Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1985, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1985, Blaðsíða 3
- 3 - Borgfirzkar æviskrár tft er komið 7. bindi af Borgfirzkum æviskrám (Kalman-Morten). Að þessu stórmerka ættfræðiriti er mikill fengur. Skrásetjarar eru sem fyrr þeir Aðalsteinn Halldórsson, Ari Gíslason og Guðmundur Illugason. Það þarf ekki að útskýra fyrir ættfræðingum hve mikil vinna hér liggur að baki. Öll vonum við að framhald verði á útgáfunni sem fyrst. Við óskum þremenningunum til hamingju með gott verk. A.S. Leiðrétting I febrúar 1790 var skírð að Saurbæ (í Kjósarsýslu) Ingigerður Hrólfs- dóttir frá Brautarholti. Foreldrarnir voru Hrólfur Hrólfsson og Guðrún ölafsdóttir, f. 1769. Hrólfsdóttir var Ingigerður skráð í húsvitjunar- j;• - bók 1795» í manntalinu 1801, þegar hún fermd- ist (í Brautarholtssókn) 1810 og í manntalinu 1816. Manntalið frá 184 5 segir hana Hró- bjartsdóttur. I nýútkomnum Borgfirzkum ævi- skrám, 7. bindi, bls. 119, þar sem sagt er Ía*1 frá Kristínu Guðmundsdóttur, f. 1832, er ÚVi Ingigerður orðin Jónsdóttir. Ekki veit ég ;tendur. __ f _ er rakið, er ^ enginn vafi um það, að Ingigerður var Hrólfs- Faðir hennar mun ekki hafa verið kvæntur móður Ingigerðar. Ég held að Hrólfur sé sá, sem var bóndi á Stóru-Ökrum í Miklabæjarsókn í Blönduhlíð í Skaga- firði 1801, en ég hefi einnig séð hann sagðan bónda á Minni-Ökrum. Hann mun hafa fæðst í Axlarhaga í Skagafirði 1761 eða '62. Ef Hrólfur faðir Ingigerðar og Hrólfur bóndi í Skagafirði er sami maðurinn er hann langalangalangafi hjónanna Þráins Karlssonar verkfræð- ings úr Þingeyjarsýslu (Ættir Þingeyinga) og Birnu Magnúsdóttur handa- vinnukennara úr Reykjavík (Efferseyjarætt, Hlíðarhúsamenn og Teitsætt vefara o.fl.). Leiðir liggja saman þótt tíma taki. A.S. v '9?. hvernig á þessum breytingum sl Af því, sem hér að framan ( JJ.L Á 1 ‘ _____.. , . , t Nýjar gátur frá Fríðu Sigurðsson: "Þórhildur húsfreyja að Hamragörðum undir Eyjafjöllum er 1801 talin Björnsdóttir, en 1816 Högnadóttir." Hvað er rangt og hvernig stendur á villunni? "Ingveldur húsfreyja í Stærribæ í Mosfellssókn er í manntali 1801 talin Bjarnadóttir, en í Sýslumannaævum 4,120 Jónsdóttir." Hvað er hið rétta og hvernig stendur á villunni?

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.