Unga Ísland - 01.01.1914, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND
3
augum upp að sjá. Fellið nú niður
hindurvitni yðar og trúið á goð vort,
sem hefir alt ráð yðar í hendi«. Og
lauk sinni ræðu.
Konungur mælti við Kolbein sterka,
svo að bændur vissu ekki til: »Ef
svo ber til í erindi minu, að þeir líta
af goði sínu, þá slá þú hann (Þór)
það högg, sem þú mátt mest, með
ruddunnk. Síðan stóð konungur upp
og mælti: »Margt hefir þú mælt í
morgun til vor. Lætur þú kynlega
j^fir því, er þú mátt ekki sjá guð
vorn. En vér væntum, að hann muni
koma brátt til vor. Þú ógnar oss
goði þínu, er blint er og dauft, og
má hvorki bjarga sér né öðrum, og
kemst engan veg úr stað nema bor-
inn sé. Og vænti eg nú, að honum
sé skamt til ills. Og líti þér nú til,
og sjáið í austur. Þar fer nú guð
vor með ljósi miklu«. Þá rann upp
sól, og litu bændur allir til sólarinn-
ar. En í þvi bili laust Kolbeinn svo
goð þeirra, að það brast alt i sund-
ur, og hlupu þar út mýs svo stórar,
sem kettir væru, og eðlur og ormar1).
En bændur urðu svo hræddir, að
þeir flýðu sumir til skipa. En þá er
þeir hrundu út skipum sinum, þá
hljóp þar vatn í og fylti upp, og
máttu menn eigi á koma. En þeir er
til eykja fóru, hlupu og fundu þá eigi.
Síðan lét konungur kalla bændur
og segir, að hann vill eiga tal við þá.
Og hverfa bændur aftur og settu þing.
Síðan stóð konungur upp og talaði:
»Eigi veit eg«, segir hann, »hví sætir
hark þetta og hlaup, er þér gerið.
En nú megið þér sjá, hvað goð yðar
mátti, er þér báruð á gull og silfur,
mat og vistir, og sjáið þér nú, hverj-
ar vættir þess höfðu neytt, mýs og
ormar, eðlur og pöddur. Og hafa
þeir verra, er á slíkt trúa og eigi
1) Sjá myndina.
vilja láta af heimsku sinni. Takið
þér gull yðar og gersemar, er hér fer
nú um völlinn og hafið heim til
kvenna yðar, og berið aldrei slíkt á
stokk eða steina. En hér eru nú kostir
tveir á með oss. Annað tveggja, að
þér takið nú við kristni, eða haldið
bardaga við mig nú í dag, og beri
þeir sigur af öðrum í dag, er sá guð
vill, er vér trúum á«. Þá stóð Dala-
Guðbrandur upp og mælti: »Skaða
mikinn höfum vér farið nú um goð
vort. Og þó með því, að hann mátti
ekki oss við hjálpa, þá viljum vér nú
trúa á þann guð, sem þú trúira. Og
tóku þá allir við kristni. Þá skírði
biskup Guðbrand og son hans. Þeir
Ólafur konungur og Sigurður biskup
settu þar eftir kennimenn. Og skild-
ust þeir vinir, sein fyr voru óvinir,
og lét þar Guðbrandur gera kirkju í
Dölunum.
Lesendur góðir.
Eg undirritaður hefi selt starfs-
bræðrum mínum og félögum: J. B.
og Stgr. A. hluta minn f Unga ís-
landi, taka þeir því við rekstri og
allri stjórn blaðsins með þessu ári.
Skiftavinum öllum þakka eg vel-
vild þeirra til blaðsins á liðnu ári.
Eg vona að kunningjar minir og
vinir lofi félögum mínum að njóta
sama trausts og sömu velvildar, sem
eg hefi notið hjá þeim.
Eins og blaðið mun sýna, gera þeir
sér alt far um að vanda til þess að
öllu leyti, hafa þeir nú fengið ný
myndasambönd, sem blaðið vantaði
svo tilfinnanlega, þegar vér tókum
við.
Hefðu atvikin leyft, myndi eg hafa
verið fús á að eiga hlut í blaðinu