Bændablaðið - 01.07.1988, Qupperneq 5

Bændablaðið - 01.07.1988, Qupperneq 5
6.tbl.2.árg.1988 BÆNDA- BLAÐIÐ 6.tbl.2.árg.1988 BÆNDA- BLAÐIÐ Viötal og mynd: Bjarni Harðarson í skjólbeltaræktinni segir Kymundur að liann hafi verirt nokkurskonar ruslakista fyrir Skógræktina, — fengirt art liirða þar gallaðar plöntur eins og þessar topplausu aspir scm liann fékk metraháar. Art Vallanesi eru nú komnir um I2 kin af skjól- beltum, cf lalirt er í einföldum plönlurörtum. „Tvi- mælalaust sturtningsgrein virt kornræktina og eykur lika uppskeruna á (únutium. Við erum þeg- ar farin art sjá mun á grasinu scm vex næst skjól- beltunum, — það virrtist bærti hærra og þéltara." FRÁHVARF TIL FORTÍDAR — framúrstefnubóndinn og djákninn í Vallanesi segir frá kornrækt og skógrækt, kálfum sem lifa á mysu, aukabúgreinum á borð við það að framleiða smáfuglafóður og húsi sem var ekki nógu gott fyrir prest en talið ágætt fyrir bónda. „Það sem við erum að gera er í raun og veru að hörfa aftur til fortíðar, — með auk- inni heimaöflun á öllum sviðum. Þetta er okkar svar við því hvað aðföng öll eru orðin dýr. Bæði heimaöflunar í þeirri merkingu að skapa hlutina heima á búinu og svo heimaöflunar í merkingunni heima á ís- landi.“ Bændablaðið hefur drepið dyra hjá djáknanum i Vallanesi, Eymundi Magnús- syni sem slysaðist til að fæðast í Reykjavík en vill helst ekki viðurkenna það, — ræktar korn og skóg, elur kálfa til kjötframleiðslu en er að missa áhugann á kúnum út af hörð- um samdráttaraðgerðum í þeirri grein. Framúrstefnubóndi, heyrðum við sagt um Eymund á ferðalaginu austur um firði og ákváðum að forvitnast um viðhorf þessa unga bónda sem hefur, ásamt konu sinni Kristbjörgu Kristmundsdóttur setið þetta forna höfuðból frá 1979. Jörðin er ríkisjörð og var prestssetur til skamtns tíma en þegar þau hjónin tóku við henni hafði hún staðið í eyði, — einhver klerkanna lét hafa eftir sér að íbúðarhúsið væri ekki nógu gott fyrir prest en ágætt fyrir bónda... Útihús í hörmulegu ástandi, girð- ingar ekki fjárheldar, túnið allt um 4 hektar- ar að stærð og íbúðarhúsið hélt hvorki vatni né vindi. Jörðin var kvótalaus enda ekki ver- ið búrekstur þar í 20 ár. íbúðarhúsið var lag- að, tún og kornakrar ræktuð, alls um 36 hektarar og byrjað á fjósbyggingu. Á jörð- inni var fyrir gamalt fjós með 5 básum og rými fyrir 5 hesta. Þetta hús endurbættu þau, gerðu að 10 kúa fjósi og byggðu við það mjólkurhús. „Annars höfum við haft það fyrir reglu að byggja eitt hús á ári,“ segir Eymundur. „Annað og þriðja árið byggðum við tvö skíthús undir væntanlegt fjós, síðan hlöðu og næsta árið forstofu á íbúðarhúsið og þá um leið sló Kristbjörg upp dúkkuhúsi fyrir Þórunni, í hitteðfyrra byggðum við gróðurhús og í fyrra lítið hús fyrir krakk- ana, Júlíus sem er I0 ára og Þórunni sem er 8 ára. Núna í sumar, — ja þá er ég búinn að byggja svo marga gróðurreiti fyrir útirækt að það hlýtur þegar allt er talið að reiknast sem eitt hús!