Vísir - 27.10.1955, Side 9
ylSIB er ódýrasta blaðið «g þó þa3 fjöl-
fereyttasta. — Hringið i sima 1660 eg
gerist áskrifendur.
WE
Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir
10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis tO
mánaðamóta. — Sími 1660.
Fimmtudaginn 27. október 1955
Efnahagurinn í rústum eftir
einræði Perons.
Lonardi boðar viðreisn.
ítm ára eínræði Perons hefurj
Bagt efinahagsiíf Argentínu í
crústír.
Þetta var höfuðefni ræðu,
£cm Eduardo Lonardi, hinn nýi)
forseti Argentínu, flutti í útvarp
á gærkvöldi. Hann eggjaði þjóði
ina lögeggjan, að vinna að við-.
reisn landsins og byggja aði
nýju. Á mestu ylti, að unnt yrðij
að treysta efnahagskerfið á sem
allra styztum tíma.
Lonardi forseti kvað hið
mesta öngþveitisástand ríkja ál
sviði samgöngu- ogflutninga-
jtnáia. í víðlendu landi væri
mikið undir járnbrautarsam-
göngum komið, en við 10 ára
óstjóm Perons væri svo komið,
að í jámbrautarmálum væri
Argentína aldarfjórðungi á eft-
ir tímanum.
Lonardi lýsti yfir því, að
Argentína myndi sjálf hagnýta
olíuauðlindir landsins, og gerði
hann ráð fyrir að unnt mundi
verða að koma því til leiðar, að
f ramleiðslan yrði helmingi
meiri en nú innan skamms tíma.
iamslír elga vísa hæi-
isvist í Dannförku.
Kauða krossi íslands hefur
foorizt tiihoð frá danska Bauða
krossinum þar sem boðið er að
iaka islenzka lömunarsjúklinga
4il vsstar á Folkekur-heilsuhæi-
Oð í Hald.
Verður með sólarhrings fyr-
irvara hægt að taka við 20—30
sjúklingum auk allmargra til
viðbótar ef nauðsyn kréfur.
Rauði kross íslands hefur
jþakkað þetta vinsamlega boð,
en segir I svari sínu, að heil-
forigðisyfirvöldin telji mænu-
veikifaraldurinn enn viðráðan-
legan, sjúkrahúsrými nægi-
legt. Séu því tök á því, með
þeirri aðstoð, sem DaniLr hafa
látið í té, að veita sjúklingum
viðeigandi læknishjálp til
fcráðabirgðar. Þá hafi Styrk'tar-
félag lamaðra og fatlaðra haf-
ást faanda úm að koma upp
þjálfunarstöð fyrir lamaða
sjúklinga. Heilbrigðisyfirvöldin
íelji þó Iiklegt að senda þurfi
einstafca sjúklinga úr landi til
fcjálfunar og munu ,þá rreð
fcökfcum nota sér hið göfug-
anaranlega tilboð danska Rauða
krossiní;.
Forsetinn er
rómversk-kaþólskur.
Eitt fyrsta verk Lonardi, eftir
að hann varð forseti, var að
ónýta tilskipun Perons, um af-
nám kaþólskra frídaga. Gagn-
vart hinum skipulagsbundnu
verkalýðssamtökum hefur Lon-
ardi farið gætilega, enda var að
alstuðningur Perons þar. í stað
þess að beita valdi gagnvart
þeim, sendi hann boð til þeirra,
að verkalýðsfélögin hreipsuðu
sjálf til innan sinna vébanda.
— Deiluna um hið áhrifamikla
blað „La Prenza“, sem Peron
gerði upptækt —■ og afhenti svo
stjórn verkalýðssamtakanna,
sagði Lonardi, að hann mundi
ekki afhenda það íyrri eigend-
um. því réttast væri. að dóm-
stólarnir felldu úrskurð í mál-
inu.
Þótt Lonardi sé atvinnuher-
maður og hafi verið studdur til
valda af áhrifamönnum í hern-
um, eru flestir ráðherranna sem
hann hefur valið í stjórn sína
úr borgarastéttum. •— Fylkis-
stjórum og borgarstjórum, sem
Peron skipaði, hefur verið vik-
ið frá. Lonardi hefur farið
gætilega það sem af er og frétta
ritarar segja, að almenningur
hallist að því, að hér sé mað-
ur, sem vilji vel, og muni fara
gætilega.
