Unga Ísland - 15.07.1913, Page 3

Unga Ísland - 15.07.1913, Page 3
UNGA ÍSLAND 51 þess jafnframt, að hér eiga ekki allir óskilið mál, því mikinn fjölda ágætra viðskiftavina á Unga ísland víðsvegar um land alt. Ritstjórarnir. Hpa-köttur. Þýtt. Þegar Adam og Eva höfðu syndgað og verið rekin úr Paradís, urðu dýrin einnig að fara þaðan. Þau sem viltust voru, ljónið, björninn, úlfurinn og tigrisdýrið, leituðu til heiða. Þar lifðu þau á ráni og drápum. Þau drápu og átu þau dýr, sem voru minni máttar. Dýr þessi flýðu aftur í afkyma og fylgsni jarðar og lifðu í stöðugri angist og ótta við rándýrin grimmu. Meðal þeirra var hjörturinn og hérinn. Aftur voru einstöku dýr, til dæmis kýrin, kindin, hund- urinn og fleiri, sem vildu hafa húsbónda yfir sér, foringja, sem stjórnaði þeim og annaðist þau eins og maðurinn hafði gert. Þau héldu nú mikla ráðstefnu og sam- þyktu að gera apann að foringja sínum og leiðsögumanni. Þeim þótti það heppi- legast, af því ekkert dýr var Iíkara mann- inum en Gorillan. Apinn þurfti að búa sig rækilega und- ir þefta þýðingarmikla embætti. Til þess að gera það, kröfðust dýrin að hann dveldi nokkurn tíma í nánd við mennina og athugaði lifnaðarhátlu þeirra. Apinn hafði tröllatrú á sjálfum sér og hélt hreykinn þangað, sem Adam bjó með Evu og börnum sínum. Við heimkynni þeirra var skógur. Þar uxu líka fögur eplatré með þroskuðum ávöxtum. Apinn klifraði fimlega upp í álitlegasta tréð og settist þar kirfilega. Nú athugaði hann hvað mennirnir höfð- ust að. Hver sem hefði séð hann með spek- ingssvipinn og yfirlætið, þar sem hann sat, myndi hafa sagt við sjálfan sig: Sé hann ekki fær um þetta, þá er það eng- inn. Fyrstu vikuna ætlaði apinn að læra að byggja hús, því dýrin þörfnuðust húsa- skjóls. Apinn tók nákvæmlega eftir Adam, þegar haun var að höggva tré með öx- inni sinni. Hann leit líka eftir, þegar Adam telgdi planka eða borð úr þeim og smíðaði sér hús. Þegar hann hafði horft á þetta um tíma, sagði hann við sjálfan sig: »Þetta get ég hæglega gert.« Og svo hljóp hann aftur til dýranna. »Komi þið! Eg skal sýna ykkur besta byggingarmeistara heimsins,« hrópaði hann til þeirra. Því næst tók hann lurk einn mikinn og fór að höggva skóginn. Hann barði með svo miklu afli, að dýrin hlupu hrædd frá, en trén stóðu jafn bein eftir sem áður. Síðast fóru dýrin að skopast að hon- um. Það gramdist apanum. Hann gretti sig og hugsaði: »Hlægi þau. Ég er hygn- ari en þau öll og þau skulu viðurkenna að ég er herra þeirra«. Næstu viku átti hann að Iæra að rækta jörðina, því dýrin vantaði fæðu. Apinn sá úr eplatrénu að Adam tók skóflu, stakk blaðinu í jörðina og þrýsti á með höndinni og fætinum, þannig pældi hann og gróf moldina. Svo tók hann poka, batt hann við sig tíndi kornið úr honum og sáði því í moldina, til þess það bæri ávöxt. »Þetta er enginn vandi« hugsaði hann. »Þetta get ég hæglega«. En til þess að vera alveg öruggur, stal hann skóflunni og kornpokanum frá Adam. Og nú flýtti hann sér aftur til dýr- anna. Frh. M.J.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.