Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.01.1954, Page 6

Nýi tíminn - 14.01.1954, Page 6
6) — NÝI TÍMINN — Fiimntudagur 14. janúar 1954 ---------------------------------------------------' NÝI TlMINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Áskriftargjald er 2S krónur á árt Greinar í blaðið sendist til rltstjórans. Adr.: Afgrelðsla Nýja tímans, Skóiavörðustíg 19, Reykjavik Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Simi 7500. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. k,_________________________ . ________________x í Hernámsvinnan og hlutskipti / æskulýðsins •Fyrir skömmu birtust þær upplýsingar í opinberum manntaisskýrslum aS fjölgun íslenzku þjóðarinnar væri svo ör, að áður en tveir áratugir verða liðnir muni mann- fjöldi hér nema a.m.k. 200 þús. Ekkert bendir til þess aö á þessu verði breyting, a.m.k. ekki í þá átt að úr fólksfjulgun dragi og má því fyllilega búast við, að áætlun þessi standist og jafnvel betm*. Frá heilbrigou íslenzku þjóðféiagssjónarmiði er þetta fagnar- arefni því hver maöuv veit, að í okkar stóra og auðuga iandi er auðvelt aö skapa lífsskilyröi fyrir mörgum sinn- um fleira fólk en nú býr hér, og því auðveldara um sköp- um hverskonar menningarskilyrða sem fólkið er fleira. En með þessa staðreynd fyrir augum mun hver hugs- andi maður vakna til alvarlegrar íhugunar um það hvern- ig taka skuli við þeim mikla fjölda æskulýðs sem á þess- um næstu árum bætist við, og kemur inn í þjóðfélagiö sem fullgildir þjóðfélagsborgarar. Á herðum okkar, sem erum starfandi þegnar í atvinnu- og menningarlífi þjóð- arinnar hvílir sú skylda að undirbúa og skapa möguleika til að taka við þessum stóra hópi, og hjálpa honum til aö verða sem hæfastir og virkastir þátttakendur í framtíðar- upphyggingu sígróandi þjóðfélags, jafnótt sem aldur og þroski einstaklinganna leyr'ir. En eigi það mögulegt að verða, að skapa slík skilyrði ívrir þessa miklu viðbót þjóðfélagsborgara á einum 15-20 árum, auk þess, sem bæta þarf aðstöðu fjölmargra af þeim 150.000 manna hópi, sem nú býr í landinu, þarf sannarlega að láta hendur standa fram úr ermum. Nýrra framleiðolutækja þarf að efla, nýjar verksmiðjur þarf að reisa, nýtt land þarf að rækta, nýjar íbúðir þarf að byggja, ný raforkuver, nýja skóla, ný menningarheimili og fjölda margt fleira, sem vaxandi þjóðfélag krefur, ef ekki skal staðná í eymd og menningarleysi. Hér liggur því fyrir það óþrjótandi verkefni, sem vaxandi þjóð verður að leysa til tryggingar framtíð sinni. Skuli verkefni þessi leyst af hendi þarf þjóðin tvenns að gæta. í fyrsta lagi, að halda vel á rétti sínum yfir náttúru- auðæfum lands síns og sjávar og ljá þar engum öðrum fangstaöar á og í öðru lagi að nýta sinn dýrmætasta þjóð- arauð, vinnuafl meðlima sinna í eigin þágu og einskis annars. En einmitt á þessu sviði hefur á síðustu árum verið hafið það undanhald, sem aldrei verður bætt fyrir, ef ekki verður snúið við hið bráðasta. Þegar fyn*verandi ríkis- stjórn og hinir 43 alþingismenn létu skipa sér að sam- þykkja 'nernám fslands að nýju 1951, var jafnframt geng- ið inn á þá braut af íslenzkum stjórnarvöldum, að leysa atvinnuþörf mikils hluta þjóðarinnar með vinnu í þágu hins erlenda herliðs. Enginn veit með vissu hve miklum hluta af þessum dýrmætasta auði þjóðarinnar hefur ver- ið fórnað á altari þessa stríðsguðs síðast liðin ár, en allir vita að sá hluti er geigvænlega stór. Því hvert einasta handtak, sem fórnað, er á altari þessa guös, er dregið frá því uppbyggingarstarfi, sem vinna þarf fyrir íslenzku þjóðina ef hún ekki vill bregðast skyldu sinni gagnvart komandi kynslóð. Og bregðist hún, eða við sem nú lifum, þeirri skyldu getur ekkert legið fyrir æskulýð framtíðar- innar annað en að verða í vaxandi mæli vinnuþrælar þess erlenda valds, er fengið hefur tangarhald á hlutum lands