Hátíðarmessa í
HallgrímskirkjiL
f kvöld kl. 8.30 á dánar-
dægri Hallgríms Péturssonar,
verður messað í Hallgríms-
kirkju, svo sem venja hefur
verið frá stofnun safnaðarins.
Verður messan með gömlu
sniði, til minningar um trúar-
skáldið mikla, sem kirkjan er
kennd við. Verður tónað með
gregoriönsku lagi og messan
öll sem líkust að formi sem var
á dögum Hallgríms.
Sira Sigurjón Þ. Árnason pre
dikar, en síra Jakob Jónsson
þjónar fýrir altari. Sunginn
verður sálmurinn f ornfrægi
„Te deitm", af kirkjukórnum,
og Kristni Hallssyni söngvara,
sem syngur einsönginn, og er
þar bi-ugðið venju, því að prest
ar hafa áður sungið móti kórn-
um. Kirkjukórinn syngur und-
ir stjórn Páls Halldórssonar.
Eftir messu munu stúdentar
veita viðtöku gjöfum til kirkj-
unnar.
,,V8ndræðabam“
verðiir ódauðlegt.
„Vandræóabarnið“ í listum
fPrákka fiefir nú verið tekið í
Stölu Ssíaraa „ódauðlegu“.
Jean Cocteau, ljóðskáld, leik-
.TÍtaskáM, tónskáld og blaða-
smaSur, hefir verið tekinn í
fransfca akademíið — varð einn
af fjörutíu. er hann var valinn
fti! að fylla sæti Jerome Thiraud,
«em nýlega er látinn.
Bretar hækka
söluiskatt.
í umræðunum um viðauka-
fjárlögin veittust stjómarand-
stæðingar allhart að Butler fyr
ir tillögur hans um hækkun
söluskatts og nokkra hækkun
skatts hlutafélaga, og töldu fjár
málastefnu hans hafa brugðist,
en hann varði tillögur sínar
röggsamlega.
Hann kvað þjóðina hafa búið
við velmegun og afkoma ríkis-
sjóðs væri batnandi, en vegna
mjög aukinnar kaupgetu væri
eftirspum eftir innlendum varn
ingi meiri en heppilegt væri, á
þeim tíma, sem framleiða yrði
sem allra mest til útflutnings.
Of mikill innflutningur hefði
og átt sér stað og af þessu leitt
röskun á jafnvægi í efnahags-
lífinu. — Við atkvæðagreiðslu
um söluskattinn fékk stjórnin
87 atkvæða meirihluta.
f tillögum Butlers er ekki gert
ráð fyrir neinni hækkun á al-
mennum tekjuskatti.
ISridige:
Gi&ntilaugur og
Stefán efstir.
Eftir aðra umferð í tvímenn-
ingskeppni meistaraflokks hjá
Bridgcfélagi Reykjavíkur eru
þeir Gunnlaugur Kristjánsson
og Stefán J. Guðjohnsen nú efsí
ir mcð 244*4 stig.
Stig næstu sjö paranna eru
þessi: Gunnar og Óiafur hafa
240 stig, Eggert og Vilhjálmur
239, Kristján og Þorsteinn 232,
Hallur og Júlíus 231*4, Einar
og Lárus 229. Hafsteinn og Jó-
hann 228*4 og Jón og Lovísa
225 stig. .
Þriðja umferð vérður spiluð
annað kvöld.
Búist er við, að ein afleið-
ing þess, að Iran hefir gerst
aðili að Bagdad-sáttmálan-
um, verði sú, að Bretar og
Bandaríkin auki hernaðar-
aðstoð sína við Irak, Iran og
Pakistan, til þess að hamla
gegn áhrifum þeim, sem
v opnasendingar Rússa og
Tékka til annarra arabiskra
landa hafa.
Tvímenningskeppnln
í bridge hafin.
Fyrsta umferð í tvímennings-
keppni Tafl- og bridgeklúbbs
Reykjavíkur fór fram á mánu-
dagskvöldið.
Efstir eru Zófonías og
Sölvi með 95.5 stig, aðrir í röð-
inni Guðni og Tryggvi með 94.5
stig. þriðji Agnar og Björgvin
með 93,5, fjórðu Aðalsteinn og
Aðalsteinn með 90 stig og
fimmtu Hjalti og Sakarias með
88,5 stig.
Næsta umferð fer fram næst-
komandi mánudagskvöld.
Gjalda líku líkt.
