Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.04.1955, Page 11

Nýi tíminn - 14.04.1955, Page 11
Fimmtudagur 14. marz 1955 — NÝl TlMINN — (11 Verzlunarfrelsi íslands Framhald af 7. síðu. landið en þessir menn ef þeir sæi sér annan betri kost“. Svo þunghöggur hefur Jón Sigurðsson sjaldan verið í skiptum við andstæðinga sína. Eftir margra ára rannsóknir á atvinnusögu Islands blöskr- aði honum, hvernig dönsk stjórnarvöld skiluðu íslandi af sér um miðja 19. öld. Þau höfðu rúið það og rænt og ekki skapað þar annan vísi þroskaðri félagshátta en þjóð- ernislausa kaupmannastétt, sem átti sér ekki aðra and- lega reisn en hroka hinnar fægðu búðarloku gagnvart lúsugum bóndalubbanum, og komst ekki lengra í verzlun- arviti og viðskiptakunnáttu en nam smábrellum við mæli og vog. Þegar hafin var barátta gegti ' hinum andhælislegu háttum danskrar viðskiptaein- okunar skömmu fyrir miðja síðustu öld, þá lágu hagsmun- ir hinnar íslenzku sveita- mannaþjóðar alveg (Ijóst fyr- ir: bændur til sjávar og sveita urðu að eiga kost á að tengj- ast nánari böndum við heims- markaðinn, það varð að stytta íslenzkum varningi leiðina til neyzlulandanna. Um miðja 19. öld var svo komið málum, að meginmagn hins íslenzka varnings, sem fluttur var úr landi, var seldur utan marka Danaveldis, og veigamestu innflutningsvörur Islendinga voru kynjaðar frá löndum ut- an ríkisins. Fyrir einokunar- aðstöðu dönsku fastakaup- mannanna varð Danmörk að- alkaupstefna íslenzks varn- ings og íslenzka verzlunin var bundin við þetta land eitt. Til þess að íslendingar gætu rétt sig úr þessari bóndabeygju danskrar viðskiptaeinokunar var nauðsynlegt að leyfa er- lendum þjóðum óskorað frelsi til verzlunar við Island og gefa landsmönnum sjálfum færi á að eiga snurðulaus við- skipti við lausakaupmenn, ut- an ríkis sem innan, og sveigja fastakaupmennina á hinum löggiltu verzlunarstöðum til hlýðni við lögmál sanikeppn- innar. Með því móti einu var þess kostur að ýta undir irin- lenda auðsöfnun og skapa smám saman íslenzka verzlun- arstétt og íslenzk viðskipta- samtök. Á hinum ráðgefandi þing- um, sém háð voru 1845, 1847 og 1849 var verzlunarnjálinu jafnan hreyft og kröfur Is- lendinga orðaðar. Danska- stjórnin svaraði þessum kröf- um á þjóðfundinum 1851, er hún lagði fyrir hann Frum- varp tíl Iaga um ákvarðanir nokkrar, áhrærandi siglingar og verzlun á íslandi. Þetta frumvarp var eina málið, sem þjóðfundurinn fékk afgreitt að fullu áður en honum var hleypt upp. Þessi lagasmíð dönsku stjórnarinnar var með sama markinu brennd og frumvarp hennar í stjórnskipunarmál- inu: fldusturslega samið og illa úr garði gert, en auðsær sá tilgangurinn að halda hlífi- skildi yfir hinum gróriu fasta- kaupmönnum og vernda þá I ýtrustu lög fyrir ágangi frá samkeppni lausakaupmanna og erlendra verzlunarþjóða. En í ástæðum frumvarpsins var þó játað, að í verzlunar- lögum Islands hafi til þessa verið farið eftir sjónarmiðum, sem lítt hafi átt skylt við ís- lenzka hagsmuni. Nú var lof- að bót og betrun: lagafrum- varpið væri grundvallað á skoðun málsins frá sjónarmiði Islands. Samkvæmt