vors. Hver vill óska bi'rnum sínum og barnabörnum þess hiutskiptis, að vera neydd til að ganga þá lífsbraut, a'ð eiga allt sitt líf og lífshamingju undir starfi í þágu erlends herliðs í eigin landi. Hver vill óska börnum sínum og barnaböi’num þess andlega niðurdreps og sljóleika fyrir íslenzkum þjóðmenningar'/erðmætum, sem hlýtur að sigla í kjölfar. slíks atvinnuástands ef það varir lengi. Hver verða örlög okkar sem sjálfstæðrar menningarþjóöar ef slíkt ástand á að verða hlutskipti hins stórvaxandi æsku- lýðshóps, sem inn í þjóðlifið kemur næsta hálfan annan til tvo áratugi. Enginn þjóðhollur islendingur þarf langan tíma til um- hugsunar um svörin. Hvað er að gerast á tunglinu? Tveimur dogum eftlr að bæjarstjómarlisti Sjálfstæð- isflokksiias h.afði verið til- kynntur hóf Morgunblaðið kosningabaráttu sína með því að birta á fremstu síðu mikla frétt, og var frá lienni geng- ið af einstakri natni og um- hyggju, með fjölmörgum fyrirsögnum, leturbrej-ting- um og myndum, svo að eng- um lesanda skyldi dyljast að þar var um efni f jallað sem varðaði hag og afkomu hvers bæjarbúa og hefði megingildi í kosningunum sem framundan voru. 1 þess- ari miklu frétt var þó hvorki greint frá bæjarmálefnum Moskvubúa nó þeirra sem búa í Peking ekki heldur neyðinni í Búdapest eðá kúg- uninni í Ytri Mongólíu, nú voru góð ráð enn dýrari, og fyrirsögn fréttarinnar, sett úr stærsta letri blaðsins, hljóðaði á þessa leið: ,,Hvað er að gerast á tunglinu?“ Sýnir það mæta vel hversu illa Sjálfstæðisflokkurinn tel- ur hag sínum komið í Reykjavík að nú eru Rússar ekki lengur taldir lirökkva til; röðin er komin að karl- inum í tunglinu. Hefur Morg- unblaðió haldið skrifum þess- um áfram og birtir seinast í gær firnamikla grein um málefni þessa nágraLona okk- ar í himinhvolfinu. En hvað er þá að gerazt á tunglinu ? Morgunblaðið hermir svo frá að þar geti að líta mannvirki „sem mest líkjast hvolfþaki á stórum dómkirkjum og f jölgað hefur mjög ört á þessari öld“. Biaðið skýrir þó ekki nánar hvort dómkirkjur þessar séu vottur um sívaxandi trú- málaáhuga þess karls sem brosir til o.kkar jai’ðarbúa á heiðríkum nóttum, heldur víkur að öðru atferli sem er enn uggvænlegia. Það hefur sem sé verið byggð brú á tunglinu og telja fróðir rnenn „engan vafa leika á þvi að hér sé um að ræða raunveru- lega brú“, etida fcenda tölur þær scm blaðið birtir óneit- anlega til þess. Lengd brú- arinnar er 32 kílómetrar, hún er 1525 metrar á hæð, og breiddin er 3200 metrar, og segir blaðið að tilkomumikið sé að „sjá sólai-geislana smjúga undir hana". Þannig ber brúin í tunglinu ámóta mikið af hliðstæðum mann- virkjum á jörðu niðri og Hæringur af trillubátum þeim sem við hann eru bundnir. „Og’ ekki nóg með það“, segir Morgunblaðið enn, „heldur er ómögulegt að sjá annað en brii þessi sé gerð af hugsandi mannver- um. Og auk þess bendir allt til þess að hún sé gerð af mik illi tækni- og verkfræðilegri kuunáttu". Þó skortir nokk- uð á fullkomnun þri blaðið bendir á að lokum að brúin „sé gerð úr efni, sem ekki mun þola langa veðrun og miklar hitabreytingar". Er þetta óneitanlega nokkur galli, þvi fróðum mönnum telst svo til að hitabreyting- ar séu frá 120 stiga hita í 160 st. frost á dægrum þeim sem þar tíðkast. Hins vegar eru vandamál veðrunar ef- laust önnur en hér þekkjast, þar sem hvorki er að finna andrúmsloft né vatn á þess- um ágæta fylgihnetti jarðar. Er þá aðeins eitt ótalið af eðli þessarar merku brúar. Er sérfræðingur Morgunblaðs ins „var að því spurður hvort brú þessi væri ákveðinnar lögunar kvað hann já við því“ — og minnast menn þess vart að hafa heyrt önn- ur eins undui’. I Ýmsum hefur dulizt hver hafi verið tilgangur Morgun- blaðsins með birtingu þessar- ar merku fréttar. Hafa sum- ir haldið því fram að síðar ætti eftir að koma í ljór, að bæjarstjórnarmeirihlutinsi í Reykjavík