“ En fjósbyggingin er ekki risin enn og við fáum skýringar á því... Minnismerki um samdráttinn „Við byggðum þessa hlöðu 1983 og ætluð- um að byggja við 20 kúa fjós. Það voru eng- ar hömlur á því en síðan gerist það að full- virðisrétturinn er settur á og árið 1984 til ’85 höfðum við ekki nema um 45 þúsund lítra framleiðslu og höfum síðan verið elt niður þannig að fullvirðisrétturinn hefur heldur minnkað. Við höfum lent í að fylla ekki alveg þann tímabundna fullvirðisrétt sem við höfðum og erum búin að sækja um það til Framleiðsluráðs að fá aukningu sem dugi fyrir þetta fjós sem við ætluðum að byggja. Þaðan var erindinu vísað til Búnaðarsam- bands Austurlands sem liefur ekki látið svo lítið að svara okkur. Ef við fengjum meiri rétt þá fengjum við full lán til að klára f'jósið af því að við erum búin að klára hlöðuna. En í staðinn er hún eins og stórt minnismerki um samdráttinn og þá hörðu aðhaldsstefnu sent hefur verið rekin. Það var þarna gamalt fjárhús sem við steyptum hlöðuna utan í og steyptum skíthúsin undir þessi gömlu hús. Nú hefur okkur tekist að nýta hlöðuna með að ala kálfa í þessum gömlu fjárhúsum og höfum meiri tekjur af kálfunum heldur en þessum 10 mjólkurkúm sem við erum með. Þannig nýtum við hlöðuna fyrir fóðurfram- leiðslu og þessutan höldum við í henni hlöðuböll. Konan mín varð þrítug í fyrra- sumar og þá héldum við eitt slíkt. Fólk sat á böggum og við langborð og það var dans- að í öðrum endanum við harmonikku- spil... “ En hlaðan á fleira merkilegt. í annan end- ann hafa þau steypt stóra gryfju fyrir mysu sem er notuð til að fóðra kálfana. „Allstað- ar þar sem ég hef kynnst búskap í Skand- inavíu og á Bretlandi þá er mysa notuð í fóð- ur. Hér á landi er henni allri tappað í sjóinn eða útí árnar þar sem hún veldur mengun en í staðinn er fluttur inn fóðurbætir fyrir gjaldeyri. Þáð er ekki reynt að nýta þetta og ein röksemdin er sú að það geti ekki allir alið bústofninn á mysu, — rétt eins og úrtölu- mennirnir segja alltaf að það geti ekki allir farið í skógrækt og þessvegna eigi ekkert að hugsa um það. Það er svo ríkt í íslendingum að halda að það sé til einhver patent lausn á vandanum í landbúnaði. Samanber refa- ræktina sem var lausnarorðið til skamms tíma. Vandamál íslensks landbúnaðar verða leyst með mörgum smáum ráðum svo sem heimaöflun og hagræðingu. Lausnirnar liggja meðal annars i nógu fjölbreyttum aukabúgreinum sem geta verið litlar hver um sig og margar meðan það starf rekst ekki um of á það sem menn hafa að aðalatvinnu heima á búunum. Hver og einn verður að finna sér skyldar greinar sem styðja hver aðra.“ En hvað kostar þá art fóðra kállana meö mysu. Er þetta hagkvæmara heldtir en að kaupa fórturbæti? „Þetta kostar svona þriðjunginn af því' sem maður borgar fyrir fóðurbætinn ef miðað er við hverja fóðureiningu. Ég samdi bara við mjólkurbúið hérna og við festum verðið við verð mjólkurinnar til bænda, þannig að ef við fáum 32 krónur l'yrir litr- ann af mjólkinni þá borgum við 32 aura fyrir mysuna og álíka fyrir flutninginn. En allt svona kostar það að maður hafi þó trú á því sem maður er að gera. Þetta eru ekki nein ný sannindi því þetta var alltaf gert hér á bæjum áður að gefa gripum mysu sem gekk af.