Sovétríkin hafa neitað am-
erískum ferðamönnum, sem
þangað hafa komið, að heim-
sækja iðnaðarborgir í Ural-
héruðunum.
Bandaríkjastjórn hefur þá
svarað með því að banna rúss-
neskum blaðamönnum sem eru
á ferð um Bandaríkin, að
heimsækja Detroit, sem er ein
mesta íðnaðarborg landsins.
Afliitit 11,532 lestum melri í ár
en á sama tíma í fyrra.
SíStiftB'ii fli er ifísiir-
í íok septembcrmánaðar s.I.
var heildarfiskafiinn á öllu
landinu frá áramótum 343.492
smálestir; þar af var bátafisk-
ur 219.758 smál. en togarafisk-
ur 123.734 smálestir.
Fyrstu 9 mánuði ársins 1954
var heildaraflinn 331.961 smá-
lest eða 11.532 lestum meiri en
i ár.
Afíinn skiptist þannig eftir
verkunaraðf erðum:
Síld:
ísuð............. 173 smál.
Til frystingar .... 8.339 —
— söltunar ..... 32.125 —
— bræðslu ....... 4.423 —
— niðursuðu .... 48 —•
— herzlu . . ...
— söltunar .. .
— mjölvinnslu
Annað ........
55.198
96.525
3.199
' 2.290
45.108 smál.
Ajmat fisker:
298.384 smáJ.
Samtals 343.492 smáh,
Af helztu fisktegundum var
aflamagnið til septemberloka!
1955 sem hér segir:
Þorskur ......... 222.591 smál,
Karfi.......... .47.919 —
Síld ............ 45.108 —
Ýsa ............. 9.510 —
Ufsi............... 6.487 — í
Ísíiskur.......
Til frystingar
Aflamagnið er 'miðað vi@
slægðan fisk með haus, nema
fiskur til mjölvinnslu og síld0
2.724 smál:1 sem hvort tveggja er vegið upp
138.447 •— !úr sjó.
Meðal farþega með flugvél Loftleiða frá meginlandi Evrópu í
gær voru dr. Kristinn Guðmundsson, en hann kom heim aí
ráðhertafundi í Strassburg, og Ludvig G. Braathen, útgerðar-
maðurinn norski, ásamt konu sinni.
Tveir menn slasast í blf-
reíðaárekstri.
Maður slasaðist í morgun, er spýta
féll í höfuð honum.
í gær urðu tvö umferðarskys
hésr í bænum og slösuðust þrír
menn í sambandi við þau.
Klukkkan langt gengin þrjú
í gær var lögregluni tilkyntn
um harðan árekstur, sem orð-
ið hefði á mótum Miklubrautar
og Réttarholtsvegar.
Rákust þar á sendiferðabif-
reið sem mun hafa komið eftir
Réttarholtsvegi og vörubifreið
sem ekið var eftir Miklubraut.
Áreksturinn var það harður að
bifreiðarstjórinn í sendiferða-l
bifreiðinni kastaðist út úr henni
og lá meðvitundarlaus á göt-
unni. Farþegi sem með honumi
var í bifreiðinni slasaðist einn-J
ig nokkuð og voru þeir báðir
fluttir á Slysavarðstofuna. •—
Meiðslin munu aðallega vera á
höfði beggja mannanna, en ekki
er talið að þau séu alvarleg.
Menn þessir heita Hlöðver Árna
«)n, Laugarnescamp 5 og Hall-i
grímur Hallgrimssón, Lauga-
vegi 53 A.
Sendiferðabíllinn skemmdist
mjög mikið, og vönabíllinn
nokkuð en þó minna.
Um fimmleytið í gær varð
annað umferðarslys og skeði
það á Langholtsvegi innarlega.
Hafði sjö ára gamall drengur
hlaupið fyrir bifreið, sem ekið
var suður götuna og varð fyr-
ir henni. Marðist hann við það
á vinstra fæti og hlaut skrámu
á höfði. Drengurinn var flutt-
ur í Slysavarðstofuna, þar sem
gert var að meiðslum hans, ea
þau voru ekki talin mikiL
í morgun, laust fyrir hádegið^
varð slys inni á Kleppsvegi. Þar
hafði spýta fallið á höfuð manni,
er var þar í byggingavinnu.
Maðurinn hlaut mikinn á-
verka á höfuðið og voru meiðsli
hans ekki að fullu rannsökuð,
er Vísir áti tal við lækni Slysa-
varðstofunnar fyrir hádegið.