Nýi tíminn - 29.03.1943, Blaðsíða 3
NÝI TÍMINN
3
Fjöllura, að undanteknu all-
miklu af Vestfjörðum. Og það
má náttúrlega hamingjan vita,
hvort hún er ekki komin yfir
þessar varnarlínur.
Hverjir bera ábyrgðina? Tví-
mælalaust valdhafarnir — ríkis-
stjórn íslands. Hún ber ábvrgð á
því, að karakúlféð var nokkurn
tíma flutt inn og ekki síður hinu,
að það skyldi ekki vera einangr-
að lengur en raun ber vitni. —
Dýralæknarnir eiga líka sína
þungu sök á því, hvernið komið
er. Fyrst og fremst sá, sem ráð-
lagði hinn stutta einangrunar-
tíma, og í öðru lagi sá, sem nú
er orðinn nokkurs konar yfir-
prestur í ríki þeirra. Á ég hér við
Sig. E. Hlíðar. Það er enginn
kominn til að segja, hvað hann
hefur í raun og veru unnið
bændum óþarft verk. En það er
víst, að um tíma hafði hann mik-
il áhrif til þess að hindra, að
mæðiveikin væri tekin föstum
tökum, meðan hún var tiltöulega
lítið útbreidd. Á alþingi og í
greinum hélt hann fram þeirri
firru, að mæðiveikin væri bara
gömul landlæg lungnaveiki í
nýrri mynd. — Þetta varð til þess
að draga úr varnaráhuga margra,
því hvað átti að þýða, að halda
uppi vörnum gegn veiki, sem
búin var að vera í landinu um
aldaraðir? En vörnum var nú
samt haldið uppi og eytt í það ó-
grynni fjár, en þrátt fyrir það
voru þær kák og ekkert annað
en kák.... Mætti segja af því
ýmsar góðar sögur, ef tími og
tækifæri leyfði. Varnargirðingar
hafa verið settar upp eftir að
veikin var komin yfir þau tak-
mörk, sem girðingin átti að
verja, og þar fram eftir götunum.
Og það má hiklaust segja það
um mikið af þeim varnargirðing-
um, sem hafa verið byggðar — að
minnsta kosti hér í sýslu, að það
hefði verið miklu betra, að þær
hefðu engar verið, en því fé, sem
í þær hefur verið eytt, hefði ver-
ið varið til að styrkja þá bænd-
ur, sem beðið hafa tjón af völd-
um mæðiveikinnar, svo þeir
hefðu eitthvað að bíta og brenna.
Mæðiveikin hefur aldrei verið
tekin nógu föstum tökum,
hvorki til sóknar eða varnar. Um
sókn hefur lítið verið að ræða,
þó hafa fjárskipti verið reynd á
tveimur stöðum, í Borgarfirði á
mjög litlu svæði og í Reykjadal
hér í sýslu. Ég þekki ekki til í
Borgarfirði, en um fjárskiptin
hér í Reykjadal má segja, að það
sé sama fálmið og kákið eins og
varnirnar hafa verið. Taka út úr
eina sveit, reyna að einangra
hana með girðingum, sem víða
eru á kafi í snjó mikinn hluta
úr árinu og hafa þar fjárskipti,
án þess að skipta sér neitt af
sveitunum í kring, og lofa mæði-
veikinni að „grassera" þar eins
og hún vill, er svo yfirgengilega
kjánalegt fálm af hálfu hins op-
inbera, að ekki tekur tali. Ef það
á að reyna fjárskipti, þýðir ekk-
ert annað en að höggva stórt.
Það verður að semja heildará-
ætlun um fjárskipti á öllu svæð-
inu milli Jökulsár og Þjórsár og
ganga svo á röðina og taka fyrir
vist svæði á ári hverju.
Nú er svo komið málum hér,
að ýmsá fýsir nú að ganga til nið-
urskurðar. í Aðaldal hefur þeg-
ar verið samþykkt áskorun til
Mæðiveikinefndar um að láta
þar fara fram niðurskurð, og
svipað verður sennilega gert hér
í Reykjahverfi á næstunni. Og
þetta er raunverulega að vonum.
Þeir, sem búnir eru að fá hina
þingeysku mæðiveiki í fé sitt —
en það eru nú að verða flestir
hér um slóðir — og sjá það
hrynja niður af völdum hennar
eða verða afurðalaust, eygja
raunverulega engin úrræði til að
geta haldið áfram búskap með
þeirri hjálp, sem það opinbera
veitir. Til þess er hún alltof lítil
og hún er ómyndarlegri en
bændur höfðu eiginlega treyst á
og ráð er gert fyrir í lögum, því
þar er bæði gert ráð fyrir uppeld-
isstyrk á lömb og tvöföldum jarð-
ræktarstyrk, en reglugerð Her-
manns Jónassonar frá 2. janúar
1942 kveður svo á, að sami mað-
ur geti ekki orðið hvorttveggja
aðnjótandi.
