Prentarinn


Prentarinn - 01.10.1950, Side 6

Prentarinn - 01.10.1950, Side 6
síðan haldið sér við með göngum og sundi, enda unglegri en margur maðurinn, sem er 10—15 árum yngri. Um Olaf Sveinsson er þess og að geta, að vart mun unnt að finna grandvarari mann til orðs og æðis. Hann er glaðvær og hrókur alls fagnaðar í hópi góðra félaga, ræðinn og þykir gaman að söng og græskulausu gamni. Samverkamenn hans munu allir á einu máli um það, að gott sé með honum að vinna. Væri vel, ef nýliðarnir, sem í stéttina bæt- ast, tækju hann um flest sér til fyrirmyndar; það yrði enginn svikinn á þeim — og þeir ekki á sjálf- Kristján A. Agústsson. Karl Adolf Jónasson á fimmtugsafmæli 27. nóvem- ber. Hann er fæddur í Brunnhúsum í Reykjavík og er systursonur Einars heitins Kristins Auðuns- sonar prentara, R. F. Karl lærði prentiðn í Isafoldar- prentsmiðju og byrjaði 1. september 1915, gerðist vél- setjari þar árið 1923 og vann þar síðan, þar til prentsmiðja Morgunblaðs- ins var sett á laggirnar, en í henni hefir hann unnið síðan og er nú trúnaðarmaður Hins islenzka prent- arafélags þar. Gjaldkeri Sjúkrasamlags Hins íslenzka prentarafélags var hann árið 1928, en annars hefir hann ekki komið mikið við félagsstörf, því að hann er einn af hinum kyrrlátu í stéttinni. Guð blessi listina! Flestum mun kunnugt, með hve mikilli ástríðu og einlægni Hallbjörn Halldórsson hefir unnið að því að íslenzka heiti áhalda og tækja, svo og ýmis orðtök prentlistarinnar. Fyrir það megum við prentarar vera Hallbirni þakklátir eins og svo margt, sem hann hefir viljað stílbæta í verki okkar, því að mér er óhætt að fullyrða, að flest nýyrði hans eru afbragð — miklu betri en í fljótu bragði virð- ist — og vinna sífellt á eftir þvi, sem þau eru lengur notuð, og sannar það einna bezt gæði þeirra, ef um gæði er hægt að tala í því sambandi. Rétt er þó að fara með gát að því að útrýma gömlum mál- venjum, enda eru þær oft seindræpar, hversu ljótar sem þær eru. Hefir mér stundum fundizt þessi vökuli týpógraf fara að prenturum með nokkurri ónærgætni í málgerð sinni, því að erfiðara verður að rótfesta hið nýsmíðaða orð hjá manni, ef ekki er nægjanlega skýrt, hvaða erlend orð er verið að íslenzka. 1 prentverkinu eins og öllum listum úir og grúir af ismum og stílum, og hvað lítið sem maður les í erlendu máli um prentverkið, verður að þræða sig áfram um hvert hinna sögulegu heita eða þraut- leiðu, erlendu orða. Þess vegna er rétt, þá er slíkum orðum er snarað eða þau notuð, að geta þeirra gömlu nokkuð lengi við hlið hinna nýju til þess að létta lesturinn og gera samhengi sögunnar sem eðli- legast. Nánar tiltekið álít ég rétt að geta hinna gömlu við hlið þeirra nýju, þar til þau eru fylli- lega orðin blönduð málinu, en ekki eins og olíu- dropi í vatni. I 1.—2. tbl. Prentarans er smáklausa þýdd úr bók eftir Henry Thejls, sem heidr á dönsku máli „Assymmetri”, en Hallbjörn hefir gefið nafnið „Branda". Er þar talað um, hvernig rétt sé að nota saman ýmsar gerðir fornaleturs (antiqua), en af því að breytingasaga prentlistarinnar verður ekki rakin eða rædd án þess, að hún sé í beinu samhengi við stílgerðir og isma hvers tímabils mannkyns- sögunnar, verður klausa þessi lítt skiljanleg án þess að minnsta kosti ártöl eða, sem sjálfsagt var, að hið útlenda stílnafn hvers tímabils sé nefnt. Þá verður fyrst auðvelt að átta sig á þeim breytingum, sem hafa verið að gerast og eru ætíð að ske. Það skal fúslega viðurkennt, að leiðinlegra verður það í lestri að sjá þessi erlendu nöfn ætíð við hlið hinna nýju, en ég álít það þó sjálfsagt af frarnan- greindum ástæðum, og trúi ég ekki öðru en margir séu mér sammála. Eg veit, að margur prentari muni eiga erfitt með að tengja leturgerð við t. d. „skelstíl", „ofhlæðisstíl", „reisnarstíl", „eðlileikastíl“ o. s. frv. án þess, eins og ég gat hér um á undan, að tengja hann erlendu orðunum eða þá tímabilinu, sem hann var í mestum hávegum hafður, nema ef það væri vinur minn Hallbjörn sjálfur, en klausan veit ég að hefir verið ætluð allri hinni ís- lenzku prentarastétt til sálarhægðar. Annars þakka ég ritstjórn Prentarans klausuna ásamt fleiri svipuðum. En mikið væri það þakk- lætisvert, ef Prentarinn gerði meira að því en hingað til að birta þýddar greinar úr erlendum ritum um Iist okkar og gleyma þá ekki að taka tillit til þess, sem ég hefi viljað benda hér á. Guð bleSSÍ listina! Hafstcinn Guðmundsson. um sér. 30 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.