Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.04.1955, Side 6

Nýi tíminn - 14.04.1955, Side 6
6) — NÝI TlMINN — Fimmtudagur 14. apríl 1955 NYl TlMINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Greinar i blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500. Áskriftargjald er 30 krónur á ári. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Horfur á «xð af stórveldafundi verði loks í vor eða sumar Bandarikiastjórn virÓist loks hafa látið af andstöðunni gegn hugmyndinni Vinnndeilur eru afleiðing oknrs og fjárplógsstarfsemi Um fátt mun nú vera meira rætt og hugsað af alþjóð manna en þá hörðu vinnudeilu sem nú stendur yfir, og staðið hefur nú 1 fullan mánuð. í því sambandi skyldu sem allra flestir reyna til hlítar að skilja þann grundvöll þjóðfélagsins, sem öflun þjóðarteknanna og þjóðarauðsins byggist á og ennfremur hverjir það em, sem aðstöðu hafa til að auðgast af hverskonar starfsemi, sem vægast sagt er miður holl fyrir þjóðfélagið sem heild. Grundvöllur að sköpun þjóðarauðsins er annarsvegar það fjármagn, sem þjóðin á og bundið liggur í framleiðslu- tækjum hennar og öðmm eignum og hins vegar vinna hinna mörgu handa, er að framleiðslunni starfa, og skapa þannig verðmæti úr auðlindum lands og sjávar. Ber þá fyrst að athuga hverjir það eru, sem möguleika hafa til að safna auði. Em það þeir, sem að framleiðsl- unni vinna? Enginn einasti maður mun vera í vafa um svarið. Milljónamæringar em margir á íslandi, en hver vill halda því fram að unnt sé að verða milljónamæringur af þeim tekjum er fást fyrir verkamannavinnu, sjó- mennsku eða landbúnað. Hver er sá verkamaður, sjómað- ur eða bóndi, sem orðið hefur auðugur af vinnu sinni við framleiðslustörf? Ómögulegt mun reynast að benda á einn einasta. En hverjir eru það þá sem möguleika hafa til að safna auði á íslandi, svo nú munu vera hér fleiri milljónamær- ingar en í nokkru nágrannalandanna miðað við fólks- fjölda? Það em þeir, sem fengið hafa í hendur fjármuni þjóðarinnar annaðhvort til að reka stóratvinnutækin, og þó mest til milliliðastarfsemi hverskonar, sem hvílir eins og mara á atvinnurekstrinum. Sú milliliðastarfsemi skap- ar gróða milljónamæringanna, bæöi gegnum innflutnings- og útflutningsverzlunina og okuriánastarfsemina. Eitt af þeim gleggstu dæmum, sem nú þekkjast í höfuð- stað íslands er sú okurlánastarfsemi, sem rekin er, og m.a. kemur fram í því að heil stéttarfélög, sem vinna að því að koma upp íbúðum fyrir meðlimi sína þurfa að sæta þeim kjörum að taka okurlán hjá einstökum peningamönnum, með 20—30% afföllum við lántökuna og 7% ársvöxtum af þeim hluta sem út er borgaður. Þetta ásamt öðrum skyld- um starfsaðferðum sem tíðkast í fjármálalífi okkar og verzlunarháttum, er það sem leiðir af sér vinnudeilur eins og þá sem nú stendur yfir, og því lengra sem slíkt ástand þróast, því skarpari verða stéttaandstæöumar innan þjóð- félagsins, og því harðari verða vinnudeilurnar, afleiðingar þeirra. Harkan, sem einkennir núvei-andi vinnúdeilu, er jafnframt einkenni vaxandi mismunar á tekjuskiptingu þjóðai’innar, sem einkennist af vaxandi fjölda milljóna- mæringa, sem sprottið hafa og spretta upp á grundvelli 'óheilbrigðs fjármálaástands og okurstarfsemi. Eina leiðin til aö koma í veg fyrir