Unga Ísland - 01.03.1912, Side 4
4
UNGA ÍSLAND
ar og frumsamdar, auk alls konar tíma-
rita er koma út jafnt og stöðugt.
Meðal annars er nú verið að þýða
biblíuna á Esperantó. Og hefir höfund-
urinn Dr. Zamenhof tekið að sér að
þýða gamla-testamentið úr hebresku.
Þegar tekið er tillit til þess, hve heim-
urinn er vanur að taka illa öllum nýjum
hreyfingum og hugsjónum, gegnir það
furðu hve lítilli mótstöðu esperantó-hreyf-
ingin hefir orðið að mæta. En það stafar
vafalaust af því, að allir þeir, sem bera
framför og hagsæld þjóðanna fyrir brjósti,
sjá það, að þær geta nú ekki lengur
verið án hjálparmáls, er allir læri bæði
æðri og lægri, því samgöngur og við-
skífti fara sívaxandi með ári hverju.
Og þegar takmarkinu er náð, og allir
geta talað alþjóðamálið eins og móður-
mál sitt, mun friðurinn ná að breiða
blessun sína yfir Iönd og lýði, og nýtt
framfara tímabil hefjast í sögu mann-
kynsins.
5. Kristðfer Pétasrson.
* * * * * *
* * *
Ath.
Fræðibálkur eftir þenna höfund á
að koma við og við í U. ísl. Einnig
mun hann fús á að fræða kaupendur
blaðsins frekar í Esperantó, og er hann
einna fróðastur íslendinga í þeim efnum.
Býst eg við, að mörgnm æskmanni muni
þykja fróðlegt að fá leiðbeiningar i Esper-
antó hér í blaðinu, og mætti þá læra
málið jafnóðum fyrirhafnarlítið og kostn-
aðarlaust.
Ritstj.
gólsetur.
Rennur sól við Ránar skaut,
roðar fagra tinda,
fjallablærinn blæs um laut,
og blóm í hlíðar-rinda.
Tryggvi Jónsson frá Skaga (16 ára).
„Rökkurhugsanir.“
»Hugur minn var þá harpa
með hundrað strengja mál.
Þar bærðist alt, sem blundar
í barnhreinni, ungri sál.
Hvertaugvartitrandi strengur
með töframagns undra.
hreim.
Þar bærðist alt það, sem
blundar
í bláfjalla víðum geim.«
H. V.
I.
Þegar kyrt er og hljótt, og hávaði
dagsins deyr, verða eyru vor svo hljóð-
næm, að þau heyra hljóma þá, er *þegja
á daginn*. Heimurinn er fullur af hljóm-
um. Við sjálf líka. Og okkur er œtlað
að heyra þá hljóma og njóta fegurðar
þeirra tif þess að fullkomna lífsgleði vora
og þroska anda vorn. — En mentun vor
(’»heimsmentunin«) leiðir oss á glapstigu.
Hún tengir oss fasta við jörðina. Jarð-
bindur anda vorn, svo hann gleymir
fluginu. Hún þroskar skynsemina og
kennir oss að reikna. En vér gleymum
að hugsa og sjá, nema rétt það, sem allra
næst er augum og eyrum. — Þessvegna
eru t. d. að eins örfáir menn skygnir nú
á dögum. Fjöldinn er blindur. Litblindur,
ljósblindur. Blindur á sálinni. Og þó
er óefað skygni, fjarsýni, firðhugsun, firð-
heyrn — margskonar fjarskynjun yfirleitt
mannkyninu meðfæddur eiginleiki, sem
oss er ætlað að þroska og efla eins og
aðrar gáfur. En svo höfum við vanrækt
þessa andlegu hæfileika vora, að nústönd-
um við mun ver að vígi í sumum efn-
um en t. d. villuþjóðirnar — og dýrin.
Við sem höfum verið smalar, vituni
t. d., að ærnar, *rollurnar<t., saadkindin
veit fyrirfram, jafnvel dögum saman, hverra
veðra er von t. d. regn, hvassviðri, lirið-
arbylur o. s. frv. Hestar »hama« sig
undir hríð. Hundar rekja spor, gel!:; að
gestum, áður en þeirsjásto. s. frv. Fuglar
vita áttir í hríð og myrkri, og rata »heim«