Unga Ísland - 15.07.1913, Side 2

Unga Ísland - 15.07.1913, Side 2
50 UNGA ÍSLAND Sveinn Valdimar Sveinsson andaðist 1. júní. Hann var að taka fullnaðar- próf í læknisfræði við háskólann hér. Banamein hans var heilablóðfall. Sveinn var í blóma Hfsins aðeins á 26. aldursári. Hann var efnismaður og hafði áunnið sér gott áiit og hylli kennara sinna. Porsteinn Erlingsson skáld kvað kvæði það, sem að framan er prentað, fyrir hönd skólabræðra Sveins heitins. Kvæðið var sungið í háskólanum. Unga ísland trúir ekki öðru en lesendum sínum finnist mikið til um kvæði þetta. Lesið það og lærið, svo þið munið það utan bókar. Andi þess og orð hrærir viðkvæmustu strengi hverrar sálar, sem hefir opið auga fyrir skrautmyndum listarinnar. H. J. Skylda, Skyldur mannanna eru margar, bæði siðferðislegar og lagalegar. Margar skyld- ur eru hvorttveggja, en siðferðisskyldurn- ar fleiri, víðtækari og margbrotnari. Það er aðeins ein, — eða fáar, — skyldur af hinum mörgu siðferðisskyldum vorum, er ég ætla að gera hér að umtalsefni það er, skyldur vorar kaupenda Unga, íslands gagnvart blaðinu. Unga ísland er blað okkar barna og unglinga, eitt af hinum fjórum æskulýðsblöðum, er koma út hér á landi. Hin þrjú eru öll gefin út af sérstökum félögum, og eru tvö þeirra félaga að vísu mikið útbreydd, en - því miður — ei sem skyldi. Unga ísland er (eins og hin æskulýðs- blöðin) blað íslands ungu þjóðar. Og það Jeggur oss, eins og þau, skyldur á herðar. Við eigum að gera skyldur okkar gagnvart honum, þ. e.: gera skyldur okkar gagnvart Unga Islandi, með því að síanda í skil- um við það, en það gerum við, ef við borgum það í réttan gjalddaga. Það ætti enginn maður að gerast kaup- andi að nokkuru blaði, nema hann ætli sér að standa í skilum við það, borga það á réttum tíma. — Ég efast ei um, að allir kaupendur U. ísl. hafi gerst áskrifendur að því, með þeim ásetningi að borga það á ákveðnum tíma, en því miður hefir reyndin orðið alt önnur en æskilegt væri kaupenda sjálfra regna. Kaupandi! þú, er ekki stendur í skil- um við blaðið, finst þér þú hafa nokkra heimtingu á, að blaðið sé svo vel úr garði gert, að efni og frágangi, sem æski- legt væri og útgefendur vilja. Hefir þú gjört þitt til að svo sé? Nei, vissu- lega ekki! »Það liggur ekkert á að borga það strax. Hvað ætli útg. muni um þessa einu krónu og tuttugu og fimm aura? Ég borga það bráðum, — eða einhvern- líma!« Svona munu margir kaupendur hugsa og breyta, — því miður — og þeirra hafa svo þeir skilvísu goldið. En það eru einmitt þessir 125 aurar, sem er svo áríðandi að allir borgi, því það safn- ast þegar saman kemur eins og »kornið fyllir mælinn«. Unga ísland er eina ungmennablaðið, sem ei er styrkt af neinu félagi. U. ísl. hefir því allan sinn styrk frá kaupend- um einum, og á þá Ieggur það sitt fram- tíðartraust og því trausti megum við ei bregðast, það er siðferðisleg skylda okk- ar allra. Að vera skilvís, er fagurt hugtak, sem hver kaupandi U. ísl. og annara blaða ætti að kosta kapps um að læra. Að endingu: Kaupendur UUsl! Ger- um skyldu vora sem kaupendur blaða! Verum skilvísir! Guðmundur Porkelsson. Sá er ritar þessar línur er einn af ötulustu útsölumönnum Unga fslands, og kunnum vér honum þökk fyrir grein þessa, en getum

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.