“ Þú ininntist á hlörtuna sem minnisvarrta um framleirtslustjórnunina í landbúnartin- um, — hvað finnst þér um þá stefnu sem nú er rekin? „Ég er hræddur við þessa hörðu sam- dráttarstefnu sem er uppi því ég held að ís- land geti átt þá sérstöðu að geta boðið eftir- sótt ómenguð matvæli í heiminum. í þeim efnum getum við brotið brýr að baki okkur með svona hörðum aðgerðum þar sem ein- stakar jarðir eru gerðar alveg verðlausar. Ég held að við verðum alltaf að hafa einhvern útflutning, — til þess að nógu margar jarðir séu í byggð og eins til þess að geta tekið óáran svo sem náttúruhamförum og meng- unarslysum sem geta komið hvort sem það yrði þá hér á landi eða annarsstaðar. Margir sjá ofsjónum yfir kostnaði við þennan út- flutning sem er kannski eitthvað of mikill ennþá, en það fæst gjaldeyrir fyrir hann og sá gjaldeyrir er kannski ekki dýrari en annar gjaldeyrir, þegar litið er á kostina af þvi að halda uppi þessari framleiðslu; bæði hvað varðar sjálfstæði þjóðarinnar og öryggið við að hafa til hnífs og skeiðar. Það er líka hætta á því að þessar aðgerðir verði til þess að ungir menn hætti að fara út í búskap og allar framfarir í landbúnaði stoppi... Hérna í þessari sveit þá á ég yfirleitt litla samleið með öðrum bændum því þeir eru flestir orðnir fullorðnir og þeirra bú eru þess vegna i samdrætti og þeir reyna ekki mikið fyrir sér í einhverju nýju. Það er frek- ar að ég mæti úrtölum og svartsýni heldur en hvatningu til nýsköpunar í landbúnaði. Þeir eru búnir að gleyma því að þeir stóðu í sömu sporum og ég þegar þeir hófu búskap. Næsta kynslóð á undan þeim býsnaðist yfir hvað þeir byggðu stórt og hugsuðu hátt. Það er undarlegt lögmál að hver kynslóð þurfi alltaf að draga kjarkinn úr þeirri næstu á eftir. Þetta hefur þó þann kost aö maður hugsar sitt mál betur og verður ennþá harð- at i í sinni trú. Núna lít ég á allar úrtölur og svartsýni sem hvatningu og vissu um að ég sé á réttri Ieið.“ Góð staða í kornræktinni Að Vallanesi hefur kornrækt verið reynd í þrjú ár en upphafið má rekja til þess að 6 bændur á héraði fluttu saman inn þreskivél og stofnuðu um hana sameignarfélagið „í korni“. Að Vallanesi var ræktunin lítil fyrstu tvö árin en í fyrra fengust 27 tonn af 8 hekturum og þar af seldu þau af búinu I0 tonn en notuðu 17 fyrir eigin kýr og kálfa. íslenska kornið fer í fóðurframleiðslu og 'kemur þar i staðinn fyrir innfluttan fóður- oæti. Það er ýmist notað sem íblöndunar- efni í heyköggla eða súrsað eintómt í tunnur eða plastpoka. En hvernig skyldi samkeppn- isstaðan vera? „Þetta var náttúrulega bara hugsjón í upphafi en meðan við lýði eru allar þessar álögur sem lagðar eru á innlJuttan fóður- bæti þá er þetta hagkvæmt. Fóðurbætirinn kostar 21 krónu fóðureiningin en í innlendu korni ekki nema 7 krónur þegar tekinn er allur kostnaður við ræktun, þreskingu, súrs- un og völsun. Hinsvegar verður að athuga það að fóðurstöðvar hér heima kaupa út- lenda kornið á 3 krónur kílóið og ef álög- urnar væru ekki þá væri enginn grundvöllur fyrir þessu. Ég er þessvegna ánægður með allar þær álögur sem eru lagðar á innflutt korn. Þetta innlenda er líka miklu betra hrá- efni. Kostnaður við framleiðslu á byggi miðast að sjálfsögðu við uppskerumagnið én þessi tala, 7 krónur fyrir kílóið, miðast við 3,5 tonn af hverjuin hektara. En ég fékk 4 tonn af bestu tegundunum, finnsku byggi. Eg get reiknað með meiru í góðu ári, því þetta var ekki sérstakt sumar í fyrra.