Prentarinn


Prentarinn - 01.10.1950, Page 2

Prentarinn - 01.10.1950, Page 2
hvarvetna geisar og linnir ekki fyrr en framleiðslu- gögnin verða sameign, svo að allir verði að lifa af vinnu sinni. Þjóðfélagsaðstaða þessara stétta er gagnólík aðstöðu ' atvinnustéttanna í þjóðfélaginu. Atvinnustéttirnar hafa þar yfirleitt sameiginlega hagsmuni. Því betur sem landbúnaður gengur til dærnis, því betri verður hagur hinna. Sama gildir um fiskveiðar og raunar um hvaða atvinnustétt sem er. Hagur einnar er hagur hinna, og þeim farnast bezt af því að styðja hver aðra. Þar á við orðtakið „stétt með stétt“, sem verður ekki annað en vitleysa, ef reynt er að heim- færa það upp á þjóðfélagsstéttirnar, sem ávallt hljóta að standa á öndverðum meiði. Slík er stéttaskipting þjóðfélagsins, en þótt hún sé alveg skýr og greinileg, þegar réttilega er athug- að og hugsað, þá kemur brátt í ljós við þá athugun, að stéttaskilin í hvorugum stéttanna eru alveg hrein. A mótunum renna þær saman, svo að skilin óskýrast, líkt og þegar jökulsá og bergvatnsá koma saman. Sumir hafa atvinnu í fleiri atvinnustéttum en einni, svo sem þegar bóndi stundar jafnframt fiskveiðar eða kennari jarðyrkju eða prestur skáldskap eða læknir líkkistusmíði. A líkan hátt eru ýmsir menn í hvorri tveggja þjóðfélagsstéttinni. Maður, sem lifir á kaupi fyrir vinnu sína, hefir ef til vill jafnframt einhverjar tekjur í arði af eign í framleiðslugögn- um eða vöxtum af innieign, og eins vinnur maður, sem lifir aðallega á arði af atvinnufyrirtæki, ef til vill eitthvað fyrir kaup hjá fyrirtækinu eða öðrum, t. d. hjá þjóðfélaginu, ef hann er þingmaður, en þetta raskar ekki stéttaskiptingunni í aðalatriðum. Nokkur hluti atvinnustéttanna er þannig að sumu leyti í báðum þjóðfalégsstéttunum, en að sumu leyti er nokkur hluti alfarið í annarri og annar alveg í hinni. Allt þetta sýnist að ætti að vera ljóst sem dagur, en sumum mönnum er þannig farið, að þeir skilja alls ekki hugtök eða hugmyndasambönd, nema þeir geti séð þau eða jafnvel þreifað á þeim. Þess vegna hafa menn fundið upp á því að reyna að gera þær skiljanlegar með líkingum og myndum. Þannig hafa til dæmis félagsfræðingar eignastétt- arinnar, er sjá henni hag í því að líta á vinnu- stéttina eins og lægri stétt gagnvart eignastéttinni, fundið upp á því að líkja þjóðfélaginu við strýtu eða upptypping, er hlaðinn sé upp úr misstórum kringlum eða lögum, er fari minnkandi upp á við, og eru þá stærstu lögin Iátin tákna vinnustéttar- hluta atvinnustéttanna og kölluð undirstéttir eða lágstéttir eða launastéttir eða verklýðsstéttir eða „hin breiðu lög þjóðfélagsins“ eða öreigastéttir og þá helzt hin neðstu. Minni lögin eru látin tákna eignarstéttahlutana úr atvinnustéttunum og kölluð „æðri stéttirnar“ eða yfirstétt og jafnvel auðmanna- stéttir eða auðvaldsstétt. Við þessa rnynd stéttaskiptingarinnar er það at- hugavert, að hún gerir fyrir fram upp á milli stétt- anna, er hliðholl annarri þeirra, eignastéttinni, og ver^ur því fremur til að rugla en skýra, svo að örð- ugt verður fyrir fólk að átta sig á, hvar í strýtunni © Airinnusléilir þjöbfélagssiéUir: arstéit II! millisiéit Æ?rinnusiéil það á heima. Slík mynd virðist líka óþarflega háreist, því að stéttaskiptinguna má auðveldlega sýna á venjulegri staðtalnakringlu. Það má gera með því að draga strik frá miðdeplinum út að umdrættin- um, svo að á milli verði geirar, misstórir í hlutfalli við hundraðstölu helztu atvinnustéttanna í þjóðfé- laginu, og marka þær á þá með hundraðstölu þeirra. Síðan má skipta geirunum í þrennt eftir hundraðs- tölu þjóðfélagsstéttanna í hverri atvinnustétt með því að draga bogastrik um þá yfir um þvert milli geislanna og einkenna síðan hundraðshlutana með því að draga önnur strik um þá skáhallt út á við frá vinstri til hægri á hundraðshluta eignastéttarinnar, beint út þaðan frá á hundraðshluta þeirra, sem eru í báðum þjóðfélagsstéttunum, og á líkan hátt frá hægri til vinstri á hundraðshluta vinnustéttarinnar. Þegar stéttaskiptingin hefir verið rnörkuð þannig á alla 26 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.