Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.07.1973, Síða 1

Ný vikutíðindi - 27.07.1973, Síða 1
Ka'T? WD DSCLD Föstudagurinn 27. júlí 1973. — 29. tbl., 16. árg. — Verð 40 krónur Efni m.a.: Hættulega freist- andi stúlka. Flókift mál. „Danmark”- leiðangurinn. „Konunginn vantar”! Þeir skipta með sér störfum Sjónvarp—Keflavík. Brandarar o.m.fl. Hjónin voru varla gift - en nutu góðs af rikinu - 30.000 kr. á mánuðif Takk! Óprúttið fólk hefur nú fundið upp enn eina aðferð til að hafa fé útúr ríkinu. Þessi nýja aðferð er fólgin í því að hjón, sem eiga mörg börn en hafa knappan fjár- hag sækja einfaldlega um skilnað. Maðurinn getur á margan hátt komið sér hjá því að vinna og þar með er ekki hægt og rukka hann um barnsmeðlögin. Konan getur hins vegar farið mán- aðarlega í Tryggingastofn- un ríkisins og fengið þaðan greitt út meðlag með börn- unun. Að sjálfsögðu er hér aðeins um málamyndar- skilnað að ræöa í svona til- fellum. Enn eykur „Vísir” veldi sitt Ekki lætur Vísir sér nægja að yfirtaka ótöluleg- an fjölda af hinum og þess- um blöðum. Nú hefur Vísis- grúppan ákveðið að hefja eánnig bókaútgáfu, og er reiknað með að útgáfan hefji starfsemi sína nú í haust. Ekki er hér þó eingöngu um að ræða áka/a í að víkka starf Vísismanna enn- þá meira út heldur en gert hefur verið til þessa. Á bak við ákvörðunina um bóka- útgáfu býr líka, það, að tr.vggja núverandi forystu- mönnum Vísis farmtíðar- starf ef svo fer sem horfir að Geirs-klíka Hallgrímsson- ar nái yfirtökum á útgáfu blaðsins. Sjaldan hefur verið meiri gróska í skáldsagnaritun hérlendis, og það er vitað mál, að nú þegar hefur þess- ari fyrirhuguðu útgáfu bor- izt nokkuð a/ handritum til útgáfu. Verður fróðlegt að vita, hver viðbrögð andstæðinga Vísis innan Sjálfstæðás- flokksins verða við þesari útgáfu. Hætt er við að t.d. Bald- vin í Amenna Bókafélaginu muni ekki sitja hjá aðgerða- laus, en hann er eánn af þeim sem nú reyna allt til að ná áhrifum innan útgáfu- félags Vísis. Skilnaður vegna „lang- varandi ósamkomulags“. Ekki alls fyrir löngu fengu hjón ein skilnað „vegna langvarandi ósam- komulags.“ Þetta ósam- komulag hafði verið svo langvarandi og magnað, að þau áttu saman níu börn og það yngsta var ekki nema nokkurra mánaða. Hins vegar var maöurinn lítt hneigður til vinnu og þurfti að þiggja af sveit. Eftir skilnaðinn fékk konan hins vegar um 30 þúsund krónur í meölag með barna- hópnum. Maðurinn aftur á móti flutti heimilsfang sitt á yfirborðinu til bróður síns, en bjó áfram með eiginkon- unni fyrrverandi og naut góðs af barnasmeðlaginu,. sem hún fékk greitt í hans nafni. Að sjálfsögðu greiddi hann ekkert af því til rík- isins, enda ekki í fastri vinnu og því erfitt að ná því af honum. í svona tilfellum er lítið sem ekkert hægt aö gera til að ná tangarhaldi á við- komandi fólki. Kvíabryggja er ekki staður, sem getur þeim mönnum, sem ekki standa í skilum meö barns- meölagið, og því reka menn aðeins upp tröllahláttur ef þeim er hótað með vist á þeim staö. Ógreidd barns- meðlög munu nú nema að líkindum tugum milljóna króna yfir allt landið og allt bendir til þess, aö talan muni stórum hhækkandi á næsta árum. Framh. á bls. 4 Fatafella vikurmar Aidurstakmarkafjarstæðan Er löggjafinn gamalær? Sífellt eykst ásókn smá- stelpna inn á vínveitinga- hús borgarinnar. Er nú svo komið, að fjöldinn allur af 15 - 16 ára gömlum smá- píum eru fastagestir á þess- um stöðum um helgar. En fæstar kunnu þær að hegða sér samkvæmt því, sem hingað til hefur þótt sæma Túristinn plokkist! Óhollt sjónarmið Samfara vaxandi ferða- mannastraumi hefur til- hneiging til að okra á ferða- mönnum farið vaxandi. Er nú svo komiö, að þriöja flokks hótel í höfuöborginni virðast vera farin aö selja saklausum útlendingum herbergið á dýrara veröi en beztu hótelin setja upp. Um þetta fékk blaðið áþreifanlega sönnun hér á dögunum. Erlendur ferðamaöur kom seint um kvöld til Reykja- víkur eftir ferðalag um landið. Hann fékk inni á „ódýru“ hóteli 1 borginni og fór þaðan árla morgunin eftir. Fyrir gistinguna var honum gert að greiöa tæp- ar 1500 krónur. Þótti hon- þetta allmikiö en lét Skömmu landinu, um þó kvrrt liggja. fyrir brottför af dagiun eftir gistinguna, fór hann þó að kanna, hvað beztu hótelin í borginni seldu eins manns herbergi á, og kom þá í ljós, að þau voru 200 krónum fyrir neð- an áðurgreint verð. Samkvæmt könnun á herbergisverði, þ.e.a.s. réttu verði á þessu hóteli, er verð- ið mun lægra en umrædd- um manni var gert að greiða. Þetta er þó aðeins eitt lítið dæmi um, að sumir hóteirekendur og veitinga- menn hika ekki við aö setja upp mun hærra verð fyrir veitta þjónustu, heldur en heimilt er og löglegt getur talist. En Island er orðiö það dýrt ferðamannaland að vart er á bætandi, og því verður aö gæta þess vel, aö slíkar viðskiptaaðferðir nái ekki aö breiðast út meira en þegar er orðið. Til fjölda ára hafa sjoppu- Framhald á bls. 4 Margar bjóða blíðu sína á opinskáan og frekjulegan hátt, — heimta vín af karl- mönnum, og ósjaldan kem- ur það fyrir aö þær ná ekki til salernis, áður en þær skila upp úr sér kokkteiln- um, sem þær hafa drukkið af álíka græðgi og kók! Því miður virðist örugt að koma í veg fyrir þessa á- sókn, meðan enginn ungl- ingastaöur er til. Margar þessarar stelpna eru orðnar líkamlega þroskaöar og því erfitt fyrir dyraverði að geta sér til um réttan aldur þeirra. En benda má dyra- Framh. á bls. 4 Varpað á dyr af þrem lögregluþjónum - vegna klæðaburðar Sjónavottur segir frá. — Hvenær ætla veit- ingahúsin að viðurkenna tízkuna í dag? Þrir fílefldir lögreglu- þjónar stormuðu nýlega inn á einn þekktasta skemmti- staðinn í borginni skömmu fyrir lokun. Gengu þeir rakleitt að kunnum menntamanni og borgara og leiddu hann út. Þar sem viðkomandi mað- ur var með öllu ódrukkinn, héldu gestir staðarins að liann hefði drýgt einhvern stórglœp og hans verið leitað En þvi var ekki aö heilsct* Framhald á bls. 4

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.