Prentarinn


Prentarinn - 01.10.1950, Page 5

Prentarinn - 01.10.1950, Page 5
MERKISAFMÆLI. Karl OttÓ Runolfssdn, tónskáld stéttarinnar, átti fimmtugsafmæli 24. októ- ber. Hann hóf prentnám í prentsmiðjunni Gutenberg 17. maí 1915, lauk námi þar og vann þar síðan að setn- ingu til ársins 1925, að hann yfirgaf prentlistina í verki og hvarf alfarið að hljóm- list, er hann hafði jafnan helgað tómstundir sínar. Fór hann þá til Kaup- mannahafnar og lagði þar stund á hljómlistarnám um tveggja ára skeið og gerðist kennari hjá Lúðra- sveit Reykjavíkur, er hann kom heim, en hann var einn af stofnendum hnnar. Hefir hann jafnan síðan staðið í þjónustu hljómlistarinnar, stjórnað hljóm- sveitum, kennt tónlistarnemum og samið tónrit Mun tónskáldið snemma hafa farið að brjótast fram í honum, en það var ekki fyrr en eftir árið 1930, er hann dvaldist urn fimm ára skeið á Akureyri, að hann gaf því lausan tauminn. Hefir hann síðan birt margar tónsmíðar, er hafa áunnið honum viður- kenningu sem eins af helztu tónskáldum þjóðar- innar, bæði sönglög fyrir einsöng og hópsöng og meiri háttar hljómsveitarlög. Má hér sérstaklega minna á þau lög, er hann hefir samið vegna stétt- arinnar, svo sem lagið við „Félagssöng H. I. P.“ og sönglöng þá, er hann gerði fyrir 50 ára afmæli fé- lagsins og „er helguð prentlistinni, og hefir tónskáld- inu tekizt vel að búa til heila prentsmiðju í tónum“, segir félagi T. D. T. í afmælisgrein fyrir hönd Lúðrasveitar Reykjavíkur í Morgunblaðinu. Örðugasta vinnan — hœsta kaupið. Vikukaup í Bandaríkjunum er að meðaltali 40 dalir og munar frá 75 dölum t. d. hjá kolanámu- verkamönnum og prenturum til kring um 35 dala hjá ýmislegum hópum meðal verkafólks í vefnaðar- iðnaðinum, en út af fyrir sig er ekki sérlega mikið upp úr þessum tölum um vikukaup að leggja. Til að meta kaupgjaldið er nauðsynlegt að vita, hvað kaupa má fyrir peningana. (,^4merika er anderledes.”) Ólafur Sveinsson vélsetjari varð sextugur 1. nóvember síðast liðinn. Ólafur er fædd- ur að Hvanneyri í Borgar- firði, ólst upp á Akranesi til tólf ára aldurs, en flutt- ist árið 1903 til Reykjavíkur og hefir dvalið hér síðan. Á miðju ári 1904 hóf hann prentnám í Isafoldar- prentsmiðju, en fluttist snemma á næsta ári í Félagsprentsmiðjuna og lauk þar námi árið 1908. Þar vann hann þar til í byrjun árs 1917, að hann fór í prentsmiðjuna Rún og lærði þar vélsetningu. Árið 1918 keypti Félagsprentsmiðjan Rún, og fór Ólafur þá á ný í Félagsprentsmiðjuna og vann þar óslitið til 1947, að hann gerðist starfs- maður í Steindórsprenti, og þar vinnur hann nú. Alla tíð síðan 1917 hefir Ólafur unnið eingöngu að vélsetningu. I 46 ár hefir Ólafur unnið svartlistinni mikið starf og gott, og mikilvirkari og vandvirkari þjón hennar mun vart að finna. Þegar hann var hand- setjari, einbeitti hann athygli sinni að því á grund- velli vinnuvísinda að breyta til um ýmis handbrögð við setningu og tamdi sér síðan að vinna með „sinni aðferð" og sannaði með afköstum sínum, að hann hafði komizt að réttri niðurstöðu. Er hann gerðist vélsetjari, tók hann upp hinn sama hátt og kynnti sér vel og rækilega byggingu setjaravéla og gang þeirra og varð í þeirri grein flestum fremri. Þar sem Ólafur er einn af brautryðjendum vélsetningar hér á landi, hefir það komið í hans hlut að kenna mörg- um undirstöðuatriði hennar. Ýmsir halda því fram, að vélsetning sé ekki list, heldur átök einstaklings að knýja vél til að vinna mikið starf fyrir sem minnstan pening. Vera má, að eitthvað sé til í þessu, en á okkar tímurn verður að meta það mikils að kunna að beita vélaaflinu skynsamlega og þannig, að það komi báðum að sem beztum notum, vinnuþiggjanda og vinnuveit- anda. Ólafur er greindur maður og íhugull, fróður um margt og víða heima. Hefir hann kunnað vel á því tökin, að sjálfmennta sig á marga lund í tóm- stundunum. — Iþróttamál hefir hann látið mjög til sín taka og unnið þeim mikið, stundaði hlaup og köst á yngri árum með ágætum árangri, en ávallt PRENTARINN 29

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.