hefði raunar stað- ið að byggingu þessa mann- virkis í frítímum sín- um. Aðrir hafa hins vegar hneygzt að því að blaðið ætti eftir að sanna að' karlinn í tunglinu hefði hug á því að ásælast meirihluta í bæjar- stjórn Reykjavíkur, að dóm- kirkjuþökin og brúin væru eiiahver illvirki sem liann hafði fundið upp gegn frelsi og lýðræði og að kommúnist- ar gengju raunar erinda hans. Síðan yrði skorað á' bæjarbúa að sameinast gegn hættmmi frá tunglinu, að gleyma öllum smærri á- hyggjum daglegs lífs and- spænis þeim voða sem að- eins vrði umfiúinn ef hinn vaski tunglandstæðingur, skipherra Kæripgs slitnaði ekki upp úr bæjarstjórninni í þann mund sem timgl verð- ur nýtt í janúarlok. B Og þegar betur er að gáð er þessi síðari skýring nærri lagi og frétt Morgunblaðsins ekki eins furðuleg og ýms- um virtist í upphafi. Það hefur ævinlega verið háttur þessa ágæta blaðs að flýja til hinr:a fjarlægustu staðá þegar kosningar hafa farið í lönd og fjölyrða sem ákafleg ast um ýmsar þær aðstæður sem bæjarbúar hafa engin tck á að sannreyna sjálfir. X>egar rætt hefur verið um húsaæðiseymdina í Reykja- vik hefur Morgunblaðið birt stórar fregnir um aftökur í Kína. Þegar að því hefur ver- ið vikið hvernig bæjarstjórn- in hrekur alþýðufólk frá heimilum sínum með at- viiinuleysi hefur Morgun- blaöið umsvifalaust uppgötv- að milcla fátækt í Búlgaríu. Þegár imprað hefur verið á hinum margþættu hneykshs- málum í bæjarrekstrinum liefur Morgunblaðið birt fjöl- slcrúðugar frásagnir um kúg- un og ofbeldi austur i Rúss- íá. Þeir fáu Islendingar sem ferðazt hafa um hin fjar- lægu lönd skýra svo frá að sannleiksgildið í frásögnum Morgunblaðsins sé slíkt að þær gætu allt eins verið frá tunglinu, og hafa Morgun- blaðsmenn því verið nátengd- ir þeim stað löngu áður en þeim birtist vitnmin um brúna miklu. I En þrátt fyrir allan flótta til Búlgaríu, Kína og Moskvu 'hefur SjáLfstæðisfloklcurinn haldið áfram að tapa ja-fnt og þétt í Reykjavík, og í sumar fékk hann aðeins rúman þriðjung greiddra at- kvæða. Þeir voru því víst ekki með hjari há blaðamenn Morgunblaðsing þegar fram- boðsiistinn var birtur og þeir áttu á nýjan leik að hefja kosningaáróður sinn. Nú lá mikið við og ástandið í bæj- armálum slíkt að bezt var að flýja sem lengst. Og þvi var það að fyrsta forsíðu- grein Morguciblaðsins til undirbúnings bæjarstjórnar- kosningunum bar fyrirsögn- ina: „Hvað er að gerast á tunglinu?" Nú skyldu menn kjósa um það hvórt þeir væru með eða móti tusiglinu, á sama hátt og þeir höfðu áður verið hvattir til að kjósa um það hvort þeir væru með eða móti Rússum, Albönum og Mongólíumönn- um. Og vist var þetta nýja tiltæki Morgunblaðsins ekk- ert furðulegra en hin fyrri og sagan um brúna engu ó- sennilegri hinum sem áttu að fjalla um nálægari staði. I Kunningi minn, Þjóðvam- armaður, sagði við mig í haust að miklir fávitar vær- um við sósíalistar að láta fjarlægar þjóðir njóta sann- mælis; við ættum að talca upp hátt Morgunblaðsins á því sviði og myndum þá senn sópa að okkur meirihluta þjóðarinnar, því fólk vildi fylgja stefnu olckar í lands- málum. Nú er það að vísu lítilmannlegt heilræði og þjóðvamarflolckslegt að hopa fyrir lágkúrulegasta her- bragði Sjálístæðisfl. og smá- mennska minnkar þaim sem beitir henni, en auk þess myndi heilræðið ekkert stoða: Ef ekki væru Rússar tæki aðeins tunglið við. Og þeim starfsaðferðum verður beitt með árangri meðan enn er til fólk sem ekki þorir að draga ályktanir af þvi sem það hefur sjálft f>TÍr aug- unum, heldur lætur hrekja sig til ókunnra staða. Hitt á eftir að sýna sig- hversu margir láta flæma sig út í hirningeyminu í mánaðarlok, og þá mun sannast hvort fyrirbærið á timglinu reynist ekki Sjálfstæðisflokknum sú Gjallarbrú sem um getur í Eddu. en það- an liggur hel- vegur norðui’ og niður.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.