afleiðingu er að af- nema orsökina. Þannig er það í hverju máli. Þeir, sem hæst tala um bölvun vinnudeilnanna og þjóðartjón það sem af þeim hljótist ættu því fyrstir manna að stuðla að afnámi þeirrar spillingar, sem er orsök þeirra. En í mörg- um tilfellum eru það hinir sömu aðilar, sem mest græða á ríkjandi ástandi og þess vegna beita öllum sínum kröft- um til' að viðhalda því. Sá skilningur er nú mjög vaxandi meðal þeirra stétta, sem skapa þjóðarauðinn með vinnu sinni að baráttan fyrir hækkuðum launum sé ekki fullnægjandi, nema jafn- framt séu afnumin þau tök fjárgróðamannanna á ríkis- valdinu, að þeir geti gegnum það gert jákvæð áhrif kjara- baráttunnar að engu. Þess vegna vex krafan um að þessár stéttir skapi öruggt bandalag pólitískt og umskapi ríkis- valdið þannig að afnumin sé sú frumorsök stéttabarátt- unnar sem lýst er hér að framan. Enda verður nú sífellt fleirum ljóst aö verði það ekki gert, munu stéttarátökin harðna, og slíkt hlýtur fyiT eða síðar að enda með því að völdin veröi tekin af yfirstéttinni að fullu og öllu. Hinar starfandi framleiðslustéttir em margfalt fjölmennari og því er það sundmng þeirra ein, sem yfirstéttin lifir á og rekursína fjárplógsstarfsemi í skjóli hennar. Ihf ekki kerrmr eitthvert ó- " vænt babb í bátinn má telja víst að fulltrúar Banda- ríkjanna, Bretlands, Frakk- lands og Sovétríkjanna komi saman á fund í vor eða sum- ar til að ræða ýmis mál sem Evrópu varða. Einnig er ljóst orðið að hér verður ekki um að ræða fund æðstu manna stórveldanna, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Ráðgerðir um slíkan fund hafa verið uppi árum saman. Með- an Stalín lifði kvaðst hann hvað eftir annað fús til að hitta forystumenn Vesturveld- anna en aðeins í Evrópu því að læknar bönnuðu sér langa sjó- eða flugferð. Truman þvertók hinsvegar fyrir að sækja stórveldafund annars- staðar en í Washington og komst málið því aldrei á rek- spöl. ■» Torið 1953 tók Winston Churchill þráðinn upp að nýju. Hann sagði í þingræðu, að þar sem nýir menn væru teknir við stjórnartaumunum í Moskva væri að sínu áliti timabært að forystumenn Vesturveldanna ræddu við þá. Churchill hélt því fram þá og jafnan síðan, að ekki ætti að halda viðamikla ráðstefnu með fastmótaðri dagskrá. Vænlegast væri til árangurs að forystumenn stórveldanna ræddust við með sem fæsta íáðunauta hver og gerðu sér far um að kynnast hver ann- ars skoðunum milliliðalaust. Uppástungu brezka forsætis- ráðherrans var strax vel tek- ið í Moskva og París en í Washington voru undirtektir daufar. Churchill rakti sjálf- ur gang málanna í brezka þinginu fyrir skömmu. Hann ferðaðist til Washington til að reyna að fá Eisenhower á sitt mál en fékk þvert nei. Ný Washingtonför í fyrra sumar Nikolai Búlganin sömu erinda varð jafn árang- urslaus. Á heimleiðinni skrif- aði ChUrchill Molotoff og stakk upp á fundi forsætis- og utanríkisráðherra Bretlands og Sovétríkjanna einna úr því að Bandaríkjamenn vildu ekki vera með. Molotoff tók boðinu en þegar heim til Eondon kom snerist Churchill hugur. Hann hljóp frá sinni eigin tillögur og bar því við að sovétstjórnin hafði borið fram tillögu um ráðstefnu fulltrúa allra Evrópurikja um öryggis- mál álfunnar. Bandaríska fréttatímaritið Time hefur skýrt svo frá, að sinnaskipti Churchills hafi stafað af því að Eden, Salisbury lávarður og aðrir áhrifamenn í ráðu- neyti hans lögðust gegn hug- myndinni um tvíveldafund. 