Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.04.1955, Qupperneq 3

Nýi tíminn - 14.04.1955, Qupperneq 3
BtNAÐARÞÁTTUR Framræslu-hugleiðingar Enn búum við i lítt numdu landi. Jafnvel með fjölförnustu þjóðvegum landsins blasa hvar- vetna við okkur hinar víðáttu- miklu mýrar. Að vísu er enn allmikið til af óræktuðum mó- um, ræktanlegum melum og söndum, en langmestur hluti hinnar óræktuðu víðáttu, eru ó- ræstar og arðlausar mýrar. Ef við athugum landabréfið, sést bezt hve ræktunin er örlítill hluti sveitanna, enda telja fróð- ir menn, að enn séum við ekki búnir að rækta meira en 5% af ræktanlegu landi okkar. Við verðum því að herða róðurinn, ef við eigum að ljúka fram- ræslu mýranna áður en aldir líða. Þó mýrarnar séu hér um bil arðlaust land, búa þær samt yfir miklum auðæfum, sem við virkjum með framræslunni. Hin verðmætu frjóefni þeirra nýtast ekki fyrr en þær eru þurrkaðar. I hverri sveit sjáum við, hversu þurrir mýrajaðrar og annað mýrlendi, er náttúran ein hefir þurrkað með lækjar- farvegum, getur enzt ótrúlega vel til beitar — án áburðar. Þá hefur Klemenz Kristjáns- son á Sámsstöðum sannað með tilraunum fjárhagslegan hagn- ,að af framræslunni. Gróðurinn breyttist og batnaði furðu fljótt og sprettan fór ár-vaxandi í nokkur ár — án áburðar. « Framræslan hlýtur því að verða veigamesta verkefni okk- ar i ræktunarmálum næstu áratugina, enda er hún undir- stöðuatriði allrar ræktunar. Með hraðvaxandi iðnaði á grundvelli virkjaðra vatnsfalla, þarf landbúnaðarframleiðslan að aukast hröðum skrefum, svo fullnægt verði neyzluþörf bæj- anna. Það er því ekki aðeins eðli- legt, heldur skylt, að þjóðfé- lagið leggi fram vaxandi fjár- xnagn til framræslu mýranna. Ekki verður sagt, að reynsla okkar af framræslu sé löng, því að fyrir 1920 voru framræslu- framkvæmdir allar í mjög smá- um stíl og hnausræsi lítt þekkt meðal almennings. Nokkrir brautryðjendur í ræktunarmálum voru þó búnir að afla nokkurrar reynslu af þurrkun mýrlendis með hnaus- ræsum, auk opinna skurða, en þegar framræsla fór yerulega að aukast, eftir að „þúfnaban- ar“ og dráttarvélar voru tekin í þjónustu ræktunarinnar, var ekki tekið nóg tillit til reynslu þessara brautryðjenda. Framræslan varð því víða fálmandi og af vanþekkingu gerð, enda urðu víða mikil mis- tök í mýrarræktuninni fram yf- ir 1930 vegna of mikils jarð- raka og afraksturinn fór eftir því. Upp úr 1930 fóru bændur að sjá hvert stefndi. Það yrði að leggja meiri áherzlu á fram- ræslu en gert hafði verið. Q Þegar vélknúin jframræsla hófst hér fyrir alvöru 1942 verða • straumhvörf í framræslufram- kvæmdum hér á' landi. Miðað við það, sem áður var, má með sanni segja, að víða hafi verið stigin risaskref, sem áttu eftir að ná til flestra sveit landsins, með vaxandi hraða. Miðað við handgröft. kom það oft fyrir, að skurðgrafa 100 faldaði mannsaflið og með kíl- plógunum mátti 500 falda það, við holræsagerð. Það er því engin furða, þó nokkurt uppnám yrði í hugum margra -við slika byltingu og djarft væri teflt á ýmsan hátt. Nú var hægt að grafa opna skurði miklu dýpra en áður þekktist, þó var talið sjálfsagt að hagnýta alla möguleika kíl- ræsanna, þessvegna var haft svipað bil milli skurða og áður var algengt, þegar hnausræsi voru notuð. 4—6 metrar voru hafðir milli kílræsanna með 90 sm dýpt. Eftir 10—15 mínútur fór vatn að vætla úr hinni 20 sm víðu jarðvegspípu og fór það hrað- vaxandi, og er það náði há- marki eftir allt að því klukku- stund, ruddist vatnið fram með leðjuframburði eins og lækir í vorleysingu. Víða þornaði land- ið mjög fljótt. Þetta var ævin- týri fyrir unga og gamla, sem létu sig málið nokkru skipta. Það tók tæpan dag að skurða hektarann, en aðeins 2—3 tíma að kilræsa hann. En svo kom reynslan eftir nokkur ár, að vísu ekki eins ævintýraleg, en engu að síður verðmæt eins og ávallt þegar reynt er að læra