frumvarpi stjórn- arinnar skyldi fastakaup- mönnum einum vera leyft að taka utanríkisskip á leigu og hafa til verzlunar sinnar á Is- landi. Utanríkismenn máttu einnig sigla til íslands, að fengnu lejTi innanríkisráð- herra Dana, en enn sem fyrr voru miklar hömlur lagðar á véfzlúná'rfrélsf1'■þé'frfa“‘a “K- landi. Fyrst var það, að þeir skyldu jgreiða 5 dala gjald af hvefri rúmlést skipsins, auk venjulegs gjalds fyrir leiðar- bréf. í annan stað máttu þeir hömlulaust skipta við kaup- menn á öllum vörum, en verzl- un þeirra við óbreytta lands- búar var bundin við sérstak- ar tegundir þungavarnings og kauptíminn ákveðinn 3 vikur. Þá var utanríkismönnum bannað að sigla nema á á- kveðnar hafnir í verzlunarer- indum. Þjóðfundurinn kaus sjö manna nefnd til að ræða stjórnarfrumvarpið og var Jón Sigurðsson framsögumaður nefndarinnar. Lagði nefndin fram nýtt frumvarp, sem skar niður öll þau ákvæði stjórnarfrumvarpsins, er skyldu vernda fastakaup- mennina fyrir samkeppni lausakaupmanna og tryggði utanríkismönnum fullt jafn- rétti til verzlunar á Islandi á við innanríkismenn. Þjóðfundurinn samþykkti frumvarp nefndarinnar með yfirgnæfandi meirihluta, að- eins fjórir konungkjörnir þingmenn voru á móti. En litlu siðar var þjóðfundinum slitið með ofbeldi. Það hefði mátt ætla, að sögu þessarar þjóðfundarsamþykktar hefði með þessu verið lokið. En svo_ var ekki. Hinn 15. apríl 1854 staðfesti konungur Lög um síglingar og verzlun á Islanöi, og gengu þau í gildi hinn 1. apríl 1855. Lög þessi eru að efni til algérlega , hin sömu og þjóðfundurinn hafði sam- þykkt 1851. Danastjórn hafði loks gengið að kröfum Islend- inga í einu veigamesta hags- munamáli þeirra, svo sem þær höfðu verið túlkaðar á þjóðfundinum. Það var mikill sögulegur sigur, og þessa sig- urs minríist nu öll ísletízka þjóðin í dag. I dag verða sjálfsagt fánar dregnir að hún yfir höll og hreysi um ísland þvert og endilángt. Mörg orð og stór verða án efa töluð á íslandi á þessum hátíðisdegi, og ekki öll vegin á gullvog. Frjálsri verzlun verður sungið lof i ljóðum og lausu máli — jafnt af samvinnumönnum sem fulltrúum Ver2lunarráðs- ins, og hins frjálsa fram- taks. Allir munu þeir teíja sig kynborna niðja þeirra manna, sem hrundu af þjóð- inni klafa hinnar dönsku verzlunareinokunar. Allir munu þeir trúa því sem þeir segja. En alsgáður hlustandi og áhorfandi mun fljótlega sjá, að ættarmótið er furðu lítið með Þjóðfundarmönnun- um frá 1851 og fulltrúum ís- lenzks viðskiptalífs anno 1955. Og glöggur athugandi mun heldur ekki ganga þess dul- inn, að frjáls verzlun á Islandi árið 1855 var með æskulegra yfirbragði en hin elligula gleðikona, sem kallar sig frjálsa verzlun anno 1955. Afnám hinnar dönsku við- skiptaeinokunar var svo djúp- tæk söguleg nauðsyn íslenzku þjóðlífi, að án þess hefði eng- in efnahagsleg né pólitisk framför orðið á Islandi. Þá var frjáls verzlun á íslandi blátt áfram frelsi Islands. Hún eyddi kalinu *úr túni lands vors. i I æsku trúði borgarastéttin því, að frjáls verzlun væri tjáning eilífra náttúrulögmála framboðs og eftirspurnar. Þegar aldur færðist yfir