Unga Ísland - 01.06.1924, Side 3

Unga Ísland - 01.06.1924, Side 3
UNGA ÍSLAND 43 Rússar leggja niður vopnin við Narva. dvaldi hann einn vetur suðurfrá í góðu gengi. Þá hjelt hann hirð um sig. Hertogar og sendiherrar og konur þeirra og dætur sóttu hann heim. Allir vildu sjá frægasta herkonung álf- unnar, og gera sjer hann vinveittan. Gestirnir gengu i gullsaumuðum silki- og flosfötum, silkisokkum og konurnar skreyttu sig með perlum og gimsteinum. En Karl 12. brá ekki vana sínum. Hann var í bláum stakk úr stórgerðu klæði með glóandi messings- hnöppum, gulum reiðbuxum og klof- háum rosabullum, og var girtur stóru sverði. Innan um alt prjálið bar mest á hinum þögula og þóttafulla herkon- ungi, þó enginn væri hann sundurgerðar- maður í klæðaburði. Hugur hans snerist ekki um veisluhöld, heldur bjó hann yfir hefnd. Nú ætlaði hann að ganga milli bols og höfuðs á Rússum. Pjetur tsar hafði ekki verið aðgerða- laus eftir ósigurinn við Narva. Hann hafði ráðist inn í lönd Svía við Eystra- salt. Par hafði hann byrjað að reisa Pjetursborg, sem hann ætlaði að gera að höfuðborg síns ríkis i stað Moskva. Karl 12. ljet sem ekkert væri og sagði: »Innan skamms tökum vjer þau hjeruð aftur«. Pegar voraði rjeðist hann svo inn í Rússland, og stefndi beint á höf- uðborgina Moskva. En Rússar tóku það ráð að brenna öll bændabýli og borgir á leið hans. Pað var sem sænski her- inn færi um öræfi. Sjóndeildarhringur- inn fram undan og til beggja handa stóð í ljósum loga. Pessi hernaðaraðferð dugði Pjetri tsar vel, þó dýrt væri að leggja í eyði sitt eigið land. Ef Pjelur hefði lagt til stóroruslu við Karl 12., hefði sennilega alt verið tapað á einum degi. Karl 12. sá ekki annað úrræði en að beygja til suðurs til hinna frjó- samari hjeraða. Par bjóst hann við lið- styrk frá Kósökkum, sem gert höfðu uppreist gegn Pjetri tsar. En Mazepa, höfðingi Kósakkanna, beið ósigur fyrir Rússum áður en Karl 12. næði til hans. Pað var því komið í ilt efni. Veturinn reið í garð, og gerði froslhörkur svo mikl- ar að fá dæmi eru til slíks. Práfaldlega hafði herinn ekkert húsaskjól á nóttinni. Hermennirnir helfrusu á hestsbaki, vagn- arnir stóðu fastir i sköflunum og varð að skilja þá eftir. Herinn átti í sifeldum smá-skærum við Rússa og eyddi skotfær- um til einskis gagns. Rússar voru fjöl- mennir, og Pjetur tsar kvaðst vel standasl það, þó hann fórnaði tíu Rússum fyrir hvern Svía, sem væri drepinn. Undir vorið mættust loks aðal-herirnir við Poltava. Karl 12. hafði lagt inn í Rússland með 40 þúsund vel búna hermenn. Pað var æfðasti og hraustasti herinn í Evrópu.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.