af henni. Við góð framræsluskilyrði (góð mó7 jörð og góður halli) fullnægði hún beztu vonum okkar, þar má værjta góðrar endingar á ræs- unum. En yæri landið aftur á móti leir-, sand- eða malarbor- ið, svo nokkru nam, mátti bú- ast við að ræsin stífluðust að einhverju leyti þegar landið var brotið til-ræktunar vegna titrings sem kemur á jarðyeg- inn, þegar unnið er með stórum jarðyrkjuvélum. f slíkum jarðvegi verður að stytta bilið milli opinna skurða í 50—60 metra. Þar sem jörð er óhæf fyrir kílræsi getur jafn- vel þurft að hafa aðeins 30—40 metra milli skurða þegar um leirjörð er að ræða. Ef um samfelld sand- eða mal- arlög er að ræða, getur jörðin fullþornað án ræsa, þó alllangt sé milli skurða, Þar sem beztu framræsluskilyrði eru, má hafa um 100 metra milli opinna skurða. Þar sem marflatt land er tek- ið til ræktunar, er nauðsynlegt að búa til halla á landið til þess að draga úr kalhættu. Til þess þarf að lækka skurðbakk- ana um 30—50 sm. Ef tilfærslu- kostnaður við jöfnun þess á ekki að verða mjög mikill, mun varla borga sig að hafa meira en 50 metra miili skurða ^jafn- vel þó hægt sé að kílræsa landið að lokinni jöfnun. Fyrir endingu kílræsanna er mikilsvert að þau hafi góðan vatnshalla, þessvegna verður, á hallalitlu landi, að velja þeim mesta hallann, en leggja opnu skurSiiía* Æfh'næst jafnhæðar- línum. Þegar skurðir eru ákveðnir, verður að leggja mikla áherzlu á, að vel sé skorið fyrir jaðars- vatni og aðrennslisvatn geti hvergi komizt inn á landið. Sjálfsagt er að leggja skurði svo reglulega sem hægt er með hliðsjón af jarðræktar- og upp- skeruvinnu síðar meir. Staðhætt ir geta þó torveldað æskilegt skipulag framræslunnar, svo sem þar sem mikið er um dý eða önnur uppgöngu augu eða mjög breytilegt jarðvegsdýpi. Áður var ég búinn að benda á hve ágætt beitiland þurrkað- ar mýrar eru, þó ekkert væri á borið. Ekki var þó hugmynd mín að hvetja til rányrkju, heldur benda á falinn fjársjóð sem lagður væri í lófa okkar með framræslunni, og við ætt- um með ræktun, að auka og efla handa komandi kynslóðum — handa niðjum okkar. Eg vil því eindregið hvetja bændur og samtök þeirra til þess, að einbeita sér að fram- ræslu til beitiræktar, sérstak- lega þar sem sumarbeit er lé- leg, en nóg af nærtæku mýr- lendi. Það er óhæfa að sumar- beit kúnna sé sumsstaðar ekki betri en svo, að þær mjólki ver á sumrin en vetuma. Þar sem framræslan er mið- uð við beitirækt, mundi vera hægt að komast af með all- miklu meira bil milli skurða heldur en haft er þegar um túnrækt er að ræða, ef jarð- vegurinn er þannig að kílræsi koma að gagni. Er þá rétt að gera ráð fyrir að skurðum sé bætt við, þegar landið er tekið til túnræktar. Við hentug framræsluskilyrði í þessu augnamiði, ætti fram- ræslúkostnaður á hektara ekki að fara yfir 800 kr. þegar frá er dreginn þáttur ríkisins í framræslunni. Um 20—30 ára skeið hefir framræst mýrlendi verið notað til kúabeitar á Blikastöðum í Mosfellssveit með ágætum ár- angri. Eins og kunnugt er, var Magnús Þorláksson mikill brautryðjandi í ræktunarmál- um og þó sérstaklega í fram- ræslu mýrlendis. Hann ræsti svo mikið að landið hafði stað- ið mörg ár fullþurrkað áður en hann braut það til túnræktar. Hann flýtti mikið fyrir gróð- urfarsbreytingu landsins með ■c - .iinwt niui’íl VíltíJji.