Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 25.01.1974, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 25.01.1974, Blaðsíða 6
6 NÝ mWÍÐfNDI ans sótbölvuðu og drukku sig fulla. Butler sjálfur var fok- reiður, því að hann hafði gert sér vonir um, að sér yrði boð- ið að horfa á þessa einstæðu fegurðarsýningu, þótt hann væri kvæntur maður. — ★ — VERKFRÆÐINGUR að nafni Hector Delacroix, er leit á Henriettu Carlmont sem ást- mey sína, hafði lengi verið þunglyndur vegna þess að hún neitaði honum um aðgang að svefnstofu sinni. Og nú, er hann heyrði um þessa ákvörð- un hennar, gekk hann alger- lega af vitinu. Að kvöldi 3. ágúst, réttum sólarhring fyrir dansleikinn, gekk Delacroix til Henriettu, er hún var að stíga upp í vagn sinn fyrir utan Vireau-leikhús- ið, og hvíslaði einhverju að henni, sem enginn heyrði. Hún hristi höfuðið með þrjózku- svip. Greip hann þá hníf úr belti sínu og rak hann í háls ung- frú Carlmont. Síðan dró hann blóðugan hnífinn úr sárinu og rak hann í brjóst sitt, og féll dauður yfir kjöltu hennar í vagninum. Þetta morð og sjálfsmorð vakti meiri reiði borgarbúa en nokkur annar atburður, síðan verkfallið hófst. Alls staðar heyrðist hróópað: „Hengið Butler! Hann er hinn raunverulegi morðingi!" Stúlkur Emmu Johnsons hengdu hræðu úr strái af Butl- er á húsþaki hennar. Flokkur norðanhermanna kom og skar hana niður. — ★ — Kynblendingsstúlkurnar héldu dansleikinijr kvöldið eft- ir, til heiðurs Henriettu, til marks um fyrirlitningu sína á Butler og öllum karlmönnum. Margir spáðu, að koma myndi til blóðsúthellinga, og sú varð einnig raunin á. Fyrir utan Salle d’Orleans safnaðist saman múgur reiðra karlmanna. Margir voru drukknir. Þeir hrópuðu ókvæð- isorð og köstuðu fúleggjum og skemmdum ávöxtum í glugg- ana. Innan úr húsinu heyrðust danslög hljómsveitarinnar, sem mynduð var af svörtum þræl- um. Stúlkurnar dönsuðu hver við aðra, og dregið var fyrir alla glugga. „Náum í þær,“ æpti drukk- inn hafnarverkamaður. „Lát- um þessar blökkustelpur ekki vera að gera sig stórar. Til fjandans með allt verkfall." Jafnvel nokkrir vel klæddir hefðarmenn slóust í lið með óþjóðalýðnum, er hann réðist að húsinu. En þeirra biðu ó- væntar móttökur. Dyrnar voru opnaðar upp á gátt, og átta samkvæmisklædd- ar konur skutu beint á hóp- inn af rifflum og skammbyss- um. Þrír menn biðu bana og sex særðust. Þegar þeir, sem aftar voru i mannfjöldanum, ýttu hinUm fram, hætti hljóðr færaleikurinn, og 130 stúlkur, þær fegurstu í öllum suður- ríkjunum að allra áliti, þustu út um dyrnar og lögðu til orr- ustu við ofbeldismennina. Þær réðust á þá með hattaprjón- um, stólum, rakhnífum, nögl- um og tönnum, æpandi og öskrandi, og skeyttu ekkert um kjóla sína. Lagleg 19 ára stúlka rak búrhníf í kvið eins hafn- arrónans og sneri honum þang- að til innyflin féllu út. Nokkr- ar stúlknanna tróðust undir, en stallsystur þeirra hægðu ekki á sókninni, heldur stigu yfir þær til að lemja, skjóta, klóra og stinga hafnarrónana, her- mennina og alla heiðvirða borgara, sem