Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.04.1955, Page 7

Nýi tíminn - 14.04.1955, Page 7
Fimmtudagur 11. marz 1955 — NÝI TÍMINN —.(7 í>egar Lög um slglingar og verzlun á fslandi gengu í gildi 1. apríl 1855, þá var lokið réttri 60 ára baráttu íslend- inga fyrir afléttingu verzlun- . arfjötursins. Sú barátta hófst með Almennu bænarskránni 1795, sem þeir frændur Magn- ús Stephensen, þáverandi lög- maður, og Stefán Þórarinsson amtmaður, höfðu staðið að. Sjö árum áður hafði gengið í gildi tilskipunin frá 13. júní 1787, er batt endi á einok- unarverzlun þá, er ríkt hafði síðan 1602. Miklar vonir voru bundnar við það, er einokun- arverzluninni var aflétt og öll- um þegnum Danakonungs var leyft að verzla á Islandi. En þessar vonir brustu bráðar en skyldi. Einokunarfjöturinn liafði ekki verið brotinn nema að hálfu leyti, enn sem fyrr sátu Danir einir að Islands- verzluninni, þótt nokkrir Norðmenn og Holtsetar reyndu að koma sér upp örfáum verzlunarholum. I reyndinni urðu það dönsku fastakaup- mennirnir, sem fleyttu rjóm- ann af íslandsverzluninni, og lausakaupmenn þeir, sem freistuðu þess að koma ár sinni fyrir borð í skjóli hinn- ar konunglegu tilskipunar um afnám einokunarinnar og leita viðskipta við landsmenn, urðu brátt að lúta í lægra haldi fyrir ofurveldi fasta- kaupmannanna. — Danska stjórnin dró taum fastakaup- mannanna og bannaði lausa- kaupmönnum árið 1792 að verzla annars staðar en á hinum gömlu kauphöfnum, en þar voru fastakaupmennirnir einráðir. Fyrir þessar sakir varð Islendingum minni hagur af samkeppni lausakaupmanna og fastakaupmanna en gera hefði mátt ráð fyrir, ef fyrir- ætlun tilskipunarinnar 1787 hefði verið fylgt með meiri sanngirni. Almenna bænarskráin frá 1795, sem svo hefur verið nefnd, var æði ólík hinu lág- risula bænakvaki Islendinga á einokunaröldinni. Þar er ekki talað tæpitungu um verzlunar- ólagið og ávirðingar kaup- manna. Eftir aldagamalt víl og væl töluðu íslendingar loks fuilum rómi. Kaupmönnum er brugðið um það, að þeir flytji oflitla vöru til landsins, og vara sú, sem inn er flutt, sé oft bæði svikin og skemmd og illa úti látin að vog og mæli. Bænarskráin átelur það mjög, að kaupmenn dragi allan gróða sinn af verzluninni út úr landinu og eyði honum eða verji honum Danmörku, en einkum Kaupmannahöfn, til gagns og þrifa, en afræki all- ar borgaralegar skyldur við Island. Þegar hinum dönsku kaupmönnum hafði verið veitt þæssi ofanígjöf, var þess far- ið á leit í bænarskránni, að verzlun við Island yrði gefin frjáls við allar þjóðir. Krafa Almennu bænarskrár- innar um að allar þjóðir mættu eiga frjáls verzlunar- viðskipti við ísland varð að lögum eftir 60 ár, 1. apríl 1855. Hún var síðasta sögu- lega afrek hins niðurnídda Al- þingis á Þingvelli stuttu áð- ur en það var afnumið. Dana- stjórn svaraði þessari kröfu þá meÓ miklum ávítum til Is- lendinga fyrir að vera offrek- ir í orðum, og konungur boð- Reykjavík 1863. Myndin er gerð eftir Harper’s New Monthly Magazine. Verzlunarirelsi íslands aldar gamalí 1. april 1855 - 1. april 1955 aði þeim, sem undir bænar- skrána skrifuðu, þykkju sína. Því miður verður því ekki neitað að margir hinna djarf- mæltu Islendinga, sem skrif- uðu undir bænarskrána, gengu frá nöfnum sínum er þeir spurðu reiði konungs. Þótt Is- lendingar séu kjarkmenn í mannraunum hefur þeim æði oft orðið afls