haldi áfram að fækka, en
áhættan af útgerðarrekstr-
inum haldi áfram að færast
meir, eftir því sem tímar
líða, yfir á opinbera aðila,
sveitar- og bæjarfélög og
ríkið, verði ekki sú skipu-
lagsbreyting gerð á rekstr-
inum að útgerð veiðiskip-
anna njóti alls raunliæfs
verðmætis aflans, í stað
þess, sem nú er algengast,
vegna of lágs fiskverðs og
óhagkvæms reksturs, sé
inikill hluti útgerðarinnar
rekinn með tapi, skuldasöfn
un og ríkisstyrkjum.
Þátttaka almennings
Æskilegt væri að koma
upp atvinnurekstri við
sjávarsíðuna í því formi, að
almenn þátttaka fólksins í
i byggðarlögunum fengist
auk þátttöku sveita- og
bæjafélaga og jafnvel sjálfs
ríkisins.
Ólíklegt er þó, að slík al-
menn þátttaka fengist af
hálfu almennings, með öðr-
um hætti en þeim, að sveita-
og bæj afélögin tækju ábyrgð
á framlögum fólksins og t.d.
ríkið ábyrgðist árvissar
vaxtagreiðslur af hinu fram-
lagða fé.
Vitanlega væri þetta með
vissum liætti hreinlega
opinber rekstur, en þó gæti
slíkt fyrirkomulag skapað
ábyrgari rekstur og jafnvel
laðað til sín fé, sem ella
fengist ekki, og með þessum
hætti væri hægt að byggja
upp varanlegar atvinnu-
stofnanir í viðkomandi hér-
uðum, sem ekki flyttust burt
eins og oft vill verða með
tæki einstaklinga og einka-
félaga.
Eftir síðara heimsstríðið,
þá var svokölluðum bæjar-
útgerðum komið upp, og
vegnaði misjafnlega. Lögð-
ust sumar þeirra niður aft-
ur, en aðrar eru enn við lýði.
Nú hin síðari árin liafa ýms
héröð, með að vísu öðru
félagsformi, horfið aftur til
þessa ráðs.
Endurnýjun vinnslu-
stöðva
Á næstu árum verður
ekki komist hjá því, að
endurbyggja, umbyggja eða
að byggja að nýju flest ef
ekki öll frystihús og fisk-
vinnslustöðvar i landinu,
liliðstælt því sem samvinnu-
félagsskapurinn er að gera
iriéð sin fiysti- og slálurhús.
Eðlilegt og nauðsynlegt
væri að framkvæmd væri
heildarathugun þessara
mála, með það fyrir augum,
að sameina smærri fisk-
vinnslufyrirtæki í stærri
fyrirtæki, og þar sem til ný-
byggingar þarf að koma eða
umbyggingar, þá að slikar
fiskvinnslustöðvar væru
fluttar til þeirrar hafnarað-
stöðu, að liægt væri að landa
aflanum úr veiðiskipunum
beint úr skijiunum í fisk-
vinnslustöðvarnar og með
hliðstæðum hætti að geta
lálið fullunnar fiskafurðir
renna á færiböndum um
borð í flutingaskip, sem
flytja afurðirnar á erlenda
markaði.
En til hliðar við þetta
kæmi svo til greina að sam-
eina útgerðarreksturinn i
stærri samstæður heldur en
nú gerist. Hitt mun ávallt
reynast happasælt, þar sem
því verður við komið, að
skipstjórar eigi sjálfir skip
þau, er þeir veiða á.
Fámennisfélög
Stefna núverandi ríkis-
stjórnar liefur verið sú, að
koma sem mestum eignum
yfir á fáa einstaklinga og fá-
mennishlutafélög, og hefur
það gefist misjafnlega.
Átakanlegasta dæmið i
þessum efnum eru ef til vill j
þó Vestmannaeyjar, stærsta j
og árvissasta veiðistöð
landsins. Þar hafa sam-
starfsfélög útgerðarmanna
undantekningalítið verið
brotin niður með banka-
valdi og gerð að fámennis-
félögum, með þeim afleið-
ingum, að stórar fiskverk-
unarstöðvar standa verk-
efnalitlar á sama tíma og
öðrum aðilum eru lánaðir
milljónatugir til þess að
byggja upp hliðstæða og al-
óþarfa aðstöðu til samskon
ar reksturs.
Enda er nú svo komið, að
heildarárangur fiskvinnslu
og útgerðar, umfram at-
vinnutekjur þeirra, sem við
þessi fyrirtæki vinna, lend-
ir hjá tveimur aðilum, báð-
um búsettum í Reykjavik,
þótt annar aðilinn hafi sýnd
arheimilisfang í Vestmanna
eyjum.
Að svipuðu atvinnufyrir-
komulagi virðist stefna víð-
ar, þar sem menn, búsettir
í Reykjavík, hafa eignarráð
lífæða atvinnureksturs
hinna dreifðu byggða. -x
☆
— Fjármögnurs
Framh. af 1. síðu.
sanngjarnt. En í þeim um-
ræðum og ádeilum hefur
þess ekki verið nægilega
gætt að greina á milli þess,
sem aðalbankastjórinn, dr.
Jóhannes Nordal, fram-
kvæmir að boði ríkisstjórn-
arinnar og þess, sem hann
lætur framkvæma af Setji^,.
bankans hálfu sem venju-
Iegur bankastjóri, er vegur
‘ metur einstakar afgreiðsl
ur og ákvarðanir eins og
aðrir venjulegir bankastjór-
ar, sem að vísu eru lægra
settir í valdakerfi bankanna.
Heildarstefnan í fjármál-
um þjóðarinnar er ákveðin
og mörkuð af rikisval'dinu
eins og það er skipað á hverj
um tima. Þótt stjórn Seðla-
bankans sé ráðgjafi stjórn-
valda og geri tillögur um
hinar ýmsu aðgerðir, þá er
það ríkjandi rikisstjórn,
sem úrslitavaldið hefur í
slíkum efnum; og það væri
ekki auðvelt að stjórna fjár
málum ríkisins án slíks
valds.
Helztu ádeiluefnin
Það, sem hæst ber i ádeil-
unum á Jóhannes Nordal,
er aðgerðirnar til viðrétt-
ingar nokkrum stórum fyr-
irtækjum, sem komin voru
í reksturfjárþrot og hefðu
skapað mikil fjárhagsleg af-
hroð, ef þau hefðu stöðv-
ast og lagst í rúst. Hæst ber
í þessum umræðum Ullar-
verksmiðjuna á Álafossi, Ö1
gerðina Sana á Akureyri,
Slippstöðina á Akureyri og
liótelbyggingu i húsi Kr.
Kristjánssonar við Suður-
landsbraut.
Ef um réttmæt ádeiluefni
er að ræða i þessum efn-
um, þá eiga þær ádeilur
fyrst og fremst að beinasí
gegn viðskiptabönkum við-