orðnir voru hálf- brjálaðir af kvenmannsleysi. Loks kom skotliðaflokkur með litla fallbyssu og skaut nokkrum aðvörunarskotum yf- ir hópinn. Eitt skotið hæfði reykháfinn á Salle d’Orleans, svo að hann hrundi yfir um- sátursmennina. Þar hJutu fjór- ir menn höfuðkúpubrot. Þegar hér var komið, kast- aði fáviti nokkur logandi druslu inn í húsið. Kviknaði þegar í gluggatjöldunum, og brátt stóð samkomusalurinn í björtu báli. Kynblendingsstúlk- urnar og hljómlistarmennirnir ruddust út um dyr og glugga, en nokkrar stúlknanna komust ekki út vegna þrengslanna og urðu eldinum að bráð. Þegar tölur voru birtar um mannfallið, varð borgin, þjóðin og allur heimurinn skelfingu lostin. Átta karlmenn voru dauðir eða alvarlega særðir, og 20 stúlkur höfðu brunnið inni. Gleðikvennaverkfallið hafði náð hámarki, og borgin stóð á öndinni og beið eftir næsta leik . . . — ★ — STJÓRNIN í Washington gat nú ekki lengur lokað augun- um fyrir hinum hræðilegu af- leiðingum, sem heimska Butl- ers og tilskipun nr.' 28 höfðu haft. Þann 7. ágúst, 1862, var hershöfðinginn ley^tur frá störfum og kallaður heim — forríkur, en fullur beiskju í garð kvenanna í New Orleans, sem höfðu sigrað hann að lok- um. ' Maggie Thompson boðaði til síðasta fjöldafundar síns. Á annað þúsund konur með sorg- arslæður vegna látnu kyn- blendingsstúlknanna, hlustuðu á hana tilkynna: „Verkfallinu er lokið! Til vinnu eins og venjulega, stúlk- ur. Og þökk fyrir samvinn- una.“ Þegjandi, án neinna sigur- ópa, tóku þær niður spjöld sín, fána og veifur og opnuðu dyrnar fyrir viðskiptavinum sínum sama kvöldið. Hermenn og borgarar í New Orleans rökuðu sig, fóru í hreinar skyrtur, stungu peningum í vasann og fóru aftur út á lífið. Öllum létti. Menn bægðu beiskjunni og hatrinu frá huga sínum ásamt minningunni um tilskipun nr. 28. New Orleans var aftur New Orleans. □ « Sport Framhald af bls. 8. Skapráður knatt- spyrnumaður Hinn 24 ára gamli knatt- spyrnumaður í meistaraflókki, Werner Fahrion í Wúrtem- berg, veitti einum mótherja sínum heljarþungt kjaftshögg, þeim. Það varð að bera mann- inn út af vellinum, og hann þurfti að vera undir læknis- hendi í mánaðartíma á eftir. Fahrion var dæmdur í hálfs árs keppnisbann. En á fyrsta kappleik, sem hann lék, eftir að banntíminn var útrunninn, tók ekki betra við. Honum sinnaðist svo við dómarann að hann réðist á hann með hnúum og hnef- um! En þá var öllum nóg boð- ið, og hann var dæmdur í ævilangt keppnisbann. Það merkilega er, að Fahri- on er sjálfur dómari. Hann er kvæntur, og til þess að hann þyrfti ekki að leggja fótbolta- skóna alveg á hilluna, hefur félag hans ráðið hann sem þjálfara fyrir unglingaliðið. Skiíjanlegt Þegar hjólreiðakappinn An- agnostopoulos gafst upp við að hjóla „krinkum Frakk- land“, fékk hann þakkarbréf frá vélsetjurunum við stórt franskt dagblað. Milljarður fyrir sjónvarpsréttindi Gífurlegur áhugi er nú á vetrarólympíuleikunum 1976. