Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.04.1955, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 14.04.1955, Blaðsíða 4
4) __ NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 14. apríl 1955 síáuslu viku ^ •'» " ÍA Kvöld hins langa föstudags var að þessu sinni hið hezta sem útvarpið mun nokkru fiinni boðið hafa frá fyrstu stund sinnar tilvistar. Magnús Már Lárusson prófessor tók 6aman samfellda dagskrá úr kirkjusögu miðalda og flutti xneð nemendum sínum. Dag- fikrá sú var virðulegur fróð- leikur um trúar- og kirkjulíf okkar fram um siðaskipti og féll fullkomlega inn í blæ föstudagsins langa án allrar tilgerðar og uppgerðar. Þá verður ekki farið sam- bærilegum lofsyrðum um dag- fikrá laugardagsins fyrir páska. Góður var söngur þeirra fimmenninganna, Guð- rúnar Á. Símonar og Þuríð- ar, Guðmundar, Kristins og Magnúsar. En fullkomin á- stæða var til að óska þess, að þeir ágætu söngvarar hefðu eungið íslenzk lög með ís- lenzkum textum að einhverju leyti, þar sem á eftir kom báttur, sem nefndur er keppni í mælskulist, en svo mætti virðast sem sá þáttur væri uppfundinn sem viðleitni að drepa niður skilning þjóðar- innar á því, hvað mælskulist er og að sú list stendur í órofa tengslum við meðferð máls og einning aðrar menn- ingargeymdir þjóðarinnar. Til að dæma um afrek í list þess- ari eru fengnir tveir úr hópi merkustu fræðimanna okkar tm mál og sögu þjóðarinnar, enda báðir doktorar • í þeim fræðum. Og þeim er það hlut- verk í hendur fengið að refsa manni fyrir það að minnast á skáldskap í sambandi við Egil Skallagrímsson eða taka sér orðið biskup í munn í sambandi við Skálholt eða leyfa sér að segja megin, ef minnzt er á mat, svo sem væri það mjög refsivert að taka sér í munn stuðluð orðtök. Állt er þetta fyrirkomulag svo asnalegt sem engu tali tekur, ! og ég er hissa mjög á því, að virðulegir fræðimenn skuli leggja sig niður við þennan ! ósóma. Sé það brot á reglum mælskulistar að Egill Skalla- grímsson hafi verið skáld og íSkálliolt hafi frægt orðið fyr- ir biskupa sína og matur sé mannsins megin, þá á að fá íyrir dómendur menn á borð við Þorstein Thorarensen og Guðna brúarbrandara. Hitt er annað mál, að gera mætti menningarlega skemmtiþœtti sem bera mættu með réttu aeitið: keppni í mælskulist, bar sem prófessorar Háskól- ans væru vel sæmdir af próf- úómarastörfum, og þyrfti ! ekki miklu að breyta um form báttarins til þess að svo yrði. Þá væru bannorð hvers kon- &r mállýti, svo sem „sem að“ og „ef að“, eins og maður heyrði í keppninni og ekkert var við að athuga út frá sett- um leikreglum, og gefin stig fyrir setningar, sem væru '• sérstaklega vel sagðar, og orð- i ‘tök, sem hittu sérstaklega vel I í mark. Það mundi hafa hin I ákjósanlegustu áhrif í þá átt að auka áhuga almennings fyrir vöndun daglegs máls, og þá gætu þessir skemmtiþættir nm leið orðið fræðsluþættir um, hvað rétt mál er og hvað rangt. Nú vill svo til, að í þess- ari viku rak ég mig á tvær ákaflega átakanlegar málvill- ur í erindaflutningi. Önnur var í íþróttaþættinum á mið- vikudaginn. Þar var talað um skautavelli sem gera ætti víðs- vegar í Reykjavík, og sagði ræðumaður, að „þeir ættu að rekast af Reykjavíkurbæ“. í þessari einu setningu eru að minnsta kosti þrjú átakanleg lýti. í fyrsta lagi að tala um að reka íþróttasvæði í stað þess að starfrækja það. I öðru lagi að hafa setninguna í þol- mynd með forsetningarlið í stað þess, að Reykjavíkurbær starfræki