“ En horfur í kornræktinni í ár, — áttu von á górtri uppskeru? „Það voru miklir þurrkar í vor og sáning var frekar seint vegna þess hvað frost var lengi í jörðu. En þrátt fyrir þetta þá lítur kornið vel út, sérstaklega finnska byggið (JOl279) sem gaf metuppskeru í fyrra. Aft- ur á móti er Marius sem mest er ræktaður á Suðurlandi ekki eins vel þroskaður, — virð- ist þola þetta verr að vera svona seint sáð og fá svo þurrka. Síðan er ég með tilraunareit hérna frá RALA og kornið þar lofar mjög góðu, — annað afbrigðið skreið á undan finnska bygginu og liitt um leið og það. Þetta er því allt á réttri leið.“ Er nógur markartur fyrir kornirt tnertul annarra bænda? „Það er markaður fyrir hendi og hann er vaxandi því í upphafi var mikil tortryggni út af þessu og menn höfðu ekki trú á að þetta væri eins gott. Núna höfum við selt fyrir öll- um útlögðuin kostnaði og haft okkar korn frítt en samt staðist aðra íblöndun í hey- köggla í verði. Við höfum selt byggið á 12 krónur fóðureininguna en fóðureiningin í fiskimjöli og sykri kostar u.þ.b. 18 krónur.“ Þú talar um tortryggni, — verðirt þið sem standið í þessu varir við úrtöluraddir hjá öðrum? „Já, — manni hefur verið sagt að það þýði ekkert að vera að rækta þetta, það sé allt of mikil áhætta og það eru ekki síður þeir sem voru í kornrækt hérna áður fyrr sem eru í því að telja úr manni kjarkinn. Þess á milli segja þeir manni hvað þeim hafi samt tekist að fá mikla uppskeru, en hafa svo ekki trú á að þetta geti tekist. Þeir hafa ekki kynnt sér hvað það er búið að kynbæta kornið mikið og hvað það er miklu fljót- sprottnara núna heldur en var og á að geta þolað betur íslenska veðráttu. Áhættan er heldur ekki svo mikil því maður sér það sneinma sumars hvort uppskeran mislukk- ast. Það gerist til dæmis ef það verður frost í byrjun ágúst og kornið geldist, en maður getur þá drifið sig í að taka það allt í vothey og það er ekki mikið tap. Það er mjög al- gengt hér að fá frost í ágúst og það getur gerst á einuin bæ en ekki öðrum í sömu sveit. Munurinn á aðstæðum hjá okkur og svo þeim fyrir sunnan er að hér er oft frost fram eftir öllu og geta komið kaldar nætur í ágúst en við getum fengið heitari sumur og þessvegna fleiri metár í uppskerunni. Með- aluppskeran til langs tíma getur því orðið meiri hér heldur en fyrir sunnan. En er ekkerl bakart úr korninu hjá ykkur hérna á Hérarti? „Jú, jú. Fólk hefur gert það og bakarinn hérna hefur áhuga á að kaupa af okkur korn og vonandi verður úr því núna við næstu uppskeru." Svo liafirt þirt framlcitt fuglafóður..? „Já, þegar við vorum að hella bygginu i plastpoka og plasttunnur til að súrsa það þá fór útfyrir og í vetur sáum við að snjótittl- ingarnir voru í þessu. Þessvegna fórum við í það að pakka súrsuðu byggi í hálfskílóa poka og selja hérna á svæðinu. Það eru flutt inn mörg tonn af fuglafóðri á ári og bara ef við getum orðið sjálfum okkur næg í þess- um efnum þá er það gott. Við seldum um tvö tonn af þessu og miðuðum verðið við það að vera aðeins undir því sem var á þessu útlenda og höfðum þannig ágætis kaup fyrir þetta. Við sköpum okkur vinnu með þessu yfir dauðasta tímann og það síðasta sem ég geri verður að fara að snapa mér vinnu utan bús- ins. En annars voru það snjótittlingarnir sem áttu þessa hugmynd og nutu góðs af... Þyki smyrja þykkt... Við höfum yfirleitt reynt að forðast það að