Litli Bergþór - 01.07.2000, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.07.2000, Blaðsíða 18
Helena og Knútur í Friðheimum Viðmœlendur Litla- Bergþórs að þessu sinni er ungt athafnafólk, semfyrir nokkrum árum tók þá ákvörðun aðflytja út á land og urðu Biskupstungurfyrir valinu. Hér keyptu þau garðyrkjustöðina í Friðheimum og fluttu þangað. Fyrir utan ylrœktina, er hestamennska og hrossarækt brennandi áhugamál þeirra og nú seinast eiga þau aðild að uppbyggingu veitingastofu í Reykholtshverfmu. Bjálkahúsi, sem þessa dagana rís með örskotshraða á horninu á móti Bjarnabúð. Það er því að vonum í nógu að snúast hjá þeim Knúti Armann og Helenu Hermundardóttur konu hans og ekki heiglum hent aðftnna tíma, sem hentar Húsið á Friðheimum. báðum, viðmœlendum og blaðamanni. En á uppstigningardagskvöld laus tími, og blaðamaður keyrir heim trjágöngin að Friðheimum áfallegu vorkvöldi. Það er kyrrt og hljótt í skjóli trjánna, sem umlykja húsið og það er erfitt að ímynda sér að maður sé staddur í miðjum þéttbýliskjarna í Reykholtshverfinu. Þegar til kemur eru Helena og dœtumar tvcer, þœr Dóróthea og Karítas, rétt ókomnar úr barnaafmœli. En Knútur tekur Ijúfmannlega á móti blaðamanni, sem yfir kajfibolla byrjar að forvitnast um ætt og uppruna viðmælanda að vanda. Knútur: Ég er fæddur á Akranesi 14. september 1970 og bjó þar til fjögurra ára aldurs að foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur. Faðir minn heitir Júlíus Ármann, rafvirkjameistari og seinna lögregluþjónn, innfæddur Akurnesingur. Móðir mín heitir Dóróthea Magnúsdóttir, hárgreiðslumeistari, fædd og uppalin á Björk í Kleppjámsreykja- hverfinu í Reykholtsdal í Borgarfirði. Afi minn og amma voru þar með garðyrkjustöð, tómata og gúrkur, eins og við erum reyndar líka með hér í Friðheimum. Ég man samt lítið eftir mér þar, því amma seldi stöðina og flutti til Reykjavíkur, nokkru eftir að afi dó, 1973. í Reykjavík bjó ég á ýmsum stöðum, en lengst af í Vogahverfinu. Foreldrar mínir skildu 1977 ogerég alinn upp hjá fósturföður, Torfa Geirmundssyni, hárgreiðslumeistara, frá 7 ára aldri. Móðir mín og hann stofnuðu og ráku saman í 18 ár hárgreiðslustofuna Papillu á Laugaveginum. Litli-Bergþór: Attu einhver systkini? Knútur: Ekkert alsystkini, en tveir synir Torfa, þeir Mikael Torfason, rithöfundur, og Ingvi Reynir Torfason, bifvélavirki, eru uppeldisbræður mínir. Síðar eignaðist faðir minn tvo syni í sínu seinna hjónabandi, þá Einar Helga Ármann og Júlíus Rafn Ármann. Þessir hálfbræður mínir eru báðir enn í skóla. L-B: Hver var þín skólaganga? Knútur: Ég var í Vogaskóla í grunnskóla. Þaðan fór ég í Fjölbraut í Breiðholti og var stúdent þaðan vorið 1990 af matvælasviði. Haustið 1992 fór ég í Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan 1994 sem búfræðingur. Ég var alltaf í sveit á sumrin, frá 7 ára aldri, í Drangshlíð undir A-Eyjafjöllum. En þar var kúabú. Síðar var ég 3 sumur í Miðdal hér í Laugardal og vann þar við hestaferðir með fshestum. Þetta var mín reynsla af búskap áður en ég fór í Bændaskólann, á hrossaræktarbraut. Þegar hér er komið sögu, er Helena komin heim með dætumar. Ég tek því til við að pumpa hana um ætt og uppruna meðan Knútur hugar að því að koma dætmnum í háttinn. Helena: Já, ég er fædd í Reykjavík 5. júní 1970. Faðir minn, Hermundur Gunnarsson, var fæddur og uppalinn á ísafirði, en móðir mín er sænsk og heitir Inga- Lill, fædd Hasselbjer. Hún kom 16 ára til landsins sem aupair og vann í Reykjavík hjá frænku hans pabba, en pabbi var þá að nema bifvélavirkjun. Seinna varð hann Fjölskyldan í Friðheimum í garðinum. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.