Litli Bergþór - 01.06.2003, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.06.2003, Blaðsíða 11
Dýralæknir í 40 ár Viðtal við Renötu og Gunnlaug 2. hluti. í síðasta tölublaði Litla-Bergþórs ræddi ég við Renötu Vilhjálmsdóttur, kennara og leiðsögumann í Brekkugerði í Laugarási og í þessu blaði kemur framhald viðtalsins við þau hjón. Er Gunnlaugur Skúlason dýralæknir viðmælandinn í þetta sinn. Það kom fram í viðtalinu við Renötu að oft hefur verið í nógu að snúast hjá Gunnlaugi, og sjálf þekki ég sem kúabóndi, að það eru fáir dýralæknar, að öðrum ólöstuðum, sem lagnari eru við að reisa kýr úr doða eða ná út föstum kálfum. Og er þá sama hvort hringt er að nóttu eða degi - á jóladag eða öðrum helg- um dögum, - alltaf er Gunnlaugur kominn að vörmu spori með spaugsyrði á vör og lætur hendur standa fram úr ermum. Eru ekki að sjá á honum nein ellimörk við þau handtök, þrátt fyrir tugina sjö. Og til að heyra um hans hlið á dýralæknastarfinu, í fjörtíu ár í uppsveitum Ámessýslu, er blaðamaður aftur kominn í heimsókn til þeirra hjóna í Brekkugerði. Gunnlaugur og Renata. í stofunni liggur grár og hvítur köttur makindalega í einu sófahominu og sperrir eyru þegar við komum inn. Þessi köttur er frá henni Stínu á Hlemmiskeiði segir Gunnlaugur og ef hann heldur heilsu em allar líkur á að hann lifi mig, og þá verður hann munaðarlaus! - Kötturinn lætur þessi orð húsbónda síns ekki valda sér áhyggjum en lötrar burt með því yfirlæti, sem köttum einum er lagið. - En ekki erum við Gunnlaugur fyrr búin að koma okkur vel fyrir í notalegri stofunni, en rafmagnið fer af. Það er þó ekki látið á sig fá, heldur dregur Renata fram fjölda kertastjaka og fyrr en varir er húsið ljósum prýtt og við Gunnlaugur höldum áfram spjalli okkar við kertaljós. - Hann segist að vísu ekki hafa frá neinu Gunnlaugur og fotfaðirinn Skúli fógeti. Sama nefið! að segja, hann hafi alltaf búið í Tungunum að frátöld- um námsárunum og aldrei átt lögheimili annarsstaðar. En blaðamaður tekur þá hógværð ekki góða og gilda og leggur til atlögu. L-B: Nú er ég nýbúin að rekja ættir þínar í viðtali við Svein bróður þinn í Bræðratungu,(L-B. 22. árg. 3. tlbl 2001) svo ég ætla ekki að rekja það nánar. En getur þú ekki sagt mér eitthvað frá uppvexti þínum í Bræðratungu? Gunnlaugur: Ég man nú lítið frá uppvextinum, enda fátt merkilegt sem skeði. Heyrðu, veist þú hvað þetta er? - spyr Gunnlaugur og dregur fram tvo hluti. Annarsvegar stóran hvítan kuðung, sem þó virðist vera úr beini og er níðþungur og hinsvegar létta brúna kúlu, ca. 5 cm í þvermál. Blaðamaður lýsir vanþekkingu sinni í þessum efnum og reynist „kuðungurinn“ vera kvöm úr hval, ættuð frá afa Gunnlaugs, Gunnlaugi J.H. Þorsteinssyni, og kúlan er Litli Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.