Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.04.1955, Side 9

Nýi tíminn - 14.04.1955, Side 9
Fimmtudagur 14. marz 1955 — NÝI TÍMINN — (9 4 Laugardagur 2. apríl 1955 — 1. árgangur — 9. tölublað Heilabrot Stafatígull a a | á 1 á f | f | í 1 * k | s | t 1 t r | r 1 r 1 r Raða stöfunum svo að fram komi: 1. gras, 2. í vefnaði, 3. 'væta, 4. mjólk, — hvort sem lesið er lá- rétt eða lóðrétt (niður). Hvernig skýrirðu þetta? 1. Hrútur gat ekki valdið hausnum fyrir hornum og þó var hann kollóttur. • ---------- 2. Það var fyrir fiski að þessi garður var ull. Skrítlur Dóra iitla, þriggja ára, hafði rifið blað úr sima- skránni, en rétt í því kom pabbi hennar. Gerðirðu þetta með vilja?, spurði hann. — Nei, pabbi minn, ég gerði það með fingrun- um. • --------- — Ég vildi óska, að ég ætti nóga peninga til að kaupa mér fíl. — Til hvers vantar þig fíl? — Ekki til neins. En mig vantar peninga. Ráðningar á þraut- um í síðasta blaði á heilabrotum í síðasta blaði. Reikningsþrautin. Síðasti naglinn kostaði 83&86 kr. og 8 aura, en allir 24 kostuðu 1677772 kr. og 15 aura. Gátur 1. Úr eða klukka. 2 Vindhanar. — 3. Á hnén á sjálfum þér. Að þræða nál áfötu Smáleikur Leikandinn sezt á flösku, sem liggur á gólfinu og snýr botninum fram. — Hann krossleggur fæt- urna og teygir úr þeim framundan sér og má að- eins annar hællinn nema við gólf. í þessum stell- ingum á hann að leysa þá erfiðu þraut að þræða nál. OrðseodÍDgar Verðlaunin. Þegar sagt var frá úrslitum verð- launasamkeppninnar, láð- ist að geta þess, hver verðlaunin voru. Þeirra var að vísu getið í 2. tölublaði, þegar sam- keppnin var auglýst. 1. verðlaun voru íslenzk barna- eða unglingabók eftir eigin vali. — 2. verðlaun kúlupenni. — 3. verðlaun mappa með 8 landslagskortum. Samkeppninni um greinar og frásagnir lýk- ur um páskana. Næstu viku má því senda efni og kemur það til greina. Ný verðlaunasamkeppni. Á sumardaginn fyrsta hefst ný verðlaunasam- keppni um annað efni, en hvað það er fáið þið ekki að vita fyrr en í blaðinu, sem kemur um sumarmálin. Skrítlur frá lesendum. Meðal efnis frá lesend- um, sem borizt hefur, eru nokkrar skrítlur. Hér er ein: — Óttalega er hann lít- ill hann bróðir þinn. — Já, en hann er held- ur ekki nema hálfbróðir minn. Guðm. M. „Hringur og maríuerlan“ Dýfásaga með þessu nafni kemur í næsta blaði. Hún er frá 12 ára telpu í Suður-Þingeyjar- sýslu. Skrifaði hún blað- inu skemmtilegt og vin- samlegt bréf, sem Óska- stundin þakkar kærlega. Margar sögur og annað efni frá les- endum bíður næstu blaða. Þóranna, Vestmannaeyj- um. Það hittist svo á, að rit- stjóranum bárust fleiri bréf um samskonar söfii- un, sem þú minntist á. Frá þessu verður sagt í næsta blaði. Stefanía. Þakka þér fyrir huldu- fólkssögurnar og teikn- ingarnar. í>ú sérð þetta bráðum í blaðinu okkar. Útgefandi: ÞjóÖviljinn — Ritstjóri: Guhnar M. Magnúss — Pósth'ólf 1063. Ævintýraskáldið Idag er víða um heim þess minnst hátíðlega, að 150 ár eru liðin frá fæðingu ævintýraskálds- ins danska H. C. Ander- sen. Hann hét fullu nafni Hans Christian Ander- sen og fæddist á Odense —■ Óðinsvéum — á Fjóni. Faðir hans var fátækur skósmiður og lézt, þegar drengurinn var 11 ára gamall. Eftir það reyndi móðir hans að hafa of- an af fyrir þeim mæðg- inum með því að þvo þvotta, en svo illa tókst til að hún lagðist í ó- reglu, svo að drengurinn varð að mestu umhirðu- laus. Snemma hneigðist hug- ur drengsins að skáld- skap og leiklist. Hann var ekki hneigður fyrir nám eins og það tíðkaðist þá í skólum, en lifði í heimi ævintýra, hjátrúar og draumóra. Hann bjó þegar á bamsaldri til brúðuleikhús, orti vísur, söng og lék og dansaði. Fiestum þótti aðfarir hans skringilegar og hlægilegar, enda var hann einkennilegur í útliti, langur og illa limaður og kátlegur í framkomu. — H. C. Andersen Þegar hann var 14 ára yfirgaf hann æskustöðv- arnar og hélt til höfuð- borgarinnar, Kaupmanna- hafnar, til að leita sér fjár og frama. Hann vildi ákaft verða leikari og fór til leikstjóra til þess að sýna að hann væri ágætt efni í leikara. Hann söng, hoppaði og dansaði, en öll framkoma hans