Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1993, Qupperneq 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1993, Qupperneq 7
Fellsstrendingurinn og fjallakonan Guðmundur Bjamason (Krísuvíkur-Guðmundur) var fæddur í Svínaskógi á Fellsströnd í Dalasýslu árið 1765. Foreldrar hans voru búandi hjón í Svínaskógi, þau Bjami Bjamason og Guðrún Guðmundsdóttir. Hann er talinn hafa yfirgefið æskustöðvar sínar í Dölum sökum þess, að hann felldi ástarhug til stúlku, er honum var meinað að eiga. Hann flyst út í Helgafellssveit. Þar kynnist hann stúlku, Dagbjörtu Tjörvadóttur, f. í Fjarðarhomi í Bjamarhafnar- sókn. Við manntal 1801 býr Tjörvi faðir hennar í Ámabotni, þá ekkjumaður með þremur bömum sínum. Dagbjört var elst þeirra. Árin 1805-1815 eru þau búsett sem búandi hjón í Ölfusi, lengst á Gljúfri. Árið 1815-1816 búa þau á Miðfelli í Þingvallasveit. Hjá þeim eru þá böm þeirra tvö: Guðmundur 5 ára, fæddur á Gljúfri og Sigríður 8 ára, fædd á Hjalla. Hjá þeim á Miðfelli er þá vinnukona að nafni Guðrún Tómasdóttir, 53 ára. í Ási, sunnan Hafnarfjarðar er Guðmundur 1820. Dagbjört hefur trúlega andast um þetta leyti. í Krýsuvík dvelur svo Guðmundur a.m.k. í 10 ár. Hann stofnar nýbýlið Læk í Krísuvíkursókn - frá stofni. þá er hann sennilega orðinn ekkjumaður. Hann útbýr bústað alllangt frá nýbýlinu þar sem hann gat dvalið hjá sauðfé sínu y fir veturinn. Var það við helli einn í Klofningahrauni og sjást minjar þeirra mannvirkja enn í dag. Er hellir þessi síðan nefndur Gvendarhellir. Guðmundur bjó einnig einhvem tíma á Krýsuvíkurár- unum í Garðshomi. Það er á ámnum 1827-1837 sem dvöl hans í Krýsuvík varir. Eftir dvöl sína í Krýsuvík var farið að nefna hann Krýsuvíkur-Guðmund. framhald af bls. 6 Móðir Diljár var María Elísabet Kristjánsdóttir ljósm. s.k. Magnúsar í Lykkju. Foreldrar Maríu Elísabetar vom Kristján Eiríksson og kona hans Rósa Bjarnadóttir, seinni maður Rósu var Runólfur í Arabæ Reykjavík, langafi og langamma Sverris Magnússonar lyfsala í Hafnarfirði. Móðir Rósu Bjamadóttur, var Charlotta Jónsdóttir Guðmundssonar, timburmanns, Óseyri og Ófriðarstöðum við Hafnarfjörð. SysturCharlottu voru, Ásafyrri konaÓla Sandholt og Flórentína er giftist Illuga Brynjólfssyni, b. Ráðagerði Garðasókn Gull. Eftir dvölina í Krýsuvík er Guðmundur á nokkrum stöðumen mestásvonefndum Hraunabæjum íGarðasókn. Hann andaðist í Lambhaga 3. maí 1848. Þá orðinn 83 ára. Guðmundur þessi Bjamason var sagður vera afburða hraustmenni, smiður góður og hinn heiðvirðasti maður að öllu leyti. Sögur em eða frásagnir nokkrar um hreysti hans, en frægust er viðureign hans við Fjalla-Margréti, konu nokkra úr Ölfusi, er lagðist út í nokkur misseri. Hélt hún sig m.a. í Henglinum og svo í hraunum í nágrenni við gamla veginn yfir Hellisheiði. Lifði hún þá á þjófnaði og alls konar gripdeildum frá ferðamönnum. Grein þessa um Fellsstrendinginn Guðmund Bjarna- son sendi Einar Kristjánsson, Eskihlíð 20 a, Reykjavík, s.: 2 64 68 og beinir hann jafnframt til lesenda Fréttabréfsins eftirfarandi fyrirspurn: Er það rétt að "Stjáni blái" - Kristján Sveinsson, sjómaðuríKeflavík,f. 14.des. 1872, d. ló.des. 1922,-hafi verið afkomandi Guðmundar Bjarnasonar (Krýsuvíkur- Gvendar) er f. var 1765 í Staðarfellssókn í Dölum, d. í Lambhaga 3. maí 1848? Guðmundur var sonur Bjama bónda Bjarnasonar í Svínaskógi á Fellsströnd. Kona Guðmundar hét Dagbjört Tjörvadóttir frá Fjarðarhomi í Bjamarhafnarsókn, Snæf. Einar Kristjánsson Minning Jóhann Hjálmtýsson f. 15. júlí 1924 d.2. nóv. 1992 Jóhann var fæddur í Villinga- dal í Haukadalstungu í Dala- sýslu og ólstþar upp. Jóhann varstarfsmaðurGoðahf rúm 45 ár og var heiðraður þar fyrir langan starfsaldur. Margir munu minnast hans frá fundum ættfræðifélags- ins en þar lét hann sig sjaldan vanta. Jóhann var ötull safnari alls sem skrifað hefur verið um ættfræði og átti mjög gott safn slíkra rita. Eftirlifandi kona hans er Herdís Hauksdóttir. H.J.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.