Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.04.1955, Side 1

Nýi tíminn - 14.04.1955, Side 1
LESENDUR! Útvegið blaðinu nýja . kaupendur og tilkynn' ið þá til afgreiðslunnar TIMINN Fimmtudagur 14. apríl 1955 — 15. árgangur — 13. tölublað Atvinnurekendur ©g ríkisstjórn hafa sóað á annað hundrað milljónum í styrjöldina gegn verklýðsfélögunum LESIÐ Grein Sverris Kristjáns- sonar um verzlunar- frelsi íslands á 7. og 11. síðu. Vísir á SiglufírSi fer í söogför til Suðurlauds í vor Fjölmargir atvinnurekendu r vilja semja við verkalýðssamtökin Páskamir liðu án þess aS atvinnurekendur og ríkis- stjóm geröu nokkurt handarvik til aö ieysa vinnudeilurn- ar. Þessir aðilar hafa nú stöövaö framleiðsluna í fjórar vikur í því skyni einu aö reyna aö svelta verkfallsmenn til undanlátssemi. Þeir hafa nú þegar sóað fyrir þjóðinni upphæð sem nemur á annað hundrað milljónum króna og heföi hrokkið til aö uppfylla allar kröfur verkalýðsfé- laganna á annað ár! Virðast ríkisstjórn og ofstækisfyllstu atvínnui'ekendurnir staðráðnir í því að halda þessum einstæðu skemmdarverkum áfram enn um sinn, þótt dag- vaxandi andstaða sé nú meðal atvinnurekenda gegn þess- um vinnubrögðum. Þannig urðu hörð átök á fundi í Vinnuveitendasambandi íslands s.l. laugardag, og var til- laga um að gera verkalýðsfélögunum nýtt og hærra til- boð felld með aðeins fjögurra atkvæöa mun. kröfur vinnandi fólks. Vinnu- deilurnar halda áfram þangað til það hefur verið gert, og 1 slikri þolraun verða það ekki alþýðusamtökin sem bresta heldur atvinnurekendur og rík- isstjórn þeirra eftir að hafa só- að hundruðum milljóna króna fyrir þjóðinni. Það eru glæp- samleg verk sem nú er verið að vinna. Atvinnurekendur og rík- isstjóm munu að visu falla á glæpum sínum — en það er alltof dýrt fyrir þjóðina að eiga afkomu sína og örlög í hönd- um slíkra manna. Nýlega er kominn hingað til bæjarins Þorsteinn Hánnesson óperusöngvari og mun hann 1 dveljast hér um tíma. Mun hann meðan hann dvelur hér í bænUm veita kórfélögum í Karlakórn- um Vísi tilsögn og þjáifun. ^ Kórinn hefur æft af kappi frá áramótum og er ætlunin að hann fari í söngför til Suðurlandsins í vor. Fundur deiluaðila var hald- inn s .1. laugardag og gerðist þar ekki neitt; atvinnurekend- ur buðu þar ekki eyrishækkun á kaupi. Sama dag var hins vegar haldinn fundur í Vinnu- veitendasambandi Islands og kom þar fram mjög mikill á- greiningur og harðar deilur. Sjá ýmsir atvinnurekendur fram á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota ef eins verður hald- ið áfram, og báru þeir fram tillögu um að atvinnurekendur gerðu verkalýðsfélögunum nýtt og hærra tilboð en þær „7% kjarabætur“ sem síðast voru nefndar. Tillaga þessi var felld með aðeins fjögurra atkvæða mun, og voru hörðustu and- stæðingar hennar milliliðaokr- 1 aramir og hermangararnir með Kjartan Thors í broddi fylking- ar. ^ Tapar 50.000 kr. á dag. Tjónið af framleiðslustöðvun atvinnurekenda og ríkisstjóm- arinnar er þegar orðið geysi- legt og fer stighækkandi með hverjum degi. Varlega áætlað mun það nú þegar nema á ann- að hundrað milljónum króna. Þegar togararnir stöðvast nú allir bætist enn við milljónatjón á hverjum degi. Sem dæmi um herkostnað atvinnurekenda má nefna að Vélsmiðjan Héðinn mun tapa 50.000 kr. á dag, þannig að hún ein hefur þegar tapað á aðra milljón síðan verk föllin hófust. ^ Smánartilboð á leiðinni? Þáttur ríkisstjómarinnar í þessu máli er þó með mestum endemum. Allt frá upphafi deil- unnar hefur hún ekkert gert annað en að spilla, fyrir því að samningar tækjust. Hún hefur sent frá sér eitt áróðursplaggið af öðru gegn sjálfsögðum og réttlátum kröfum verkafólks. Skipun sáttanefndar hefur reynzt einber markleysa; hún hefur ekki fengið neina aðstöðu til nokkurra raunhæfra starfa. Og nú er talið að ríkisstjórnin ætli enn að bæta gráu ofan á svart með því að láta meiri- hluta sáttanefndar bera fram einhverja „miðlunartillögu“, smánarboð, sem hefði einn tilgang að tefja enn lausn deilunnar. Sú rikisstjórn sem þannig hegðar sér hefur sannað svo að ekki verður á móti mælt að hún er ekki fær til þess að gegna störfum sínum; henni ber að segja af sér án tafar. 