Skólablaðið - 01.12.1947, Síða 7
7
A
í~ k
Þegar málfundafélagið Fjölnir var
stofnað af II, bekkingum veturinn 1917 -
I9I85 var fiað að sjálfsögðu helzta stai-f
felagsins að he.lda malfundi og æfa félaga
sína í mælskulist, Tiltölulega snemma
var hafin útgáfa hlaðs , Var það kallað
Sváfnir, Þetta var gert til þess *að með-
limir Fjölnis fengju einnig tækifæri til
að koma fram með frumsamið efni og láta
til sín taka á £>ví sviði, Þetta tvennt
var hið helzta af störfum Fjölnis fyrstu
starfsárin,
irlega frá stofnun félagsins hefur I
verið haldin árshátíð, Hefur hún oftast
verið haldin í nóvemher . Sem framsögu- !
efni funda hafa verið valin mál af ýmsu j
tagi,m.a, heimsvandamál, ýmis aðsteðjándil
vandamál í íslenzku þjóðfélagi o.m.fl.
í Sváfni birtust bæði greinar eftir
nemendur og kvæði. Greinarnar í Sváfni
voru ýmiss konar efnis, bæði alva.rleg
málefni og skemmtilegar lýsingar á
mönnum og atburðum. Hann hefur ekki verið
fjölritaður nó prentaður, heldur er hann
færður inn í bóic og hvert tölublað tölu- !
sett. Eftir skamman starfsferil, var
hafizt handa um að stofna til kaffikvölds
innan vébanda Fjölnis. Alloft hélt félag-
ið og sameiginleg kaffilcvöld með Fram-
tíðinni. Þau voru með afbrigðum vinsæl j
af nemendum. I þessum skemmtunum voru
oft fengnir góðir skemmtikraftar. Algengij
var einnig, að kennari héldi fyrirlestur :
eða fræðsluerindi á slíku kaffikvöldi.
Til dæmis hélt Pálmi Hannesson,
rektor, alloft mjög fróðleg erindi.
Allir nemendur 1,, 2. og J>. bekkjar j
hafa rétt til inngöngu í Fjölni, áður
tíðkaðist það, að bera þurfti inntöku -
beiðnir allar undir atkvæði á'fundi. NÚ
hefur þessi siður lagzt^niður,^Tilhögun '
framsöguræðna var svo háttað, áður fýrr, !
að á hverjum fundi var kosið framsögu-
efni næsta fundar. Er f>ví var lokið,
ekipa-ði fox-iua ðnr i'a-fl.msögujnann næsta
fundar, Varð hann að ræða um hið kosna
efni. Alloft skipaði formaður og verjanda
eða andstöðumann. Skyldi hann reyna að
andmæla framsögumanni. Varð jþetta til þess
að umræður um allar framsöguræður urðu
miklar 0g fjölbreyttar. NÚ gengur aftur
á móti erfiðlega að fá menn til að halda
framsöguræður, hvað þá að fá fundarmenn
almennt til að ræða um framsöguræðuna frá
hinum ýmsu hliðum, Eru umræður um fram-
söguræður nú oft einhæfar og leiðinlegar,
þar sem mjög fáir fundarmenn taka til
máls. Eitt sinn voru stofnuð tvö sér-
félög innan Fjölnis, íþróttafélag og
taflfélag. Þau áttu bæði mjög erfitt
uppdráttar í fyrstu, enda eðlilegt í svo
fámennu félagi sem Fjölni. Verðlaunanefnd
starfaði jafnan £ félaginu sem hluti af
stjórn. Hlutverk hennar var að veita þeim
verðlaun, sem þóttu bera af um áhugasemi
á velferð Fjölnis 0g gerðu einhverjar
úrbótatillögur á því, sem aflaga for.
Einnig var alsiða að veita þeim verð-
laun, sera bezt störf unni í þágu Sváfnis,
FormöunuD voru alloft veittar 5 kr.
sem þökk fyrir góð störf, í FjÖlni starf-
aði lengi skemmtinefnd. Itti hún að sjá
um árshátíð félagsins meðal annare. Þá
var einnig til dansnefnd. Svo og starfaði
um tíma ritdómanefnd. ^er nafn hennar með
sér tilgang og hlutverk. Fræðslufundir
voru haldnir stöku sinnum hér áður fyrr0
Kennarar voru fengnir til að halda
fyrirlestra á þeim. Einar Magnússon og
Pálmi Hannesson, rektor, gerðu þetta
nokkrum sinnum. Vor nokkurt var um það
rætt, að Fjölnir færi í skemmtiferð.
Virðist það vera eina tilraunin sem
gerð hefur verið í þá'átt, að Fjölnir
stæði fyrir ferðalagi. Af þessu varo þó
aldrei þar eð stjórninni var synjað fjar-
veitingar. Það kom einstöku sinnum fyrir;
að kennari héldi framsöguræðu á'fundi.
framhald á bls, 8.