Prentarinn


Prentarinn - 01.10.1950, Síða 1

Prentarinn - 01.10.1950, Síða 1
Prentarinn 28. árgangur, 7.—8. tölublað, o\tóber—nóvember 1950. 9 BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS Ritstjórn : H allbjörn Halldórsson, Sigurður Eyjólfsson. Stétt-askipf-ing og stéttabarátta. Fá hugtök munu reynast jafnmjög reikul og óljós í vitund manna sem það, er táknað er með orðinu stétt, svo undarlegt sem það má virðast, þar eð fá orð eru líklega jafnmunntöm í umræðum manna um félagsmál og stjórnmál, svo sem eðlilegt er, þ\'í að um er þá að ræða þá meginhluta, er heild þjóð- félagsins er sett saman af. Sérstaklega óljóst verður þetta hugtak þó, er það kemur fram í samsetningum við önnur orð eða í sambandi við þau, í föstum orðtökum, er menn hendast á í því skyni að skýra mál sitt eða villa um það, enda verður niður- staðan oft sú, að hvorugir skilja aðra, þótt sam- mála séu jafnvel. Þarf varla annað en rifja upp nokkur af þessum orðum og orðtökum til þess að mann fari að sundla, svo sem yjirstétt, undirstétt, lágstétt, hástétt, verklýðsstétt, burgeisastétt, öreiga- stétt, höfðingjastétt, alþýðustétt, kaupmannastétt, sjó- mannastétt, bœndastétt, prestastétt, launastétt, prent- arastétt, eyðslustétt, fáttekari stéttirnar, auðvalds- stéttin, stéttaskipting, stéttabarátta, stéttareinrœði, stéttarmálefni, stéttakúgun, stéttarsamtök, stétt með stétt o. s. frv. Hvað er hvað? Já, og stéttarblað! Hvað skyldi til dæmis standa nær stéttarblaði en að reyna að festa fangs í hug- takinu stétt og þurrka af því rykið úr moldviðri því, sem gerir það óljóst? Þess vegna verður nú í því, sem hér fer á eftir, reynt að gera nokkur skil á því máli. Það, sem mestu veldur um það að fella ryk á hug- takið í orðinu stétt, er það, að orðið táknar tvenns konar meginhluta í heild þjóðfélagsins, og mönnum verður oft á að rugla þeim saman eða hugsa um þá á víxl án þess að gera sér grein fyrir því, en úr því getur ekki orðið annað en endileysa. Annar konur stéttar ákveðst af ýmislegri atvinnu manna, svo sem landbúnaði, sjósókn og fiskveiðum, iðnaði, kaupsýslu, flutningum, fræðslu, hjálparstarf- semi, samfélagsþjónustu, höfundskap o. fl., og kall- ast þær stéttir þá bændastétt, sjómannastétt, iðnaðar- mannastétt, kaupmannastétt, farmannastétt, kenn- arastétt, prestastétt, læknastétt, embættismanna- stétt, rithöfundastétt o. s. frv., og ýmsar þessara stétta greinast aftur í smærri hluta, og kallast þá hver hluti einnig stétt, svo sem iðnaðarmannastéttin í trésmiðastétt, prentarastétt, úrsmiðastétt o. fl. Þess- ar stéttir, bæði hinar heildstæðu og hlutstæðu, væri réttast að kalla einu nafni atvinnustéttir til aðgrein- ingar frá hinum koni stéttanna. Hinn konur stéttar ákveðst af ólíkum hagsmunum. Þær eru ekki nema tvær, og hefir önnur aðallega lífsuppheldi af andvirði vinnu sinnar, er að öllum jafnaði kemur fram í kaupi, og er því réttast að kalla hana vinnustétt, en hin lifir einkum á arði af eign á framleiðslugögnum og fjármunum og vinnu annarra, sem sé vinnustéttarinnar, sakir umráðanna yfir framleiðslugögnunum, og er því réttast að kalla hana cignastétt, þótt hún sé oft kölluð öðrum nöfn- um, svo sem auðvaldsstétt, yfirstétt, eyðslustétt, á svipaðan hátt og vinnustéttin er oft nefnd verklýðs- stétt, undirstétt, alþýðustétt. Þessar stéttir er réttast að kalla þjóðfélagsstéttir, því að andstæð auðkenni þeirra eru einkenni nútímaþjóðfélags, stéttaþjóðfélagsins. Milli þessara stétta ríkir stöðug barátta, því að tjón annarrar er hagur hinnar og eins gagnstætt hagur annarrar tjón hinnar: Ef kaup lækkar, vex arðurinn, sem aftur minnkar, ef vinna hækkar í verði. Baráttan, sem þessir hagsmunir valda eða ójafnvægi þeirra, er stéttabaráttan, sem PRENTÁRINN 25

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.