Nú spyrjum við bændur upp
til hópa: Hvað hugsar sauðfjár-
sjúkdómanefnd og landbúnaðar-
nefnd sér að gera? Hvað gerir
Búnaðarþing og Alþingi? Ætla
allir þessir aðilar að láta sitja við
það, sem nú er? Slíkt getur ekki
gengið fyrir sig, nema með því
móti ,að bændur flosni upp í
stórhópum. Vill ríkisvaldið það?
Er það heppilegt fyrir þjóðina?
Og í öðru lagi eiga bændur þá
hiklausu kröfu til hins opinbera,
að það bæti bændum allan skaða
af mæðiveikinni, vegna þess, að
það ber ábyrgð á því, að hún
komst nokkurn tíma hér á land.
.... Alþingi og stjórnarvöld
verða að horfast í augu við veru-
leikann, járnkaldan veruleik-
ann. Þessir aðilar hafa leitt yfir
íslenzka bændastétt þá plágu,
sem vel má jafna við móðuharð-
indin. Þessir aðilar liafa þess
vegna ennþá brýnni skyldu til
þess að sjá um, að íslenzkir bænd-
ur geti hver og einn haldið áfram
að sjá sér og sínum farborða á
sómasaúilegan hátt þrátt fyrir
þessa plágu.
Hið opinbera verður nú ann-
aðhvort að láta ganga til al-
menns niðurskurðar, svo hrylli-
legt sem það er, eða auka stórum
þá hjálp, sem bændum er veitt,
ef þeir eiga að búa við veikina.
í öðru lagi þarf þá líka að gera
mjög ítarlegar athuganir á því,
hvort sumir stofnar þola ekki
veikina betur en aðrir, en það er
stórt atriði.... Því ef það er svo,
að til væru stofnar, sem þyldu
veikina miklu betur en aðrir eða
mjög vel, þá er niðurskurður
mjög hæpinn, en ef hinsvegar
þessir stofnar virðast alls ekki
vera til, þá er ekkert um annað
að gera en að ganga til almenns
niðurskurðar. Þetta atriði þarf
að rannsaka gaumgæfilega nú
þegar, og það ætti að vera létt
verk, ef vilji er fyrir hendi. Að
síðustu þetta: Hið opinbera og
bændur verða í sameiningu að
taka ofan vetlingana, sem not-
aðir hafa verið fram að þessu, og
taka með berum höndum fast og
karlmannlega á þessu mikla al-
vörumáli.
Jón Þ. Bucli.
RÆTT við lesendur
„Síðan um s.l. áramót höfum
við fengið tvö blöð, eitt í jan.
og annað í febr. Nú 21. marz er
ekkert blað komið, þó það geti
verið á pósti ennþá. . . . Þetta
getur ekki gengið þannig til. . . .
Þessi blöð, sem hafa komið, hafa
þótt góð, svo að það er því
gremjulegra, að það skuli verða
óreiða á útkomu þess, er vinni
því ótraust.“
Þessar þungu átölur er Nýja
tímanum ánægja að móttaka. Við
gerðum ráð fyrir, að blaðið gæti
orðið hálfsmánaðarblað, þótt
flokkurinn hafi aldrei þorað að
lofa því og blaðið því síður. En
allar líkur eru á því, að þetta
hefði tekizt, ef útgáfukostnaður
hefði ekki orðið stórum meiri en
gert var ráð fyrir, þegar útkom-
an var hafin. Blaðið h.efur komið
reglulega á þriggja vikna fresti
og við treystum okkur ekki að
fjölga blöðum fyrri en betur
horfir með afkomumöguleika en
enn er orðið. Eftir undirtektum
að dæma höfum við góðar ástæð-
ur til að ætla, að úr rætist, þegar
á líður, og áskriftagjöld fara al-
mennt að greiðast. Það má ekki
gleymast, að útkoma blaðsins er
fyrst og fremst komin undir
starfi áhugamannanna úti um
land, og þeir, sem bezt hafa unn-
ið og mestan hafa áhugann, verða
að sætta sig við það, að blaðið
samsvari ekki því, sem þeir og
þeirra hérað hefur lagt fram. Það
verður að bíða þess, að nógu
margir aðrir sýni sama dugnað.