þótti svo skopleg, að h'onum gekk illa að komast að sem leikari. Þó fékk hann eitthvert aðstoðarmannsstarf hjá konungiega leikhúsinu. Þá tók hann að semja leikrit, en fékk litla á- heyrn með þau. Þó fór svo að einn leikhúsmaður taldi að þessum pilti væri skáldskaparneisti. studdi hann piltinn til náms. Skólavistin gekk heldur skrykkjótt, skóla- stjórinn var harður, en Andersen illa undirbúinn. Hrökklaðist pilturinn úr skólanum, en las síðan utanskóla og náði stúd- entsprófi 22 ára að aldri. Andersen var nú orð- inn ákveðinn í að verða skáld og rithöfundur. — Hann ferðaðist til ann- arra landa, skrifaði ferðasögur, skáldsögur og orti Ijóð. Náði hann nú nokkru áliti fyrir skáldskap sinn, en þó ekki verulega fyrr en hann hóf að rita æv- Framhald á 2. síðu. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! ........ KLIPPIÐ HÉR! '*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■» Churchlll er farinn frá, Eden tekur við Sérpinn Tensing, sem kleif Everesttind fyrstur manna á- samt Hillary eins og frægt er orðið, hefur nú samið ævisögu sína og kemur hún á prent í mörgum lönd- í aar. Tens- ing kann sjálf- ur hvorki að lesa né draga til stafs en fjallgöngu- maðurinn og rithöfundur- inn J. R. Ull- Tensing man hefur hjálpað honum að færa sögu sína í letur. Mun það æði fátítt, að maður sem hvorki er læs né skrifandi semji bók. Anthony Eden Churchill, sem er á 81. ald- ursári, var fyrst kosinn á þing árið 1900. Hann var flotamála- Winston. Churchill hefur fengið lausn frá starfi forsæt- Jsráðherra í Bretlandi. Anthony Eden hefur myndað nýja stjórn. að hama út Þegar Churchill ók til Buck- inghamhallar til að leggja lausnarbeiðni sína fyrir Elisa- betu drottningu hafði mikill mannfjöldi safnazt saman um- hverfis forsætisráðherrabústað- Saga Tensing inn Downing Street 10. Var Churchill fagnað þegar hann fór og kom og gatan var full af fólki fram á kvöld og Chur- chill kallaður út í glugga. Anthony Eden hefur myndað nýja stjórn og er búizt við að hann muni rjúfa þing og efna til nýrra kosninga 26. maí n.k. ráðherra í heimsstyrjöldinni fyrri, fjármálaráðherra um | tíma á þriðja tug aldarinnar, tók við forsætisráðherraembætt- inu vorið 1940 og gegndi því til 1945. Hann varð forsætis- ráðherra í annað sinn 1951. Talið er að Churchill hafi staðið til boða hertogatign en hann hafi hafnað því boði valið að sitja áfram í deildinni sem hver annar ó breyttur þingmaður meðan hon um endist líf og heilsa. Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í þessari viku hefur borizt hingað á land talsvert af fiski. Togarinn Hafliði lagði hér upp á mánudaginn rúmlega 160 tonn af ísfiski og 30 tonn af salt- fiski. Vélbáturinn Sigurður lagði upp á mánudag 47 tonn af ís- fiski. Ingvar Guðjónsson lagði upp í dag 96 tonn af ísfiski og m.b. Súlan landar hér líka í dag 47 tonnum af ísfiski. Fer ísfiskaflinn í frystingu og herzlu. Sjómenn telja mikla fiski- gengd vera fyrir Norðiirlandi nú. Katla landaði hér á mánud. talsverðu af hjallatimbri. Mikil vinna hefur verið hér i bænum vegna þessa afla og skipakomunnar. S.I. föstudagskvöld ók þessi bíll útaf veginum við Bitrulæk í Villingaholtshreppi, Árnessýslu. Svo virtist sem hann liefði fyrst rekizt á grindverkið, sem sést á vegarkantinum, og hefur það væntanlega dregið svo úr ferðinni, að stórslýs hlauzt ekki af. Þannig var hús bílsins alveg yfir læknum og að mestu leyti óbeyglað. Framrúða var óbrotin, en bíllinn annars nokkuð skrámaður. Ekki er blaðinu kunnugt um hve margir voru í bif- reiðinni, en upplýst var, þegar meðfylgjandi mynd var tekin s.l. laugardag, að meiðsli hefðu ekki orðið að ráði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bílar lenda útaf á þessuin stað. Slíkt hefur iðuiega komið fyrir á undanförnum árum. Virð- ist þetta mega vera vegamálastjórninni noklturt umliugsunar- efni. Þessi beygja leynir nefnilega mjög á sér — og virðist auk þess allendis óþörf. Væri fróðlegt að vita hve margir bílar þurfa að fara þarna útaf til þess að sú rögg verði sýnd að taka beygjuna af veginum.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.