borg- arastéttina mátti hún sanna það, að frjáls verzlun tek- ur hamskiptum á vissu skeiði þróunar sinnar og verður að einokun. Frjáls verzlun á Islandi ár- ið 1955 er frjálst okur, Hún er frelsi hinna fáu til þess að okra á fjöldanum. Gömlu frí- höndlunarmennirnir höfðu tröllatrú á lágri rentu. Þeir, sem í dag telja sig niðja þeirra, trúa ekki á lága rentu. Pierpont Morgan, hinn mikli ameríski auðjöfur, sagði einu sinni við mann, sem hann lán- aði fé: Morgan tekur aldrei meira en 6%! Hinir veizlu- glöðu íslenzku fríhöndlunar- menn anno 1955 taka 60%, og þykir sanngjarnt. Alþýða Islands hefur i dag öðrum störfum að sinna en klappa frjálsri verzlun lof í lófa. Hún stendur í dag verk- fallsvörð um lifskjör sín. En hún minnist í dág hinna sigr- uðu Þjóðfundarmanna, sem héldu reisn sinni og tryggð við hugsjónir sínar frammi fyrir ofureflinu, en sigruðu samt að lokum. Guðrún Erlendsdóttir Bunaðarþáttur Framhald af 3. síðu. fosfórsýruáburði og fékk þann- ig góða beit fyrir kýrnar, sem áður urðu að ganga á rittu mýrurn suður af Blikastöðum. Nú eru allar þessar mýrar þurrkaðar og mikill hluti þeirra ræktaður með útlendum áburði þvi, að Magnúsi látnum, hélt Sigsteinn tengdasonur hans starfinu áfram. Hann segist ekki sjá ástæðu til að brjóta þetta land til túnræktar méðan notin eru svo ágæt af beitinni og þörfin fyrir beitilandið er brýn. Snemma vors ber hann alhliða áburð á þessa mýra-móa og fær þar fyrstu beit handá kúnum. Tugir hektara í Blika- staðalandi sem áður var mýr- lendi, er. nú fyrsta flokks beiti- land fyrir kýr, svo ágætar eru mýrarnar okkar ef fram- ræsla er góð og áburðurinn ekki skorinn við neglur sér. Kristófer Grímsson Guðrún Erlendsdóttir, frá Brettingsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu, andað- ist 1. marz síðastliðinn. Guðrún er fædd að Brett- ingsstöðum 21. febrúar 1878 og voru foreldrar hennar Er- lendur Sigurðsson bóndi þar og kona hans, Sigríður Ás- mundsdóttir. Hún giftist ung Stefáni Sig- urðssyni og bjuggu þau á Brettingsstöðum, en missti hann eftir skamma sambúð, er hann drukknaði í Laxá. Var þá einkabarn þeirra, Sigríð- ur, á fyrsta ári. Brá Guðrún búi er maður hennar féll frá frá Brettingsstöðum og vann fyrir sér og dóttur sinni á ýmsum stöðum um árabil. Alllöngu síðar giftist Guð- rún aftur, Jóni Sigurgeirssyni frá Víðum i Reykjadal. Bjuggu þau lengst af á Brettings- stöðum. Þau eignuðust einn son, Hákon, nú bónda í Tungu- gerði á Tjörnesi. Voru þau hjón löngum hjá syni sínum eftir að þau hættu búskap. Guðrún var eljukona, dug- leg og snörp að hverju sem hún gekk, kvik á fæti. Hjálp- semi hennar og gestrisni er við brugðið, og þó mun þeim sem kynntust henni minnis- stæðast hve bjartsýni henn- ar var rík og hve hress hún var í viðmóti, menn glöddust og hresstust í tíávist hennar. Síðustu æviárin var heilsan tekin að bila svo að hún gat lítið unnið. En einnig því tók þessi kona, sem alla ævi hafði verið sívinnandi, með jafnað- argeði. Ekkert var fjær henni en kvartanir og sýtingssemi. Kjarkurínn var óbugandi og tillitssemin til fólksins kring- um hana óbrigðul, hún