Unga Ísland - 01.05.1916, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.05.1916, Blaðsíða 6
38 UNGA ISLAND hreykinn af tilfinningu sinni fyrir góðri umgengni um heimahús og hrósar sér endalaust af því. Þó kemur það fyrir, ef hann er búinn að leita vikum saman, að einhverju sem hann þarf að hafa, að hann viðurkennir, að reyndar sé nú ekki alt í sem bestu lagi og röð. Heim- ilislíf hans er gleðisnautt og ein- manalegt, enda er hann ógiftur alla æfi, og hann á í sífeldum erjum við þjóna sína, enda lítur út fyrir að hann hafi oft verið óheppinn í þjóna- valinu, því þeir pretta hann enda- laust í fjársökum, og verði hann var við það eða fari ekki alt fram eftir hans höfði, þá rekur hann þá á dyr og kastar þá stundum bókum, eða þvi sem hendi er næst, i höfuð þeirra að skilnaði. Hann býr mjög sparlega heima fyrir og virðist oft vera barnalega smámunasamur. — Oft er það að hann hitar sjálfur kaffi handa sér og telur þá réttar 60 kaffibaunir í hvern bolla sem hann drekkur. Ekki er þó efnahag- ur hans í góðu lagi, og hann virð- ist ekki vera gætinn i fjársökum, jafnvel ekkert hugsa um peninga. Það kemur ekki allsjaldan fyrir að hann etur og' drekkur á veitinga- húsum og gengur svo út án þess að gæta að þvi, að hann hefir ekkert borgað fyrir sig, og stundum geng- ur hann út úr veitingahúsunum og borgar fyrir sig um leið og hann fer án þess að hann hafi þegið þar nokkuð, og gætir þá ekkert að því hvort það er króna eða tvíeyringur sem hann borgar með — þekk'r það naumast sundur. En þetta er alt mjög eðlilegt, þegar litið er á Beet- howen i heild, hugur hans er allur fyrir ofan þessa smámuni heimsins og þess vegna ber hann ekkert skyn á þá og hagar sér svo eins og barn þegar um þá er að ræða. Það sem mest stuðlar að því að gera líf hans gleðisnautt á seinni hluta æfi hans er það, að hann tap- ar snemma heyrn og verður alveg heyrnarlaus nokkrum árum fyrir dauða sinn. En sá kafli úræfi hans, meðan hann er að verða heyrnar- laus, er honum kvalatími. Hann heiir notið listarinnar, sem hann elskar og hefir lifað með, með heyrn- inni, og því er ekki kyn þó honum finnist eins og verið sé að grafa sig lifandi, þegar hann veit að hann á að missa hana. En samt er ekki starfsemi hans lokið fyrir því þó hann sé orðinn heyrnarlaus. Hug- ur hans er enn fullur af hljómskrúði sem verður að komast á pappírinn, hann heyrir tónana i huganum, þvi hugur hans er tómir tónar, tóm sönglög. Lög þau sem hann semur á þessu tímabili eru enn lik honum sjálfum, sami þýðleikurinn, sama flugið og sömu fossaföll lil- finninganna og sami töframátturinn og sami eldlegi áhuginn sem knýr þessa óviðjafnanlegu hörpu af lífi og sál. Fram í dauðann er hann að skrifa lögin sín og seinast á banasænginni er hann að tala um, hvernig framhaldið eig'i að verða á lögum, sem hann er byrjaðurá, en hefir ekki getað lokið við. — 29. mars 1827 er Wíenarborg klædd í sorgarbúning. Það er verið að jarða tónskáldið Beethowen. — Stór líkfylgd er á leiðinni til kirkj- unnar. Nokkrir ítalskir söngsnill- ingar bera kistuna, en ótölulegur fjöldi lista- og listelskandi manna gengur á eftir kistunni. Þögul sorg er á hverju andliti og söngmenn- irnir eru daprir og klökkir. Það mætti halda að hér væri verið að jarða einhvern þjóðhöfðingja-------- en, nei, hér er sorgin dýpri og ein- lægari, hér eru menn ekki að kveðja

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.