-U-.jtUIÍ ;-)ÍHií)«íí iyc Fimmtudagur 14. marz 1955 — NÝI TÍMINN — (3 Bóluefni við lömunarveiki hef ur gefið góða raun Varði 80-90% barna lömunum í fyrstu tilraun , Bóluefni bandaríska læknisins Jonas Salk við lömun- arveiki hefur reynzt koma að verulegu gagni að verja böm sýkingu og lömunum og notkun þess er hættulaus. Bóluefnið var reynt í fyrra- sumar á 410.000 skólabömum víða um Bandaríkin. Til saman- burðar fylgdust læknar með hálfri annarri milljón barna sem ekkert bóluefni var gefið. f gær birti Thomas Francis, prófessor við Michiganháskóla, sem stjórnaði skýrslugerð um til- raunina, niðurstöðurnar af úr- vinnslu starfsmanna sinna. Hundruð visindamanna og frétta- manna voru komin til háskóla- borgarinnar. Ánn Arbor til að hlýða á niðurstöðurnar, sem birt- ar voru á 10. ártíð Franklins D. Roosevelts forseta, sem bæklað- ist af völdum lömundarveiki á miðjum aldri og átti frumkvæði að því að öflug samtök voru mynduð til að hjálpa lömunar- sjúklingum og leita að vörn gegn sjúkdómnum. Francis prófessor skýrði svo frá, að komið hefði í ljós að á móti hverju bólusettu barni sem veiktist af lömunarveiki hefðu níu börn veikzt úr jafnstórum hóp óbólusettra barna á sömu slóðum sem tekinn var til sam- anburðar. Þetta þýðir, sagði hann, að bólusetningin á 80—90 af hverjum hundrað börnum hef- ur komið að fullu haldi. Það er sérstaklega þýðingar- F’iölskylda týnd á fjöllum Hundruð manna leituðu í gær í fjöllum nærri Drammen í Nor- egi að hjónum að nefni Sevik og 11 ára dóttur þeirra. Fjölskyldan týndist á páskadag í skíðaferð um fjöllin. mikið að bóluefnið er haldbezt gegn mænukólfslömunarveiki, ill- kynjaðasta afbrigði sjúkdómsins. Aðeins eitt barn sem bólusett hafði verið dó úr lömunarveiki og er því kennt um að hálseitl- ar höfðu verið teknir úr því um sama leyti, en sú aðgerð stóreyk- ur hættu á sýkingu þegar far- aldur gengur yfir. Salk, höfundur bóluefnisins, sagði þegar hann frétti niður- stöðurnar af rannsókninni á ár- angri tilraunarinnar, að hann væri sannfærður um að hægt væri að gera bóluefnið næstum 100% áhrifaríkt og með hjálp þess yrði unninn bugur á löm- unárveikinni. Það fylgdi skýrslu Francis prófessors, að hjá einungis 0,4% hinna bólusettu barna hafi orðið vart óheppilegra aukaáhrifa af bólusetningunni og hvergi alvar- legra. Gengið hefur verið úr skugga um að varnaráhrif bólu- setningarinnar við lömunarveik- issýkingu endast í að minnsta kosti fimm mánuði. Skýrt var frá því í gær að danskir vísindamenn hefðu fram- leitt bóluefni við lömunarveiki. Birgðir sem nægja til að bólu- setja 200.000 börn eru fyrir hendi og hefst bólusetning 25. þ. m. Bóluefni hafa einnig verið bú- in til í Svíþjóð og Frakklandi og verða reynd á næstunni. Talsmaður brezku heilbrigðis- stjórnarinnar sagði í gær að of snemmt væri að fagna fullum sigri yfir lömunarveikinni. Vírus- afbrigðin sem valda henni væru ekki allsstaðar þau sömu og ekk- ert bóluefni yrði reynt í Bret- landi að svo stöddu. Úivegsbankinn geíur kálfa milljón til rannsókna í sjávaríítvegi Átti aldaríjórðungs aímæli í gær í gær var aldarfj órðungur liöinn síðan Útvegsbanki ís- lands h.f. tók til starfa. Af því tilefni ákvað stjórn bankans að gefa hálfa milljón króna útvegsins. Einnig gaf stjórn bankans 50 þús. kr. til dvalarheimilis starfs manna bankans og 200 þús. kr. til að stofna náms- og kynnis- ferðasjóð starfsmanna. Mörgum gestum var boðið til bankans í gær til þess að minnast afmæl- isins. Vöxt og viðgang bankans má nokkuð marka af því að í árs- lok 1930 voru innstæður 6,2 milljónir en 280,6 millj, kr. um síðustu áramót. Útlán voru 31,8 millj. kr. 1930 en 440,2 millj. á síðasta ári.. Niðurstöðutölur jafnaðarreiknings voru 43 millj. kr. 1930 en 515 millj. á s. 1. ári. Starfsmenn bankans voru 45 árið 1930 en eru nú 120. «'iyiiKú ..Miílht Mbv.ibim k til rannsókna í þágu sjávar- Fyrstu bankastjórarnir voru Helgi P. Briem, Jón Baldvins- son og Jón Ólafsson. Helgi Guðmundsson tók við af Helga P. Briem 1932, og er þeir Jón Baldvinsson og Jón Ólafsson féllu frá 1938 voru Ásgeir Ás- geirsson og Valtýr Blöndal skipaðir bankastjórar. Jóhann Hafstein tók svo við af Ásgeiri Ásgeirssyni er hann var kjör- inn forseti Islands. Útlán bankans skiptust þann- ig á atvinnuvegina um s. I. áramót: sjávarútvegur 45,4%, iðnaður 13,3%, verzlun 28,9%, húsabyggingar 3,8% og ýmis- legt 8,6%. -ii

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.