vant í siðferði- legum þrekraunum. Nærri hálfri öld eftir að þetta gerð- ist fórust Jóni Sigurðssyni svo orð um þá menn, sem gengu frá undirskrift sinni: ....en það er hverjum manni auð- sætt að þegar margir eru orðnir svo ærulausir, að hafa verður tvö vitni til hvers orðs sem þeir tala, til þess þeir þori að bera það í manns stað, hver sem heyrir, þar er einhver en versta spilling komin inn, og þarf skjótra og öflugra úrræða“. Þótt Danastjóm hefði verið hnakkakert í svörum við Al- mennu bænarskránni 1795, varð hún þó að slaka nokkuð á verzlunarbanninu við út- lenda aðila. Árið 1816 er gef- in út tilskipun þess efnis, að veita megi nokkrum erlendum skipum leyfi til að verzla á Islandi, en skilmálarnir voru slíkir, að þeir jafngiltu verzl- unarbanni, þar sem t.d. skyldi greiða 50 dala gjald af hverju lestarrúmi slíkra skipa. Þó var þessari tilskipun ekki alls varnað og sum ákvæði henn- ar fólu í sér vísi frjálsari verzlunarhátta. Nú varð hverjum verzlunarmanni, sem bjó í kaupstað eða verzlunar- stað á Islandi og hafði þar borgararétt, heimilt að senda þaðan skipsfarma beint til annarra landa og flytja skips- farma til Islands beint frá öðrum löndum. En litlu breyttu þessi nýmæli verzlun- arháttum Islands í grundvall- aratriðum, og stóð svo fram á 5. tug 19. aldar, er hreyf- ing komst á verzlunarvanda- málið eftir að Islendingar fengu ráðgefandi þing. I þeirri þjóðmálabaráttu, er þá hófst, Eftir Sverri Kristjánsson skipaði Islandsverzlunin brátt öndvegissess. Meðal þjóðríkja Evrópu var baráttan fyrir frjálsri verzl- Jón Sigurðsson un á 19. öld háð af borgara- stéttinni og andlegum leiðtog- um hennar og fulltrúum. Þessi stétt var í óða önn að skapa þjóðfélag, þar sem öll framleiðsla íklæddist gerfi vöruverðmæta. 1 hinum hag- fræðilega hugmyndaheimi borgarastéttarinnar skyldu menn mega skiptast á vörum sínum með fullu frjálsræði, án hafta og ríkiseftirlits, í heimi vöruviðskiptanna skyldu ekki ríkja önnur lögmál en hin ei- lífu náttúrulögmál framboðs og eftirspumar. Og þessi frjálsu vöruviðskipti skyldu ekki aðeins rikja á innan- landsmarkaði hverrar þjóðar, heldur einnig í viðskiptum þjóða á milli. Þess vegna _;Skyldi rífa nið.ur jtollmúra milli ríkja, afnema verndar- tolla og skattleggja ekki vör- una meir en sem svaraði þeim kostnaði, er ríkisvaldið þyrfti að greiða til viðhalds fangels- um og uppeldis lögregluliði, svo að ekki þyrfti að óttast um friðhelgi einkaeignarrétt- arins. Slíkt var hið þjóðfé- lagslega draumaland evrópskr- ar borgarastéttar á uppgangs- árum hennar á 19. öld. Þessar hugmyndir bárust einnig til íslands um það leyti er Is- lendingar hófu sjálfstæðisbar- áttu sína. En á Islandi voru þessar hugmyndir eins og vegavilltar sálir, sem leita sér að líkama til íverustaðar: á Islandi var borgarastéttin blátt áfram ekki til. Hin þjóð- félagslega verkaskipting hafði um miðja 19. öld náð svo litl- um þroska, að sjálfstæðra starfsstétta utan bændasam- félagsins gætir tæplega. Árið 1850 telur íslenzka verzlunar- mannastéttin — að viðbættum gestgjöfum — 83 menn, er standa fyrir atvinnurekstri. I þjónustu þessarar stéttar eru 24 aðstoðarmenn, 197 hjú, en á skylduframfæri hennar er 301 manneskja. Fimm árum síðar er 91 maður í stéttinni, sem stend- ur fyrir atvinnurekstri, að- stoðarmenn og hjú eru 367 að tölu, en á skyldufr'amfæri hennar eru 272 