Unga Ísland - 01.06.1933, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.06.1933, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 83 og reyndi að komast undan. En það stóð þegar stór hópur af fólki í kring- um þau. Einn greip fyrir hálsinn á honum, annar rak hnéð fyrir brjóstið á honum, svo að hann féll. Og þar sem hann lá á steinstéttinni, dundu á honum skammimar og höggin. Þessu lauk með því að fólkið dró hann sigri hrósandi á lögreglustöð- ina og afhenti hann varðsveitinni. „Gerið þér svo vel! Vér höfum þann heiður að afhenda yður ungan glæpamann. Hann hefir stolið epla- kökunum hennar þarna. Það hefir hann gert!“ hrópaði það. Yfirlögregluþjónninn átti annríkt. Það var meira en nóg að gera þessa stundina við önnur mál, svo að í stað þess að huga nánar að drengnum, gaf hann 'skipun um að loka Pétur inni í klefa. Það var gert. Og nú sat hann þar. Þarna inni í klefanum sat nú Pétur hreyfingarlaus á gömlum, fúnum bekkgarmi, og starði sífellt upp í gluggakistuna, sem var varin með járngrindum, eins og gerist í fanga- húsum. Út í gegnum grindurnar sá hann glitta upp í heiðblátt himin- hvolfið. Pétur horfði upp til himins úxi dimmum fangaklefanum. Með beiskju blöndnum huga sagði hann við sjálf- an sig: ,,Aa, hvað þetta er voðalegt, ég er fangi, og allt vegna þessarar einu eplaköku. Jæja, svona er nú komið!“ Hann var alveg að missa móðinn, því nær að láta yfirbúgast af hungri °g þreytu. Að ég skyldi vera tekinn fyrir þetta lítilræði; ég, sem hafði ekki smakkað mat síðan í fyiTadag. Hann lokaði nú augunum og beið nú furðu þolinmóður, eftir því sem á eftir mundi koma. Þá heyrði hann allt í einu barsmíðar og hávaða í nánd við klefann; það var ekki baiið í dyrnar, það heyrði hann. Það hlau: að vera í klefann til hliðar. Pétur stóð nú upp, opnaði augun og hlustaði. Það var áreiðanlegt. Það var einhver inni í hinum klefanum, sem var að reyna að brjóta niður vegginn með k /epptum hn'efanum. Hann færði sig nú nær veggnum og reyndi að horfa inn í gegnum rifu á þilinu. Hann sá inn í lítinn klefa, álíka og hans eiginn, með ljótum bekk og skældum gluggagrindum. Hingað og þangað á gólfinu lágu hálfreyktir vindlingabútar, en hvergi sá hann neinn manninn. Það var því óskiljanlegt, hvaðan þetta hljóð gat komið. ,,Hver er að berja þetta?“ sagði hann hálf upphátt, ,,er það kannske einhver, sem er að reka nagla?“ En einmitt rétt í þessu heyrði hann veika, hása karlmannsrödd, er sagði biðj- andi þessi orð: „Mamma, hjálpaðu mér! Góða mamma mín, hjálpaðu mér!“ Pétur hljóp nú í flýti yfir í honxið við ofninn, þar sem hann sá, að var stærri glufa í þiljurnar. í gegnum i’ifuna sá hann í nef, og undir nef- inu sá hann í svart yfirvararskegg og rauðar varir, en yfir þessu öllu saman sá hann í dökkt, flóttalegt auga, sem var að gægjast yfir til hans. „Mamma, góða mamma, hjálpaðu mér héðan út, í guðanna bænum hjálp- aðu mér, mamma," heyrði hann á ný. „Hvaða náungi ætli þetta sé nú?“

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.