Unga Ísland - 15.07.1913, Qupperneq 4

Unga Ísland - 15.07.1913, Qupperneq 4
52 UNGA ISLAND TJr !Skuggasveini“. Gudda: Gott er ekki bakið á mér núna! Mikil er sú gigt, sem mig ætlar lifandi að drepa, og er það nú, þegar ég á að bogra si sona. Ekki er nú fólkið nærgætið, að geta fengið af sér að reka mig upp í regin fjöll, eins og ég nú er oiðin! Það er eins og allir ímyndi sér að ég sé enn þá ung og ódrepin. Það segði annað, fólkið, ef það vissi alt, sem ég veit, sem hefi nú sjö um sjöíugt.---- Æ, hvað er ég nú að tala um þetta, sem varla heyri til mín sjálfrar, merglaus og beinskorin — æ! — brotin vildi ég segja. Og heldur er það poki! hálffullur eða ekki það. Það skal verða í síðasta sinn,sem Gudda haltrar hér upp á heið- ina, mönnum og skepnum til skapraunar, en áranum til athlægis. (Gvendur kemur). Æ, kemurðu þá, rýjan mín? Mikið er að sjá pokann hjá þér, manninum komnum á fimtánda ár! Gvendur: Hvernig á ég að vera á fimtánda ár, þegar ég fæ ekki nema mysu í hvert sinn, sem mig vantar úr hjásetunni. Seinast í fyrradag var mér fenginn askurinn, og sagt ég skyldi hafa svikin fyrir drafla. Gudda: Þú mátt ekki heldur sofa í hjásetunni, Guðmundur! Eða heldurðu kanske að ég hafi ekki nóg á niinui könnu, þó þú ekki angrir mig út af dauða? Gvendur: Eg skal ætíð sofa og svíkjast uin, þegar ég fæ tóma mysu. Gudda: Æ, vertu nú ekki að angra sansana mfni, Gvendur; farðu nú ekki að taka upp á neinum óvanda hér fram á regin fjöllum! Gvendur: Þú talar aldrei um annað en óvandann í þér og gigtina í mér, — nei, þér! Er ég ekki líkur honunr afa mínum? Gudda: Honum afa þínum! í framan og á fæti svipar. þér til hans, en í öðru, segi ég þér satt, ættirðu að líkjast honum betur en þú gerir, þá lægir þú ekki und- ir hunda og katta fólum. Já liann gat nú borið sig, og ég man það, eins og það hefði skeð í gær, þegar hann einu sinni kom heiin, — það var á Þorláksmessu- kveld fyrir jól. Ég var að taka helluna af eldinum, en í því beyrðist mér guðaðyf- ir hlóðakatlinum. Ég hrökk við og svara: Guð blessi þig seg’ ég. Viltu ekki Ijúka upp bænum? sagði hann. Ertu það sjálf- ur? seg’ ég. Já, stállifandi segir hann, Ég íram og lýk upp, en svo var askan svört úti, að ekkert sá ég fyr en ég var kyst eins og af klakahnausi, en málróminn

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.