menn. Sama árið og verzlunarfrelsið er lögleitt á íslandi eru taldir 29 verzlunarstaðir á öllu Is- landi. Á 25 þessara verzlunar- staða eru fastakaupmenn 58 að tölu, af þeim eru 26 inn- lendir menn, en 32 eru út- lendir. Svo óásjáleg var hin íslenzka kaupmannastétt á frelsisári íslenzkrar verzlunar. Sá hluti íslenzkrar „borgara- stéttar“, sem fékkst við iðn- að, vár jafnvel enn óhrjálegri en þeir, sem lifðu af kaup- mennsku, örfáar sálir, er höfðu tamið sér nokkra hand- lægni við smíðar og viðgerðir. Krafan um verzlunarfrelsi Is- landi til hárída gat ekki kom- ið frá svo burðalítilli borg- arastétt, heldur frá bændum, er höfðu afla af grasnyt og sjávarfangi. Islenzkir bændur framleiddu allan hinn mikla matvælaforða, sem sendur var til útflutnings, og prjónlesið, eini iðnaðarvarningur Islands, var runninn frá tóvinnu sveitaheimilanna. Bændastétt- in varð harðast úti af völd- «m verzlunaránauðarinnar, og íslenzka bændastéttin gat með sanni sagt: þjóðin — það er ég! Pólitískir foringjar þess- arar stéttar og andlegir leið- togar hennar voru mennta- menn, bændaættar flestir, en höfðu hlotið borgaralega menntun að evrópskum hætti. Þegar þeir hófu baráttuna fyrir frelsi þjóðar sinnar, studdust þeir ekki við frjáls- lynda borgarastétt, er var að seilast til valda og áhrifa í þjóðfélaginu. Hitt var sönnu nær, að þeir yrðu að berjast við fámenna, hálfútlenda kaupmannastétt, sem hafði alla ævi verið ræktuð í gróð- nrfeáisatiAlfc einokunar, einka- leyfa og sérréttinda. Því er það, að svo köldu andar til kaupmannastéttarinnar frá þeim mönnum íslenzkum, sém mest og bezt börðust fyrir „frjálsri verzlun“ á Islandi. Hin höimulegu örlög, er urðu saga vor: að verða ný- lenduþjóð erlends ríkis, höfðu valdið því, að frelsisbarátta vor á 19. öld var háð við svo annarlegar þjóðfélagsaðstæð- ur, nálega einstæðar í sögu Evrópuþjóðar. íslendingar hefja borgaralega frelsisbar- áttu án þjóðlegrar borgara- stéttar, þeir heimta verzlunar- frelsi sér til handa gegn harð- vítugu viðnámi kaupmanna sinna. Enginn maður þekkti betur verzlunarhætti kaup- mannastéttarinnar á íslandi en Jón Sigurðsson. Hann lýsir þessari stétt sjvo í hinni miklu ritgerð sinni Um verzl- un á Islandi: „En það er í augum uppi hvað af því leiðir, að kaupmenn eru ekki í land- inu sjálfu nema meðan þeir hafa minnst um sig, og það er, að þeir og börn þeirra segja lausu við landið, og hafa Danmörku fyrir fóstur- jörðu, en síðan draga þeir þangað allar eigur sínar. Is- land verður fósturjörð þeirra aðeins til þess, að koma þeim og börnum þeirra undan ýms- um álögum, sem danskir menn eru undir gefnir, en Islend- ingar eru lausir við, en svo langt er frá að þeir láti börn sín læra íslenzkt móðurmál, eða komi inn hjá þeim elsku til landsins og löngun til að verða því að gagni, að dæmi finnast til að börnum ís- lenzkra kaupmanna býður við þegar Island er nefnt eða Is- lendingar, og þykir ekkert of- boðslegra á þessari jörðu. Get- ur þá nokkuð verið eðlilegra en þó íslendingar fái nokkurn ímugust á slíkum mönnum, og þyki þeir ekki Islendingar vera, þó þeir lcunni að vera vænir menn viðskiptis í mörg- um öðrum greinum ? .... Er nokkurt nafn óheppilegar val- ið en að kalla slíka menn íslenzka kaupmenn eða f a s t a kaupmenn þar í landi? Enginn er lausari við Ftamhald á 10, síðu.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.