'JT'rá því í fyrravor hefur sov- ^ étstjórnin lagt til hvað eftir annað að fulltrúar fjór- veldanna komi saman til að ræða Þýzkalandsmálin. Vest- urveldin hafa jafn oft neitað og lýst yfir að viðræður kæmu ekki til mála fyrr en samning- arnir um hervæðingu Vestur- Þýzkalands og upptöku þess í A-bandalagið hefðu verið í'-----------------------N Erlend tíðindi i__________________________ staðfestir. Þegar rimmurnar um fullgildingu stóðu sem hæst reyndu stjómir Frakklands og Þýzkalands að fá Vesturveld- in til að fallast á viðræður við sovétstjórnina en stjórn- ir Bretlands og Banda- ríkjanna sátu við sinn keip. Nú hafa hervæðingarsamning- arnir verið fullgildir í báðum deiLdum franska þingsins og búizt er við að fullgilding dragist ekki lengi úr þessu í Beneluxlöndunum og Banda- ríkjunum. Má því búast við að samningarnir gangi í gildi í vór. Jafnframt munu koma til framkvæmdá samþykktir Austur-Evrópurikjanna um mótaðgerðir gegn hervæðingu Vestur-Þýzkalands, svo sem sameiginlega herstjórn og her- væðingu Austur-Þýzkalands. kki er liðin nema vika síð- an þess fóru að sjást merki að breyting væri að verða á neikvæðri afstöðu Bandaríkja- stjórnar til stórveldafundar. Walter George, formaður ut- anríkismálanefndar öldunga- deildarinnar, reið á vaðið og kvaðst álíta að halda eigi stór- veldafund fyrir lok þessa árs. Á eftir fór ein af þeim hringa- vitleysum, sem sett hafa svip sinn á stjórnarstörf í Wash- ington síðan Eisenhower kom til valda. Dulles utanríkisráð- herra tilkynnti eftir viðræður við forsetann að sjónarmið ut- anríkisráðuneytisins væru í samræmi við skoðanir George. Samtímis var William Know- land, formaður þingflokks republikana í öldungadeild- inni, að skýra blaðamönnum frá því, einnig eftir viðræður við Eisenhower,. að xíkisstjórn- in væri á öndverðum meið við George. Hún krefðist þess að sovétstjórnin upp- fylli ýmis skilyrði áður en af stórveldafundi gæti orð- ið. Næsta dag ræddi Eisen- j Winston ChurchUl hower við blaðamenn og varð þá afstaða Bandaríkjastjórn- ar nokkru ljósari. Hann kvaðst fylgjandi því að embættismenn frá stórveldunum ræddust við fyrst, siðan utanríkisráðherrar og þá æðstu menn rikjanna ef vænlega þætti horfa um að á- rangur yrði af viðræðum þeirra. rwiveim dögum eftir blaða- mannafund Eisenhowers birti sovétfréttastofan Tass yfirlýsingu frá Búlganín for- sætisráðherra. Segir hann að Dwight Eisenhower < sovétstjórnin taki jákvæða af- stöðu til uppástungu Eisenhow- ers og bendir á að hún hafi þegar lagt til að fulltrúar fjór- veldanna komi saman til að leggja síðustu hönd á friðar- samning við Austurríki. Síð- an hefur það gerzt að Eden utanríkisráðherra hefur skýrt brezka þinginu frá því að Vesturveldin séu að ráða ráð- um sínum um undirbúning stórveldafundar og Churchill hefur lýst yfir að hann telji énn sem fyrr að fundur æðstu manna stórveldanna án fyrir- fram saminnar dagskrár sé vænlegri til árangurs en ráð- stefnur embættismanna og utanrikisráðherra. Loks hefur Dulles gefið í skyn að Banda- Framhald á; 10. síðu

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.