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC keypti nýlega einkarétt- indin á sjónvarpssendingum frá þeim um víða veröld fyrir næstum milljarð kr., reiknað í íslenzkri mynt. Annars berast þær fregnir frá New York, að amerískir íþróttaþjálfarar hafi mótmælt því, að sumarólympíuleikirnír fari fram í Moskvu 1980. Áúk' þess hafa ítalskir olympíusig- urvegarar gagnrýnt, að leik- irnir skuli haldnir í Moskvu. Einstakt met Argentíski knattspyrnumað- urinn Pedro Berenguero hefur orðið frægur á alveg einstak- an hátt. Hann á sem sé argen- tínskt met í sjálfsmörkum. Á síðasta ári tókst honum að „læða“ boltanum 11 sinnum 1 netið hjá markmanni síns eig- in félags! í fyrsta skipti Árið 1906 tók kvennmaður í fyrsta skipti þátt í bílakapp- akstri. Þetta var í Englandi, og konan hét Muriel Thomp- son. Hún var raunar ekki slakari en það, að hún varð sigurveg- ari í keppninni. • Bréfabunkinn Framhald af bls. 1. farið! Og vitaskuld er snæris- spottinn ekki undanskilinn!! Slys henda alltaf með ýmsu móti, og það er hægt áð fara ýmsar leiðir til þess að reyna að fyrirbyggja þau, án ofbeld- isaðferða. Borgari.“ Þessa skoðun teljum við eiga fullan rétt á sér og látum hana því koma hér fram athuga- scmdalaust. Frumstæð hvítölsverzlun „Það er hörmuleg þróun hjá Ölgerðinni Agli Skallagríms- syni, að það skyldi þurfa að skammta 10 lítra af hvítöli á mann fyrir hátíðar, og ekki nóg með það, heldur var af- greiðslan slík, að maður, sem fór að sækja skammtinn, hélt sig vera kominn inn í kram- búð af verri endanum frá því fyrir áratugum síðan. Þarna var biðröð í grimmd- arfrosti hjá gjaldkera og önn- ur biðröð í öðrum eins gaddi meðan tappað var á kútana. Ölkær.“ Bréfritarinn lét að sjálfsögðu nafn sitt fylgja, sem hann ósk- aði að ekki yrði birt, svo við leynum því vitanlega, því það er ófrávíkjanleg regla. En við þekkjum hann og efumst ekki um að hann fer með rétt mál. En við gerum það að tillögu okkar, að hvítöl fáist í mörg- um brúsastærðum í öllum mat- vöruverzlunum a. m. k. fyrir næstu jól. Bjórkassinn á 2500 kr. „Fyrir hátíðir bað fólk úti á landi mig að kaupa fyrir sig rauðvín til jólanna. Beiðnin kom rétt fyrir Þorláksmessu, og þar sem ég er lítt hneigður fyrir að standa í biðröðum eða þeim troðningi, sem ávallt er í vínbúðum hér fyrir stórhátíð- ir, bjargaði ég málunum á ann- an hátt. Ég keypti kassa af alvöru- bjór á svörtum markaði. Og hvað haldið þið að hann hafi kostað? ...Eipa,!! Jítlar , 250,0 krónur. Hvað um löglegan almenni- legan íslenzkan bjór? Frjálslyntlur.“ Þetta með alvörubjórinn ís- lcnzka er orðið aðka.llandi al- vörumál. Hví sefur Alþingi? Er Pétur sjómaður búinn að gefast upp? Ábyrgð sérfræðinga „Það er kominn tími til — og raunar lágmarkskrafa — að þeir verði sóttir til saka, sem sekir eru um rafmagnsskortinn og þær truflanir, sem sífelldar rafmagnstruflanir valda. Byggðar eru stórvirkjanir hver á fætur annarri, en ekk- ert dugar. Þetta er dálítið kúnstugt system — sannkölluð hringavitleysa. Hvað skyldi t. d. Álverið í Straumsvík hafa tapað mörg- um milljónum á þessum raf- magnsbilunum? Rafmagnsnotandi.