völlinn. I þriðja lagi að klæða þolmyndarmerking- una í miðmyndarfórm, það var strax skárra að segja, að völlurinn ætti að vera rekinn af bænum, án tillits til þess í hvaða átt hin ágæta skauta- tjörn yrði rekin. Hin villan var í guðfræðilegu erindi, all- skemmtilegú, sem séra Óskar Þorláksson flutti á þriðjudags- kvöldið um Símon frá Kýrene, þann er unnið hefur sér ó- dauðlegt nafn í sögu kristn- innar fyrir að taka á sínar herðar krosstréð, sem frelsari mannanna hafði gefizt upp við að bera til aftökustaðar síns. Prestur færir rök að því, að þeir, er annast áttu flutn- ing hins dauðadæmda, voru í nokkrum vanda staddir þegar hann örmagnaðist á leiðinni. En þá kom þessi blökkumað- ur þeim í opna skjöldu, segir fyrirlesarinn. Hér kemur í ljós, að þessi virðulegi emb- ættismaður skilur ekki orð- takið að koma í opna skjöldu og hyggur, að það þýði hið sama og að koma eins og maður sé kallaður. Fyrir svona málvillur ætti að refsa stranglega í keppni í mælsku- list. Höfundur þessara pistla víkur aldrei frá þeirri megin- reglu að skrifa um það eitt, sem hann hefur hlustað á. Þess vegna verður hér ekki minnzt á mörg þeirra dag- skráratriða, sem ef til vill hafa verið beztu dagskrár- atriði vikunnar, svo sem leik- ritið Nóa á sunnudagskvöldið, um ævintýraferðir og landa- fundi eftir Vilhjálm Stefáns- son, Já eða nei, dagskrá Kristilegs stúdentafélags ofl. Fer því að sneiðast um það, sem frásagnar er vert. — Rétt er að minnast barnatím- ans á sunnudaginn, sem nem- endur úr Gagnfræðaskóla Vesturbæjar önnuðust undir stjórn Björns Þorsteinssonar. I vetur hefur verið minna um það en verið hefur að skólar annist dagskrárliði, og er að því eftirsjá. Barnatíma ættu barnaskólarnir þó einkum að annast, en framhaldsskólarnir geta verið þess vel megnugir að taka að sér heilar kvöld-, vökur. Auk þess sem kvöld- vökur þær gætu staðið öðrum kvöldvökum fyllilega á sporði þá hefðu þær það til síns á- gætis að vera almenningi kynning um starf skólanna og anda þann, er yfir því hvílir. Helgi Hallgrímsson ræddi Framhald á 10. síðu. Blðð í Eítir Jóhannes Helga morgimsármu Þáð er nótt á Grænlands- hafi — og þögnin er alger, ekki svo mikið sem garg í fugli. f myrkrinu grillir í mast- ursljós skips — og þarna mótar fyrir þúst; það er skipið, hreyf- ingarlaust og friðsamt að sjá. En þetta er blekking. _ Ekkert rándýr merkurinnar né haf- djúþanna er árvakrara, grimm- ara né miskunnarlausara en þetta skuggalega járnskip, það er tilbúið til fyrirvaralausrar árásar við fyrstu skímu morg- unsins, hraðskreytt skip, stutt, háreist og á klofið stefnið bolt- uð kubbsleg byssa með skutli. Þetta er hvalfangari. Uppi í brúnni í daufri skím- unni frá kompásnum mótar fyr- ir þremur mönnum með loð- skinnshúfur á höfði; holdgrann- ir, harðlegir menn, starandi þögulir út í kalda nótt heim- skautsins. Uppi í tunnunni í Þeir hafa hlekkjað bráðlna við skipssíðuna mastrinu grillir í höfuð þess fjórða, og djúpt í iðrum skips- ins, bak við ryðgaðar járnplöt- urnar undir yfirborði sjávar- ins, standa tveir menn, bíð- andi eftir hringingu ofan úr brúnni, vélstjórinn aftur í vél- arrúminu virðandi fyrr sér þagnaðar vélarnar, og kyndar- inn frammi á fírplássinu, nak- inn að ofan, laugaður bjarman- um frá eldholunum, og hefur ekki augun af flöktandi nálum sótugra mæla. Þeir bíða, sex menn, þögul- ir, tilbúnir. Svo snögglega, í órafjarlægð, bregður fyrir daufri skímu; brot af sjóndeildarhringnum verður sýnilegt, og