'jAf' Aðeins ein lausn. Vinnudeilurnar verða ekki leystar með þvi móti að reyna að svelta verkafólk til undan- halds. Þær verða ekki leystar með neinum smánarboðum eða öðrum brellum. Þær verða leystar með því einu móti að ganga til móts við réttlætis- Enginn stjórnarfund ur í Ragn- ar Blöndal h.f. árum saman Mikilvœgar upplýsingar fengnar um lánardrotfnana og starfshœtti þeirra Rannsókn á máli Ragnars Blöndals h.f. heldur stöðugt áfram fyrir luktum dyrum, og mun Gunnar Hall hafa gefið mjög mikilvægar upplýsingar um lánardrottna fyrir- tækisins og starfshætti þeirra. Sakadómari hefur nú sent bókhald fyrirtækisins og gögn sem það varða til endur- skoðunar hjá Ragnari Ólafssyni hæstaréttarlögmanni. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá liggur það nú fyrir að lánum fjármálamannanna hefur verið haldið fyrir utan hið almenna bókhald, sem sýndi þannig allt aðra útkomu en raunveruleg var. En þetta er ekki eina misferlið í sambandi við fyrirtækið; þannig mun ekki hafa verið haldinn stjórnarfund- ur í hlutafélaginu í meira en einn áratug, en samkvæmt lög- um ber að halda stjórnarfundi árlega. Hreint fjölskyldufyrirtæki. Ragnar Blöndal er eitt af þeim hlutafélögum sem eru formið eitt og hreint fjölskyldu- fyrirtæki. Stofnendurnir voru upphaflega þessir: Ragnar Blön- dal, Ilse Blöndal kona hans, Axel Blöndal, Soffía Blöndal og Gyinnar Hall. Undanfarin ár hef- ur stjórn hlutafélagsins verið þannig skipuð: Ilse Blöndal for- maður, Axel Blöndal og Gunnar Hall. 28. febrúar s.l. var loks haldinn stjórnarfundur í hluta- félaginu, og er stjómin nú þann- ið skipuð: Ilse Blöndal, Valdís Blöndal og Birgir Frímannsson, tengdasonur Ilse Blöndal. Hægri höndin veit ekki af þeirri vinstri Enda þótt hlutafélagið Ragnar Blöndal h.f. hafi lent í fjárþrot- um þeim sem alkunn eru, á það ekki við um eigendur þess. Þannig á frú Ilse Blöndal, for- maður hlutafélagsins og aðaleig- andi þess, húseignina miklu í Austurstræti skuldlausa, ásamt annarri fasteign. Eru eignir þessar varlega metnar á 12 milljónir króna. Þær eru hins vegar algerlega óháðar fjárþrot- um fyrirtækisins; svo vísdóms- lega er fjármálalífinu fyrirkomið í landi frjálsrar verzlunar að hægri höndin þarf sannarlega ekki að vitað hvað hin vinstri gerir, og þaðan af siður að bera nokkra ábyrgð á því. • í | Gamli bærinn í j ! Kaupmannahöfnj ; : ; Þetta er loftmynd af elzta \ i hluta Kaupmannahafnar, \ j þar sem þröngar götur og j i þéttbýli hafa í samein- [ I ingu valdiö slíkum um-1 | ferðavandrœðum að nœrri \ | stappar fullkomnu öng- i : þveiti. Reynt hefur verið \ j að ráða bót á þessu með \ j því að breikka götur og \ j byggja ný hús í stað gam- [ | alla en það hefur aöeins [ : gert illt verra, því að við [ Í það hefur atvinnufyrir- [ Í tœkjum fjölgað og um- [ i ferðin enn aukizt. Nú \ I hafa nokkrir arkitektar E : lagt til að reynt veröi að \ I leysa vandann með því að [ Í stœkka háskólahverfið \ Í umhverfis Frúarkirkju [ | (efst til hœgri á mynd- \ Í inni). Við það ætti að [ [ draga úr umferðarþrengsl [ [ unum því aö frœðimönn- \ Í um og stúdentum fylgir [ | ekki sama bílamergðin og [ : atvinnurekstri og verzlun.: : i : •

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.