Prentarinn


Prentarinn - 01.10.1950, Side 8

Prentarinn - 01.10.1950, Side 8
máttuleikar hennar takmarkaðir, með því að hún miðar að hreintrúarmennskum „hreinleika" og „skýrleika". Þetta breyttist fyrst kring um árið 1930, þegar notkun fornaletra var tekin á skrá máttu- leika hennar. Við það kom í ljós, að einungis letur nítjándu aldar voru nothæf, og loksins uppgötvaði ég, að nýja prentlistin var í raun og veru að eins fullkomnun þess, sem prentlist hinnar framfara- sömu nítjándu aldar hafði miðað að. I samræmi við nýrri prentlistina síðar mátti líka að eins nota letur nitjándu aldar til breytinga um letur. Bodoni letursmiður var að því leyti upphafsmaður nýrri prentlistarinnar, þar sem hann tók sér fyrir hendur að strjúka af fornaletrinu öll vanþroskamerki hinnar rituðu frummyndar þess og endurgera það svo sem unnt var af einföldum flatarmyndum ein- um, sem betur fór nokkru miður róttækt en yngri stéttarbræður hans á tuttugustu öldinni. Samt sem áður eru til ódæmi prentgripa, sem myndun þeirra eftir listreglum úr herbúðum þessa háttar bendir mjög til niðurbældrar ástríðu. Sér- hver reyndur kunnáttumaður mun sanna þetta. Þar á ofan eru mörg verkefni (jafnvel bækur) of marg- brotin til þess að verða unnin með þessum einfalda hætti í samræmi við nýrri prentlistina. Enn frem- ur er fólginn í öfgakennt sérlátri einkunn nýrri prentlistarinnar hinn mesti háski fyrir æskilegan heildarsvip hvers eins verka, ef ábyrgur stjórnandi vakir ekki yfir hverri blaðsíðu og greiðir sjálfur úr hverjum myndunarvanda. Það hefir sem sé komið í ljós, að enginn er fullkominn í myndunarreglum þessarar eðlilegu prentlistar, hinum einföldustu í fljótu bragði, því að þær eiga sér upptök í sérlegu, því nær trúarbragðakenndu samsæri, er menn skulu fyrst „vígjast" í. Allt öðru máli gegnir um hina arfgengu prentlist, sem engan veginn er ólífræn, en hver maður skilur hæglega og tilbreytni hennar er auðvelt að skýra. Hún er ekki heldur komin undir neinu sértrúarflokksbrauki, og hagnýting hennar af hálfu óvanra meira að segja ber ekki út í jafnmargar tálgryfjur sem nýja prentlistin í með- ferð óvaninga. (Frh.) „Andstyggileg vísa." Allir standa á öndinni, — eins og fjandans bjánar ramba’ í vanda’ á röndinni. Ráða landi kjánar. 88. Prentaratal. Nokkur undanfarin ár hefir verið unnið að samn- ingu íslenzks prentaratals, og er nú svo komið, að fullkomið handrit af því er komið í vörzlu stjórnar H. I. P. Líkindi eru til, að áður en langt um líður verði tekin ákvörðun um útgáfu þess. I ritinu koma fyrir á sjötta hundrað nöfn. Engin von er til þess, að hægt verði að birta mynd af öllum þeim mönnum, sem eiga þau nöfn, af þeirri einföldu ástæðu, að prentlist hófst á Islandi áður en mynda- vélin var uppfundin. Þó er gert ráð fyrir, að hægt ætti að vera að birta ekki færri en 375 myndir í ritinu. Til eru nú hjá félaginu um 200 ljósmyndir. Af starfandi prenturum nú mun enn þá vanta um 60—70 myndir, og er þess vænzt, að þessir menn bregði fljótt við og láti mynda sig, ef þeir hafa ekki handbærar nothæfar myndir. Stjórn H. í. P. hefir falið trúnaðarmönnum sín- um á vinnustöðvunum að vinna að söfnun mynda í ritið til viðbótar því, sem til er hjá félaginu, og hafa trúnaðarmenn fengið skrá yfir þá, sem enn vantar myndir af. Þá er þess vænzt, að sem flestir aðstoði við útvegun mynda af látnum prenturum. Frekari upplýsingar myndasöfnunni viðkomandi veitir Pétur Stejánsson, Hagamel 18, sími 80612. Merkilegar staðreyndir. A Englandi birti sjóðkanzlarinn, þ. e. fjármála- ráðherrann Stafford Cripps, í upphafi þessa árs Hvítubók, sem ber á ensku titilinn „Whitc Paper on National lncome and Expenditure in 1949". I riti þessu er látin í té vitneskja um tekjur og gjöld almennings á Englandi. Sérstaklega eftirtakanleg er skiptingin milli kaup- gjalds og gróða árið 1949, 'borin saman við þá, sem var fyrir síðari -heimsstyrjöldina. Þá féllu að frá- dregnum öllum sköttum af hverjum 100 sterlings- pundum 39 í kaup, en nú 48, og í gróða 34 þá, en nú 25. Að lokum má geta einnar stórmerkilegrar stað- reyndar eftir Hvítubókinni ensku. Að meðaltali neyttu herra og frú Sérhver, eins og Hvítubók segir svo fagurlega (Mister og Mistress Everyman), árið 1949 meira matar og minna tóbaks og áfengis en árið áður. Annars vegar má rekja þetta til ríflegra matvöruskammts, en hins vegar til hárra tolla á áfengi og tóbaki. Má kalla þetta gleðilegt fyrirbæriI (..Helvetische Typographia".) ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F. • VITASTÍG 32 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.