H"i"I"i"I"l"l"H-H*H"H"H"H-H**fr*H-H"I"I"I"I"I"I"H-I"I"H"H"H"H,I"I"I"I"I''I''IMl,'H"l"H-H"l"H"I"I-I"I"I"I-I"I"I"I"I"H"H*H-H-H**H-H*H"H"I"I"H*H-H-H*H*H*H*l**H-H-H-H-H**H-H*H-i"H-H*H-H*H-H-H
RÍKISBÚIN
í Ráðstjómarríkjunum
í fyrri greinum hefur verið
lýst að nokkru þróun landbún-
aðarins í Ráðstjórnarríkjunum
og skipulagi „samyrkjubúanna.
Hér skal að lokum greint frá rík-
isreknum búskap Ráðstjórnar-
ríkjanna, ríkisbúunum.
Þegar árið 1918, tæpu ári eftir
að bolsévíkar höfðu setzt að völd-
um, skipulagði ráðstjórnin hin
fyrstu ríkisbú á rússneskri grund.
Það þarf varla að taka það fram,
að mörg þessara ríkisbúa fóru í
miklum ólestri fyrst í stað. Hin
fyrstu ár kunnu menn lítt til
verkaumreksturslíks stórbúskap-
ar, landbúnaðurinn og landbún-
aðartækni hins örsnauða Rúss-
lands var á mjög frumstæðu stigi
og mjög skorti á það, að til væru
hæfir menn, er gætu skipulagt
slíkan stórrekstur svo í lagi væri.
En bolsévíkar létu ekki hugfall-
ast, þá frekar en endranær. Þeir
voru sannfærðir um, að ríkisbú-
in ættu fi'amtíðina fyrir sér, og
þeir létu það ekki á sig fá, þótt
margt gengi á tréfótum á
bernskuárum ríkisbúanna. Hin
fyrstu tíu ár urðu landbúnaðar-
frömuðum Ráðstjórnarríkjanna
dýrmætt reynsluskeið, þegar
grundvöllur var lagður að stór-
virkum, vélreknum búskap.
Þegar samyrkjuhreyfing bænda
færðist í aukana á árunum 1928
—29, hinum fyrstu árum 5-ára-
áætlunarinnar, hóf ráðstjórnin
skipulagningu ríkisbúa í stórum
stíl. Vorið 1930 voru 143 ríkisbú
risin upp, og ræktuðu þau ein-
göngu korn. Stuttu síðar skipu-
lagði ríkið hin fyrstu kvikfjár-
ræktarbú. Áður en varði spruttu
ríkisbúin upp í öllum héruðum
Ráðstjórnarríkjanna: á gresjum
Norðurkákasíu, á Krímskaga, í
héruðunum austan Volgu og ó-
mælanlegum flatneskjum Kazak-
stans og Síberíu.
Árið 1930 framleiddu ríkisbú-
in um 500 þúsund tonn af korni.
En á næstu árum framleiddu þau
nálega 10 milljónir tonna af
korni, 1.120.000 tonn af kjöti,
4.095 tonn af mjólk og 65.500
tonn af ull. — 1. janúar 1939
voru ríkisbúin orðin um 4000
að tölu en land þeirra nam 160
milljónum ekra.
Ríkisbúin hafa með sér mikla
verkaskiptingu, eftir því hvar
þau eru í sveit sett. Sum rækta
einkum korn, sum leggja sér-
staka stund á ýmsar tegundir
kvikfjárræktar, önnur rækta
einkum víð eða tóbak o. s. frv.
Flest þeirra hafa verið reist á ó-
ræktuðu landi, svo að bænda-
jörðin hefur ekki goldið afhroð
við vöxt þeirra.
Hver er tilgangur ríkisbú-
anna? Hvernig stendur á því, að
ráðstjórnin hefur lagt svo mikið
fé í rekstur þeirra? Af hverju
lætur hún ekki bændurna eina
um að sjá landinu fyrir landbún-
aðarafurðum?
Ríkisbúunum eru ætluð
margskonar hlutverk í búskap
Ráðstjórnarríkjanna. Þeim er
meðal annars ætlað það verk að
vera einskonar fóðurtrygging
landsins, ef hinn almenni sveita-
búskapur skyldi bregðast í erf-
iðum árum. Þeim er einnig ætl-
að að vera matargjafi stórborg-
anna, svo að þar verði aldrei
skortur á grænmeti, mjólk og
kjöti. En þó er enn ótalið merk-
asta hlutverk ríkisbúanna, þau
eru stórfelldustu landbúnaðar-
skólar og tilraunastöðvar, sem
um getur í sögu nokkurs lands.
