Prentarinn


Prentarinn - 01.10.1950, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.10.1950, Blaðsíða 3
kringluna, þá kemur eignastéttin í ljós á misbreiðu belti af strikum frá vinstri til hægri umhverfis mið- depilinn fyrir innan annað belti af strikunum, er standa beint út og tákna þá, sem eru í hvorri tveggja þjóðfélagsstéttinni og átt mun vera við, þegar talað er um „millistétt", en það hugtak kemur mjög óljóst fram í strýtumynd, og þar fyrir utan kemur þá vinnustéttin fram á belti af strikunum frá hægri til vinstri úti við umdrátt kringlunnar. Dálítið örðugt hefir verið til þessa að gera sér grein fyrir, hversu mikill hluti þjóðfélagsins teljist til hverrar þessara tvenns konar stétta, og er raunar enn. Ef skiljanlegum ástæðum hefir ekki þótt bera brýna nauðsyn til að telja þær í sundur, allra sízt þjóðfélagsstéttirnar, en þó má nú sjá merki til, að það kunni að breytast til batnaðar. I nýút- komnu 122. hefti af hagskýrslum Islands, „Manntali á Islandi 2. desember 1940“, er sæmilega greina- gott yfirlit um skiptingu þjóðarinnar í atvinnustéttir í kafla þeim í innganginum, sem ber fyrirsögnina: „3. Vinnustétt", og er skiptingin í því yfirliti lögð til grundvallar undir mynd af stéttaskiptingunni á staðtalnakringlu hér. Raunar eru þjóðfélagsstétt- irnar ekki beinlínis taldar sundur í yfirlitinu, en af því má þó fara býsna nærri um hana, að ætla má, með því að telja til eignastéttarinnar allan þann hóp atvinnurekenda, sem kallaðir eru „vinnuveitendur", og helming einyrkja, og mun þá hlutur hennar sízt of rýr, því að einyrkjar ættu að réttu lagi að vera í vinnustéttinni, en þó er hinn helmingurinn talinn „millistétt", en þar á móti er allt starfsfólk og verka- fólk talið til vinnustéttarinnar, og má ætla, að það jafni nokkurn veginn um metin. Er þess að vænta, að þjóðfélagsstéttirnar verði taldar sundur til fullrar hlítar, er unnið verður úr manntali því, er fram fer í ár. A staðtalnakringlu eins og þeirri, sem hér hefir verið lýst og mynd af fylgir þessari grein, virðist stéttaskiptingin koma svo ljóst fram, að hvert barnið ætti að geta skilið. Auðvitað má skipta geirunum í smærri reiti til þess að sýna nákvæmari skiptingu innan atvinnustéttanna, og geta þeir ríslað sér við það, sem gaman hafa af því að kljúfa öll aðalatriði niður í eintóm aukaatriði, og þeir eru nú óþarflega margir, en slík „vísindamennska" er líka óþörf öllum almenningi til skilnings, enda er hún fremur til að fæla en laða. A kringlunni má enn fremur sjá aðstöðu þjóðfélagsaflanna og stefnu þeirra strauma, er upp af þeim renna og kallast þjóðfélagshreyfingar, svo sem eru t. d. alþýðuhreyfingin bg mótspyrnan gegn henni, „hægri“ og „vinstri" stefnur svokall- aðar, þótt uppruni þeirra auðkenna sé raunar annar. Enn er eins að geta: A staðtalnakringlunni má svo sem á snöggu auga- bragð sjá þrennt í einu: Fyrst: Það er ekki fjöldi í stétt, sem gefur henni gildi og vald, heldur aðstaða hennar gagnvart öðrum. Annað: Það er engin furða, þó að talsmenn yfir- ráðastéttarinnar í þjóðfélaginu, sem enn, þótt undar- legt sé, er eignastéttin, er lykur um miðdepil sam- félagsins, þar sem ríkisvaldið er fólgið, geri sér ekki títt um að gera almenningi ljósa stéttaskiptinguna, eins og hún er í raun og veru, svo fámenn sem hún er tiltölulega. Þriðja: Það er nærri furða, hversu auðvelt væri fyrir vinnustéttina að ná yfirráðum í þjóðfélagi, þar sem lýðræði ríkir eða er viðurkennt, ef alþýða hefði sinnu eða vit á að skipta sér í stjórnmála- flokka, sem uppistaða þeirra er barátta um hags- muni og völd þeim til framdráttar, eftir raunveru- legum hagsmunum sínum, en ekki óviðkomandi hindurvitnum eða hleypidómum einum. H. H. Af dönskum prenturum. Lauti og launabœtur. „Weekend". Stytting vinnutíma. II. Við samningaumleitanir milli prentara og prent- smiðjueigenda mun oftast lögð mest áherzla á kaup og uppbót fyrir kvöld- og nætur-vinnu, stytting vinnutíma, sumarleyfi og ,,Wcckcnd.". Þó hygg ég, að óhætt megi fullyrða, að oftast sé mest áherzla lögð á kaupið. Að vísu er mjög farið að bera á kröf- unni um stytting vinnutíma niður í 7 klukkustundir á dag og borið við ótta við vinnuleysi — eða „Wcel(- end". Þetta að hætta vinnu fyrr á laugardögum er að verða mjög algengt, einkum meðal verzlunar- og skrifstofu-fólks. Og prentarar vilja þá heldur ekki vera eftirbátar á þessu sviði, enda varð sú krafa þeirra til að lengja verkfallið 1947. Mjög er það orðið al- mennt, að prentarar hætti vinnu á laugardögum kl. 1, og vinna þeir þá 8% stund á dag alla hina daga vikunnar og 5 Zi klukkustund á laugardögum. Þetta fyrirkomulag er þá líka leyft í samningum, náist samkomulag milli viðkomandi prentsmiðju og prentara. Þeir eru þó margir, er halda því fram — og meðal þeirra er ég —, að þetta sé óheppilegt fyrir- PRENTARINN 27

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.