Prentarinn


Prentarinn - 01.10.1950, Qupperneq 7

Prentarinn - 01.10.1950, Qupperneq 7
Jan Tschichold og verk hans. III. (Frh.) Hér kemur þá grein eftir Jan Tschichold sjálfan, þar sem hann gerir grein fyrir sinnaskiptum sín- um eða afturhvarfi, og er þá um leið nokkurs kon- ar aðgangur að sýningu lifandi myndar af innra manni hans. Sleppt er ýmsu smálegu, sem varla hittir á skilning nema meðal þýzkumælandi þjóða. Greinin ber fyrirsögnina: „Þróun stílletrunar frá því um árið 1925“, og hljóðar þannig í nafni forn- meistarans Jóhanns Gutenbergs: „Yngri kynslóð setjara á ekki auðvelt með að gera sér hugmynd um það stig, er þýzk prentlist (stílletrun) stóð á kring um árið 1923, áður en nýja prentlistin kom uþp. Yfirleitt sýndu leturfletir og auglýsingar blending ýmislegra leturgerða, ger- samlega óhugsanlegan nú á dögum, og setning virt- ist vera sæmilega óþjökuð af skipulegum reglum. Nýja prentlistin, sem aðallega hefir náð útbreiðslu fyrir hefti af tímaritinu „Typographische Mitteilun- gen“ (Leipzig 1925), gefið út af mér, og bók mína með þessu nafni (Berlín 1928), reyndi að hreinsa til með því að hverfa aftur að sem allra einföldustum myndunum og reglum. 1 framleiðslu iðnaðarins sá- um vér fegurðarfræðilegar fyrirmyndir og álitum — að vísu ranglega, eins og síðar kom í ljós, — berglet- ur einfeldasta letrið og lýstum það „nýtízka Ietrið“. Samtímis reyndum vér — það er að skilja: dálítill hópur listamanna, — að útrýma tvfhverfri myndun leturflata með einhverfri, með því að ekki einu sinni tvíhverfa myndunin var nýtt rækilega þá. Því, sem tvíhverft var, var hugsunarlaust og ranglega jafnað við ímynd einveldis í samfélaginu og þess vegna lýst fallið í fyrnsku. Sögulegt gildi þessarar viðleitni til byltingar í stílletrun er fólgið í því, að ónýtum atriðum var rutt af leturflötum, ljósmyndir virtar, reglur um setningu endurnýjaðar, ásamt því, að efnt var til margra annarra gagnsamra átaka, sem útlit prentmynda nútímans á tungumálasvæði voru væri óhugsanlegt án. Afleiðingin af þessu síðast talda, sannarlegur, meinlætakenndur einfaldleiki, sem einkennir þessa viðleitni, var strangasti skóli, sem hægt var að hugsa sér, því að hún miðaði að leikslokum, sem leyfðu ekki neina frekari þróun. Hún var nýliðaskóli síðari þróunar, sem sjálfsagt var nauðsynlegur, en enginn lítur við aftur. Reglur um gerð stílletrunarverka voru dregnar út úr myndunarfræði, sem málarar (Lissitsky, Mondrian, Moholy-Nagy) í stefnu málaralistar, er áður var kölluð „óhlutlæg" eða „efnislaus", en nú á dögum alla jafna „hlutlæg", höfðu efnað til, og mótuðu þær nýta og snöggvast nýja prentlist, en ég tel það enga tilviljun, að þessi prentlist var iðkuð eingöngu meðal Þjóðverja og náði tæplega fótfestu hjá nokkrum öðrum. Ber einungis saman við hana umburðarlausa ]ram\omu þeirra og ein\um þörj Þjóðverja fyrir sþilmálalausa hlýðni, her- mennshudýr\un þeirra og kjöjur þeirra til einræðis, þctta hrceðilega samanstappaða látbragð Þjóðverja, sem hleypti tit Stjórnarjari Hitlers og auuarri heims- styrjöldinni. Þetta varð mér fyrst löngu seinna ljóst hjá lýð- ræðissinnaðri þjóð Svisslands. Síðan hefi ég hætt að mæla með „nýju prentlistinni". Upphafsmenn hennar og skyldrar viðleitni voru eins og ég magn- aðir andstæðingar „nazismans" (einir tveir aðhyllt- ust hann); ég sjálfur var sem einn af þeim ásamt eiginkonu minni þegar í upphafi Þriðja ríkisins svo kallaða fluttur í verndarvarðhald — það er að skilja: settur í fangelsi, — og missti við það kenn- araembætti mitt í Múnchen, en með því að athafna- og hugsunar-frelsi er mér fyrir öllu, sagði ég mig lausan við fyrra föðurland mitt og flutti tjald mitt til Baselar. Vér töldum oss nefnilega brautryðjendur i „fram- farastarfseminni" og gátum yfirleitt ekki sem slíkir átt neitt við það að sýsla við þá augljóst afturhalds- samlegu hluti, sem Hitler ætlaðist fyrir. Þegar vér vorum kallaðir „menningarbolsivikar" af hálfu Hitlers-„menningarinnar“ og verk andlega skyldra málara „hnignunar“-list, þá var í því efni ein- ungis höfð sama myrkvunar- og rangfærslu-að- ferðin, sem alls staðar var notuð. Þriðja ríkið krafð- ist meiri tæknilegra „framfara" en nokkrir aðrir í stríðsundirbúningi sínum, en þær voru duldar af yfirdrepsskap undir áróðri fyrir miðaldalegum sam- kvæmis- og tjáningar-háttum, og einmitt af því, að þetta voru vélabrögð, vildi það engan lærdóm þiggja af heiðarlegum nýjungasinnum, sem raunar voru, þótt þeir væru andstæðingar í stjórnmálum, haldnir af dálitlu af sama skipulags- og einingar- prjálinu, sem Þriðja ríkið hafði svo góð tök á. Enda þótt foringjahlutverk það, sem mér var þá ætlað sem eina kunnáttumanninum í öllum hópinum, væri einmitt hreint ekki „foringja“-hlutverk, þá gilti það samt andlega forráðamennsku fyrir „fylgismönnun- um“, eins og einræðisríkið auðkenndi þá. Nýja eða eðlilega prentlistin er ágætlega vel fall- in til áróðurs fyrir iðnaðarframleiðslu, enda er hún að vísu sprottin upp af anda hans og hæfir tilgangi sínum í því efni jafn-vel nú sem fyrri. Þó eru PRENTARINN 31

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.