Unga Ísland - 01.06.1924, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.06.1924, Blaðsíða 7
UNGA tSLAND 47 liggja straumar vestan að og með land- inu og síðan austur um og loks vestur með suðurströndinni. Straumarnir ganga eins og visirarnir á klukkunni. En með slraumunum berast hrognin og seyðin til Norður- og Austurlandsins. Er það hið mesta happ, því þar geta þau vaxið í næði fyrir botnvörpuveiðunum. Þess- vegna mun fisk aldrei þrjóta hjer við land. En margt er enn óljóst i sögu ís- lendsku fiskanna. Einkum vita menn lítið um æfiferil síldarinnar. Væri því gaman að geta síðar sagt eitthvað nán- ar af rannsóknum Dr. Schmidt og Bjarna Sæmundssonar í sumar. Reykjavíknrtjörn. Tjörnin er mikil prýði fyrir Reykja- vikurbæ. Seinni árin eru kríur farnar að verpa í hólmanum, garga þær þar °g fljúga allan daginn og er góð skemt- nn á að horfa. Pað er eftirtektarvert hvað þær eru óstöðugar á eggjunum, setjast og fljúga oftast straks af aftur. »Eins og kría sest á stein,« er máltæki um alt óstöðuglyndi. í sefinu í tjarnar- endanum verpa villiendur. Pær sitja fast á eggjunum, og ánægjulegt er að sjá þær synda með litlu ungana sína, stiltar og móðurlegar. Engir íslenskir fuglar eru litfegurri en endurnar. Auk þess eru margar álftir á tjörninni. Þær eru tignarlegar þegar þær bruna áfram mjallhvitar með hringaðan hálsinn. í*ær eru aðfluttar og vængstífðar. Annars mundu þær fljúga burt upp á heiða- vötnin þar sem þær una sjer best á sumrum. Samt eru þær ekki styggar. Krakkarnir eru jafnvel búnir að striða sumum þeirra svo að þær eru orðnar mannýgar. Rað er illa gert enda hefnir það sín. Nýlega sá jeg tvo krakka á veginum, sem liggur kring um tjörnina, sem voru að kasta í þær spítum. Þeir voru með yngsta bróður sinn í vagni með sjer. Alt í einu snerust tvær álftir gegn krökkunum, kröfluðu upp á bakk- ann og flugu gargandi á þá. Þær eru stórar og geta verið ægilegar þegar þær garga og baða vængj- unum, enda lögðu krakkarnir á flótta og skildu barnavagninn eftir í ofboðinu. En álflirnar námu staðar og fóru að laga á sjer fjaðr- irnar. Skældu svo börnin þrjú hvort í sínu lagi og þótti liagur sinn standa illa. Ekki var það fallega gert að skilja yngsta bróður sinn eftir einan, grátandi í vagn- inum. En alt fór vel, því að vörmu spori kom hjálpfús maður og kom þeim öllum lieilum á húfi í burtu. En jeg geri ráð fyrir að þetta verði í síðasta sinni sem þau erta álftirnar á tjörninni, enda færi betur að öll Reykjavíkurbörn legðu niður þann sið, og ljetu sjer nægja ánægjuna af að horfa á fuglalífið á tjörn- inni. f*að er ekkert skemtilegra á sumr- in en að taka vel eftir öllum dásemdun- um í riki náttúrunnar. St All, koli og þorskur.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.