“ Þetta er mál, sem er þcss vert að vekja athygli á. A'uð- vitað eiga allir að vera ábyrgir gerða sinna, ekki sízt þeir próf- lærðu sérfræðingar, sem vegna mistaka valda öðrum tjóni, hvað sem fræðingurinn heitir og á hvaða sviði, sem hann er. Nýjung í slysavarnamáhim „Nauðsynlegt er að stokka upp slysavarna- og björgunar- klíkufélög okkar. Hvaða vit er í því að allir þessir söfnuðir, eins og Flugbjörgunarsveitin, Hjálparsveit skáta o. s. frv. skuli ekki vera deildir undir einni yfirstjórn — og þá sjálf- sagt Slysavarnafélags íslands? Vonandi koma t. d. að eirt- hverju gagni þau tæki, sem nýlega eru komin til landsins og eru ætluð ti'l að fletta bíl flökum utan af þeim, sem eru klemmdir inni í þeim. En til þess þarf að vera fulikomin samvinna allra björgunaraðila. Óli óheppni.“ Sjálfsagt hefur þú rétt að mæla, þótt ekki tökum við undir hin stóru orð þín. Slík tæki þyrftu auðvitað að vera til víða um land, þvi ið'U- lega — og jafnvel nú nýlega — kemur það fyrir, að stór- slasaðir menn eru klemmdir inni í illa förnum bíl, eftir að árekstur hefur orðið, og að erf- itt reynist að losa þá. Má nærri geta um líðan þeirra í því ástandi. Öfrómleiki „Hjá milljónaþjóðum, eins og t. d. Vestur-Þýzkalandi, eru kirkjur opnar alla sunnudaga og helga daga, án þess að nokkur vörður sé þar hafður. Þar eru samskotabaukar, eða gjafabaukar, sem þjófar sneiða algerlega hjá — nema þá til að gefa í þá. Hér á landi er á þessu hafð- ur annar háttur. Ef kirkja yrði skilin eftir opin og vörzlulaus, yrði stolið úr henni öllu laus- legu — jafnvel á jólunum. Það er líka fjandi hart, að ekki skuli mega skilja eftir ó- læstan benzíntank yfir nótt, 'því viðbúið er að hann sé tóm- ur að morgni — og það á sjálfum jólunum. Austurbæingur.“ Það er rétt, sem þú segir. Stolið hefur verið úr sam- skotahaukum í íslenzkum kirkjum, þótt furðulegt kunni að virðast. Einnig hefur iðu- Iega verið stolið benzíni af bíl- um að næturlagi, sem kannske hefur verið ill nauðsyn, þar til fyrir nokkru að olíufélögin fóru áð hafa benzínsjálfsölu við Umferðamiðstöðina. Ófrómleikinn ríður samt ekki við einteyming. Skemmtilegra sjónvarpsefni „Sjónvarpið er orðið svo frá- munalega leiðinlegt, að undan- tekning er ef horfandi er á einhvern dagskrárlið þess. Það væri aumara ef maður gæti ekki notið útsendinga varnar- liðssjónvarpsins, með sinni fjöl- breyttu og skemmtilegu dag- skrá, en sem betur fer tekst mér að ná útsendingu þess sæmilega. Það er annars furðulegt, að fólk skuli sætta sið við þann austræna fjósalýð, sem hér virðist ráða lögum og lofum nú á tímum og stefna að vasa- pelafylliríi á öllum sviðum. Assa.“ Já, fólkið hefur viljað leiki frá alda öðli og sættir sig ekki við að lifa á brauðinu einu saman. Það er að vísu Iofsvert að beita fjölmiðlum til mennta og þroskunar — sé það ekki gert með áróð'ur fyrir vissar stjórn- málastefnur í bakhöndinni eins og nú er í sjónvarpi og út- varpi. En hætt er við að fólk skrúfi fyrir svo einhliða efnl rifna og blóðuga samkvæmis- [þegar dómarinn sneri baki við

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.