Prentarinn


Prentarinn - 01.04.1950, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.04.1950, Blaðsíða 1
Prentarinn 28. árgangur, 1.—2. tölublaS, apríl—mal 1950. BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS Ritstjórn: Hallbjörn Halldórsson, Sigurður Eyjólfsson. HIÐ ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAG ÁRIÐ 1949. Úr skýrslu fasteignanefndar ó aðalfundi. Störf fasteignanefndar á liðnu starfsári félagsins hafa verið mjög tímafrek og umsvifamikil, og veld- ur því húsbyggingin í Miðdal. Störf vegna hús- eignar félagsins hafa verið að mestu venjuleg um- hirða, innheimta húsaleigu og eftirlit með húsinu almennt og útvegun nauðsynlegra hluta vegna við- halds þess. Verkaskipting í nefndinni var hin sarna og í fyrra. Samstarfið við stjórn félagsins hefir ver- ið með ágætum. Meðal þess, sem nefndin lét vinna við húseignina á árinu, var endurnýjun skolpbrunna hússins. Þeir eru tveir, annar fast við norðurhlið þess við kjall- arainngang, en hinn fjær og austar. Fyrrnefndi brunnurinn var úr grautfúnum spýtum og með opinni pípu og ónýtu loki, svo að krakkar og spel!- virkjar fylltu hann allt af af skarni, sem stíflaði leiðsluna. Hinn brunnurinn var steyptur, en svo þröngur, að ekki var hægt að kontast niður í hann, og í honum var svokallaður vatnslás, sem útilokaði, að hægt væri að koma vír eða spanskreyr að, þegar stíflaðist, en það var oft, vegna þess að vatnslásinn safnaði að sér pappír og saur. Var af þessum sök- um flóðahætta í kjallaranum norðanverðum, og nokkrum sinnum flæddi þar, og eyðilagðist verð- mæti hjá Ieigjendum. Sækja varð hreinsunarmenn bæjarins æði oft, og dró það sig saman í kostnaði. Auk þess voru óþægindi leigjenda, sem ekki gátu notað salerni né vaska, þegar stíflur voru. Reykja- víkurbær tók að sér að endurnýja brunnana. Annað atriði, sem verður til fegrunar og bóta, er hin nýja hurð og dyraumbúnaður, er getið var á aðalfundinum í fyrra. Það er nú fullsmíðað; að eins hefir staðið á að fá nógu traust járn á hurðina og hentugt gler. Hefir nefndin nú hugsað sér að láta sandblása félagsmerkið, fangamark H. I. P. og stofn- ár í glerið, ef það reynist ekki of kostnaðarsamt. Þá er að segja frá framkvæmdunum í Miðdal. Eins og öllum er vitanlegt, var nefndinni og félags- stjórninni falið að hafa á hendi framkvæmdir vegna húsbyggingar í Miðdal á grundvelli þeirra upplýs- inga, sem lagðar voru fram fyrst á fundi félags- stjórnar og trúnaðarmanna og síðan á aðalfundin- um í fyrra og samþykktar af öllum þessum aðilum. Þetta starf hefir nefndin unnið við hlið stjórnar- innar eins samvizkusamlega og hún hefir frekast haft getu og vit til. A aðalfundinum kom það fram, að þátttaka ábú- anda í byggingarkostnaði hússins, eins og fram kom í bréfi hans og tillögum, þótti tæplega full- nægjandi. Akváðu því stjórn og nefnd, að ekki yrði hafizt handa um byggingu, nema þátttaka ábúanda yrði '/} af byggingarkostnaði. Var því ákveðið, að nefndin færi austur ásamt gjaldkera félagsins til viðræðna við ábúanda, og ákvæði hún um leið hús- stæðið, ef samkomulag yrði. Var farið austur 4. júní. Tókust samningar við Magnús Böðvarsson, og var það til bráðabirgða skjalfest þannig: „Undirritaðir gera með sér svofelldan bráða- birgðasamning í sambandi við væntanlega bygg- ingu íbúðarhúss í Miðdal: 1. Abúandi, M. B., tekur að sér væntanlegt lán í Búnaðarbanka Islands (áætlaðar 45 þús. kr.) og að auki það, sem á vantar til að upphæðin nái 14 byggingarkostnaðar. 2. H. I. P. annast greiðslur 14 kostnaðar við bygginguna- 3. Að öðru leyti gildir skriflegt og munnlegt um PRENTARINN 1

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.