Á ríkisbúunum eru hinar
fjölþættustu tilraunir gerðar á
öllum sviðum landbúnaðarins,
þar eru niðurstöður rannsóknar-
stofnananna sannreyndar í stór-
um stíl. Þar er fræðimennska og
framkvæmd tvinnuð saman í líf-
ræna heild. Á ríkisbúunum læra
bændurnir að fara með marg-
brotnar landbúnaðarvélar, þar
kynnast þeir síðustu niðurstöð-
um landbúnaðarrannsóknanna,
þar fá þeir kynbótafé til þrifn-
aðar gripum sínum. Til dæmis
að taka má geta þess, að á árun-
um 1931—37 þjálfuðu ríkisbúin
200 þúsundir traktoraökumenn,
6000 vélamanna og 27.000 for-
menn korn- og kvikfjárræktar-
búa.
Ríkisbúin eru eign ríkisins,
og að því leyti ólík samyrkjubú-
unum, sem eru í eigu bænda.
Verkamenn ríkisbúanna hafa hin
sömu réttindi og vinnuskilyrði
sem iðnaðarverkamenn ríkisins,
vinnudagurinn er átta stundir og
þeir fá sumarfrí með fullu kaupi,
eins og aðrir verkamenn. Ríkis-
búin eru því einskonar landbún-
aðarverksmiðjur, litlar sveita-
borgir, er telja þúsundir íbúa og
eru að lifnaðarháttum í fáu frá-
brugðin stórborgunum. Á ríkis-
búunum eru barnaskólar og
gagnfræðaskólar, klúbbar, mikil
bókasöfn, sjúkrahús, kvikmynda-
hús o. s. frv., hinar gömlu menn-
ingarandstæður sveita og borga
eru að hverfa þar sem ríkisbúin
hafa verið stofnuð. Sum þessara
ríkisbúa hafa orðið fræg víða um
svo sem ríkisbúið „Trölli“ á
sléttum Norðurkákasíu.
Ráðstjórnarríkin hafa verið í
tuttugu og fimm ár mönnum
vestrænna þjóða sannkallaðar
Furðustrandir. Menn hafa ekki
viljað trúa sínum eigin augum,
flestir hafa fremur lagt trúnað á
orð þeirra manna, sem aldrei
liafa heyrt Ólaf kong eða séð. En
heimsstyrjöldin hefur á þessu
sviði, sem svo mörgum öðrum,
svipt hulunni frá augurn manna.
Einu sinni þótti það hin hlægi-
legasta lygasaga, að Rússland
gæti komið upp hjá sér stóriðn-
aði. Stóriðnaðurinn kom samt.
Þá sögðu menn, að rússneskir
bændur mundu aldrei láta svín-
beygjast undir sósíalíska fram-
leiðsluhætti. En þeir urðu á fá-
um árum samyrkjubændur og
lofuðu hástöfum hlutskipti sitt.
Þá sögðu menn, að Rússland
fengi aldrei staðizt sókn þýzka
hersins, dýrð sósíalismans mundi
fljótlega fölna fyrir lierskörum
nazismans. í nálega tvö ár hefur
Rússland orðið að bera nærri
eitt sóknarþunga ægilegasta her-
valds veraldarsögunnar. Það hef-
ur veitt þýzka hernum slík högg,
að hann bíður þess aldrei bætur.
Og nú eru menn loksins farnir
að trúa, að sósíalisminn sé ekki
sá horbúskapur, sem auðvalds-
blöðin vilja vera láta. Staðreynd-
ir eru harðar í horn að taka og
venjulega traustari en höfuð
þeirra manna, sem hafa gert það
að lífsstarfi sínu, að berja þeim
við steininn. Nú ljúka allir upp
einum munni um, að Ráðstjórn-
arrríkin hefðu ekki afborið sókn
þýzka hersins, ef ekki hefði notið
hins samvirka landbúnaðar. Frjó-
sömustu korn- og kvikfjárræktar-
héruð Rússland hafa fallið í
hendur óvinunum. En þá
breyttu Rússar sléttum Síberíu
í ræktað land, þeir fluttu korn-
beltið norðar, þegar hin frjóu
suðurhéruð gengu þeim úr greip-
um. Þrátt fyrir hinn mikla land-
missi hefur landbúnaðarfram-
leiðsla Ráðstjórnarríkjanna í
rauninni gengið mjög lítið sam-
an. Það er þrekvirki, sem ekkert
land í heimi hefði getað unnið.
Eldraun styrjaldarinnar hefur að
fullu sannað lífvænleik hins sam-
virka landbúnaðar.
Sverrir Kristjánsson.
ÚTBREIÐIÐ
NÝJA TÍMANN!