Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1992, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1992, Blaðsíða 2
Ritnefnd hefur borist eftirfarandi bréf firá félag'a okkar- í Ættfræðifélagjnu, Eyjólfi Jónssyni á ísafírði. Heimilisfólkið á Reyiyum á Skeiðum Eftirfarandi þula er um heimilisfólkið á Reykjum og athafnir þess: Bóndinn Eiríkur brytjar mör, bryöur hún Guðrún kjöt og smjðr, Jórurut við tuggum tekur. Kolbeinn litli á kodda svaf, Katrín tók lykkjur prjónum af, hjá Imbu lippan lekur. Lippu spann Bjami löngum trúr, lagaði Jón orð dönsku úr. Bergþór var band að tvinna, við þráöarspuna Þórdis sat, þagað Sigga við rokkinn gat, gekk Fúsi um gólfið stinna. Móðir mín, Guðrún Arnbjarnardóttir, kenndi mér þessa þulu í maí 1982, þá á 90. aldursárí. Ekki hafði ég áður heyrt hana fara með þennan kveðskap og skráði hann því niður á blað. Er ég spurði hvenær hún hefði lært þetta, sagðist hún hafa þuluna frá Þóru móður sinni og taldi víst að Þóra hefði lært þennan kveðskap á æsku- heimili sfnu í Fellskoti í Biskupstungum. Hvergi hef ég fundið þennan kveðskap á prenti og tel því víst að hér sé munnleg geymd, er gengið hefur frá einni kynslóð til annarar. Kveðskapur þessi sagði móðir mín að væri um Eirík Vigfússon bónda á Reykjum og konu hans Guðrúnu og þeirra heimilisfólk. Þau Eiríkur og Guðrún Kolbeins- dóttir búa á Reykjum á Skeiðum í Ólafsvallasókn er manntal var tekið 1801 (bls.243). Börnin eru þá orðin fleiri og hjúin önnur en getur (þessari þulu. í ættarskrá séra Bjarna Þorsteinssonar er þessa fólks getiö (bls.76 og áfram). Hér var því vissulega um gamlan kveðskap að ræða. Forvitinn fór ég að reyna að tímasetja þennan kveðskap um heimilisfólkið á Reykjum. Leitin bar furðu góðan árangur. í sóknarmanntali árið 1798 er heimilisfólkið á Reykjum þannig skráð: Eiríkur Vigfússon, húsbóndi 40 ára Guðrún Kolbeinsdóttir, kona hans 40 ára Vigfús Eiríksson, þeirra 3 ára Kolbeinn Eiríksson / 11/2 árs Ingunn Eiríksdóttir börn missiris gömul Ingibjörg Eiríksdóttir hans 7 ára Katrfn Eiríksdóttir börn 6 ára Jón Jónsson, vinnumaður 28 ára Þórdís Jónsdóttir, vinnukona 33 ára Sigríður Jónsdóttir, ditto 56 ára Bergþór Þóroddsson, matvinnung. 16 ára Bjarni Þórðarson, niðursetn. 64 ára í þessu manntali frá 1798 eru allir þeir, sem nefndir eru (gömlu þulunni og engir fleirí. Nöfnin eru þau sömu, nema að yngsta dóttirin hét Ingunn en elcki Jórunn. Lýsingin á störfum og athæfí kemur Uka mjög vel heim við aldur og stöðu á heimilinu. Þau Eiríkur Vigfússon og Guðrún Kolbeinsdóttir gift- ust 2. október 1794 og var það annað hjónaband beggja. Eldri dæturnar tvær eru börn Eiríks og Ingunnar Eiríks- dóttur, fyrrí konu hans. Fimm binda ættfræðirit um Reykjaætt á Skeiðum var gefiö út 1990. Þetta er niðjatal Eiríks Vigfússonar og eiginkvenna hans. Guðrún Kolbeinsdóttir er sögð hafa veríð skáld- mælt og er birtur kveðskapur hennar af ýmsum toga. Ekki er þar að fínna kveðskapinn um heimilisfólkið á Reykj- um, sem birtur er hér að framan. Þegar hugleidd er hin munnlega geymd þessa kveð- skapar má hafa í huga að Guðrún, móðir mín, var fædd 1892og Þóra móðir hennar var fædd ( Fellskoti 18610£ dó 1908. Foreldrar Þóru voru Eiríkur Einarsson frá Alfs- stöðum á Skeiðum, Gíslasonar og kona hans Guðrún Eyvindsdóttir, fædd 1831 á Felli í Biskupstungum og dó 1891. Guðrún flutti með foreldrum sínum, Eyvindi Þor- steinssyni, f. 1795, d. 1860 og konu hans Guðlaugu Sig- mundsdóttur frá Spóastöðum, að Fellskoti 1833 og hafa niðjar þeirra búið ( Fellskoti síðan. Þau Eyvindur og Guðlaug voru systrabörn. Mæður þeirra, Ingibjörg og Guðlaug, dætur Helga bónda Þórðarsonar. Bróðir þeirra systra var Gísli Helgason föðurafi Eiríks í Fellskoti. Frá Helga Þórðarsyni hefur verið talin Álfs- staðaætt. Rætur þeirra búendanna (Fellskoti liggja því (mörg- um kvíslum niður á Skeið, þar sem Eiríkur Vigfússon bjó myndar búi. Úr gömlum annál í Setbergsannál segir svo um árið 1412. “Á jólaföstu þetta herrans ár varð svo heitt dag einn á jólaföstu að menn þoldu ekki við í fötum sínum. Bráðnaði þá mestall- in snjór. Viku síðar skipti svo aftur um, og gerði svo mikla snjókomu að fáir mundu dæmi slíks. Ofan (snjóinn gerði svo asahláku, og hlupu þá víða skriður úr fjöllum á tún niður. í þeim hamförum tók af bæ í Kjósinni og annan austur á landi, en mannskaðar urðu þó ekki.” Þetta undarlega ár segir Setbergsannáll hafa verið fískiár mikið undir Jökli og fyrir norðan, en minna fyrir sunnan og austan. Notagott sumar Um árið 1414 segir í sama annál “Vetur mjög áfreða- samur, vorið seingróið, sumarið notagott, haustið kalt.” 2

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.