upp yfir það gægist fyrsta skíma hins rísandi dags, flöktandi fyrst, hikandi, brýzt svo fram í him- inhvolfið voldug og sterk, þenst út, liækkar; feiknlegir geisla- stafir ljósta myrkur himinsins, hækka, breikka — unz norður- hvelið er skyndilega albjart orðið og nýr dagur runninn. Mennirnir í brúnni bera sjón- aukana að harðlegum augunum. Á næsta andartaki lýstur » kraftaleg hönd vélsímann, tvisvar sinnum. leiftursnöggt. Tvær hvellar hringingar glymja hátt í vélarúminu — og' kyrrðin er rofin. — Bráð eygð. — Góann! öskrar vél- stjórinn fram á fírplássið, hverfur síðan í iðandi, gufu- strók. Þúsundir hestafla eru leystar úr læðingi, stálhófarnir taka að hamast á öxlinum með ofsahraða, og túrbínan hefur upp dunandi hátíðnisöng sinn, söng um stál, kraft og dauða, og þessi tröllaukna hljómkviða, slungin tifi í bpllum, blístri í ventlum og hröðum taktföstum slætti stálhófanna, læsist í dautt og kvikt, fer sem bylgja um mennina og skipið allt stafnanna á milli. Frammi á fírplássinu stekkur kyndarinn álútur með logandi blys frá einu eldholinu til ann- ars. Stálgólfið glamrar undlr fótum hans og það brakar og brestur hátt í ryðguðum styrkt- arböndunum á síðunni. Hann vindur sér fimlega undan eldi og sóti, sem spýtist út um öryggisgötin á dunandi eld- hoiunum og eldglampamir leika um járnsúðir og dælur. Mennirnir í brúnni teygja þegjandi fram hökuna; munn- urinn herptur saman í mjótt strik, augun útstæð. Andlits- gríma þeirra speglar .aðeins eina hugsun: hraðar — hraðar! Og áfram geysist hvalfangarinn í freyðandi röst, knúinn til hins ítrasta, þenur sig nötrandi og stynjandi yfir hafflötinn í mis- kunnarlausum eltingarleik við steypireyði á bakborða. Risavaxin bráðin, blásvört, 30 metra flykki, 90 tonn af kjöti beinum og blóði, fer mik- inn, kafar um stund. Vélar skipsins þagna, þeir í brúnni biða átekta, skima — og þann- ig endurtekur sagan sig aftur og aftur. Bráðin kemur upp, blæs, hverfur á nýjan leik í djúpin, ferðast neðansjávar með stefnu á heimskautið. Skipið tekur snarpa beygju. Vélsíminn glymur á nýjan leik. Skorsteinninn þeysir upp í loft- ið eldi og sóti og skipsskrokk- urinn skelfur stafnanna á milli undan átökum vélanna. Skepnan hefst og sígur í vatnsskorpunni, uggir ekki .að sér, blæs, ferðast hratt en hátt- bundið, tignarlega, í freyðandi röst. Skipið þenur sig yfir hafflötinn með þungum dyn Þeir eru í skotfæri. Skyttan er komin að byss- unni. Fætur hennar tifa ótt og títt á hvalbaknum, hún gerir sig líklega, hún er farin að fá skjálftann, nasavængirnir titra. Vélar skipsins þagna. Nú! Hvellur. Eldblossi og reykur gýs upp af byssunni, síðan ann- ar hvellur dumbur, er sprehgi- kúlan springur . í dýrinu. Ramman púðurþef leggur um skipið. Hafið umhverfis risa- skepnuna tekur svipuðum breytingum og spegill sem brotnar. Sjórinn rótast upp, og tryllt helsært dýrið, þeysandi blóðstrókum upp í himininn, fer hamförum eftir haffletinum, dregur út þúsundir faðma af tói, snýr svo við og stefnir með hraða tundurspillis á hval- fangarann. Vélsíminn glymur ofsalega, þrjár hringingar í striklotu: títt á livalbaknum — en of seint. Það vinnst ekki tími til að skjóta. Boðaföllin brotna á skipinu og risavaxinn blá- svartan sporð, löðrandi í blóði, ber eins og fjall við himin, síð- an: dynkur, brothljóð, jáma- Framhald á 10. síðu. Sæljónið“ mikla hefur náð síðasta áfanga: steinbryggju undir ókunnu f jalli.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.