var ein þeirra manna, sem vilja gera gott úr öllu, sætta menn og gleðja, auðsýna þeim hjálp- semi og huggun, en ætlast ekki til endurgjalds. Guðrún Erlendsdóttir var vel gefin koria, og bætti sér drjúgum litla tilsögn með sjálfsmenntun, eins og ís- lerizkt alþýðufólk hefur löng- um gert. Hún komst ung á kvennaskóla á Akureyri, og kenndi síðar mörgum ungum stúlkum hannyrðir. Var það yndi hennar er hún gat setið að hannyrðum, og kom þar fram listfengi hennar, hún samriaði hin vönduðustu verk og málaði á flauel; oft teikn- aði hún sjálf mynztur og fyr- irmyndir. Hún var bókhneigð og las oft lengi fram eftir á kvöldin. Vel hagmælt var Guðrún og var létt um að koma saman stöku, en féir munu hafa um það vitað, Svo dult fór hún með vísur sítíar, en nokkrar þeirra hafa varð- veitzt. Dalnum sínum Laxárdaln- um, unni hún öllum stöðum fremur. Til hans var heimþrá hennar, hvar sem hún dvaldi. S. Með Guðrúnu Erlendsdótt- ur er fallin í valin ein af alþýðukonum þeirrar upp- reisnarkynslóðar, er fyrir og um aldamótin síðustu hóf þá baráttu fyrir róttækni í þjóðfélagsmálum, trúmálum og stjórnmálum, er Ijómi stendur af enn í dag. Þá al- þýðukynslóð Þingeyjarsýslu brast hvorki kjark né þol til að kryfjá hlutina til mergjar * og; hafði siðferðisþrek til þess að! standa við niðurstöður rannsókna sinna. — Ég hitti Guðrúnu á heimili þeirra Sig- ríðar, dóttur hennar og Sigfúsar Sigurhjartarsonar, nokkru eftir að Sigfús dó. Þá bars't m.a. í tal milli okkar Jóhannes Sigurðsson frá Hól- um í Laxárdal, sá er stofnaði Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar fyrir aldamótin síðustu og var fyrsti formað- ur þess. Guðrún þekkti hann vel og sagði mér frá því, að þegar hann kom heim frá Am- eríku í Laxárdalinn, líklega 1896, þá hefði hann einn sunnudaginn haldið erindi um Ameríku og heimferðina í kirkjunni að Þverá. Erindið stóð 4 klukkustundir. Allir sátu og hlustuðu með athygli, 18 ára blómarósirnar líka, — í 4 klukkustundir!! Það vár kynslóð, sem vildi vita sann- leikann um veröldina. Jóhann- es var fæddur að Brettings- stöðum, eins og Guðrún, en 14 árum eldri. Og við getum hugsað okkur hvernig sú al- þýða, er þannig hustáði á langar ræður brautryðjanda í verklýðshreyfingunni, drakk í sig boðskap Þorsteins, Step- hans G. og Þorgils gjallanda, fluttan svo mergjaðan í svo fögru formi. Guðrún Erlendsdóttir var góður fulltrúi þessarar reisn- arlegu kynslóðar alla sína æfi. Hún varðveitti sinn heiða hug og trygga hjarta til dauða- dags. Þessvegna verður henn- ar minnzt með þökk og virð- ingu, eigi aðeins af þeim, er þekktu haná bezt og nutu hæfileika hennar, heldur óg þeirra, sem aðeins sem í leiftri fengu innsýn í sál stórbrot- innar alþýðukonu. — E. O. Verðlækkun á neyzluvörum í Tékkóslóvakíu Það var tilkynnt í Praha í sær, að verðlag á ýirisum neyzluvörtim myntli lækkað allverulega frá og' nteð deg- inurii á morgun. Verður hér um mikla kjarabót að ræða fyrir allan almenning í larid- inu. Verðlækkuniri nær til hvers kyns neyzluvarnings, en er þó minnst á landbúnaðarafurð-

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.