vera þar sem örtröðin er mest en farið til dæmis í að selja grænmetisplöntur og sum- arblóm á vorin, — en það er nógur markað- ur hérna á Austurlandi því ennþá er talsvert flutt inn á svæðið af sumarblómum. Græn- metismarkaðurinn er heldur ekki allur mett- aður, — þrátt fyrir hrakspár um að hér væri orðið allt of mikið af gulrótum í haust þá var farið að flytja þær inn í landið í janúar. Kannski gætu einhverjir þeirra sem eru að sligast i offramleiðslu á kartöflum farið i að rækta gulrætur... Við ræktum okkar grænmeti lífrænt, — Það er án notkunar kemísks áburðar eða eiturefna þannig að við erum raunverulega á öðruin markaði en venjulegir garðyrkju- bændur." Þirt erurt mert kálfaeldi, mjólkurkýr, kornrækt, útirækt, sölu á plöntum... eru fleiri búgreinar á döfinni? „Já, — ræktun nytjaskógar. Við höfum trú á því að skógrækt geti orðið verulegur búskapur hjá næstu kynslóðum, en til þess verðum við að planta skóginum. Nú hefur verið stofnað „Félag skógarbænda á Hér- aði,“ sem mun verða málsvari skógarbænda og reyna að ná samningum við ríkið um stuðning við þessa búgrein. Skógrækt sem hafin er í dag er fyrst og fremst arfur til komandi kynslóða, því það líða minnst 25 ár þar til skógurinn fer að gefa einhverjar tekj- ur af grisjun og því ekki óréttlátt að fara fram á þjóðarátak í svo góðum tilgangi. Árangur af skógrækt í Fljótsdal hefur sann- að okkur að þetta er raunhæf búgrein og mun skilaokkurgóðum arði þegar fram líða stundir." En af öllttm þessum biigreiniim, — bvern- ig skiptast tekjurnar? Kálfarnir gefa nteira heldur en þeir 34 þúsund lítrar af mjólk sem við megum leggja inn. Við slátrum um 30 kálfum á ári og fáum um 40 til 60 þúsund krónur fyrir stykkið. Þetta er þessvegna miklu hag- kvæmari grein en mjólkurframleiðslan en ég get bara ekki stólað á að fá alltaf kálfa til að ala. Ég hef verið að velta fyrir mér að salta kýrnar en þori það ekki og það yrði viss eft- irsjá í þeiin. Þær gefa mjög öruggar tekjur og vinnan passar ágætlega með liinu, nema á haustin þegar það er mikil uppskera, þá eru þetta talsvert miklar úrtökur úr degin- um. Annars hefur kúadellan sem ég fékk sem smástrákur í sveit í Flögu í Skriðdal verið að hjaðna seinni ár enda erfitt að búa við það að þurfa að standa í stað og enn verra að verða að minnka við sig. Hinar greinarnar, kornræktin, grænmet- isræktin, sumarblómin og plöntusalan gefa óverulegar tekjur en á meðan maður er að byggja upp þá fara aðaltekjurnar af þessum raunverulega búskap mjög mikið í uppbygg- inguna, reksturinn og kannski brýnustu nauðsynjar. Hitt eru þá kannski tekjur sem maður hefur svona aukalega fyrir sjálfan sig. Við getum sagt að þær séu svona fyrir smjörinu oná brauðið, — og ég þyki smyrja þykkt.“ —b. HVERNIG Á AD BORGA SKÓGRÆKTINA? Á fundi „um skógrækt sem búgrein“ á liðnu vori flutti viðmælandi Bændablaðsins erindi þar sem hann setti fram tillögu uin það hvernig haga mætti skiptingu kostnaðar við skógrækt milli bænda og ríkis en tillögur í þessa veru hafa ekki margar komið fram og loðin ákvæði í frumvarpi til nýrra skógræktarlaga. Við gríp- um hér niður í erindi Eymundar: „í fyrsta lagi lel ég aö fyrir bændur eigi stofnkostnaður, þ.e. girðingár, veg- ir, plöntur og plönlun, að greiðasl I0% af þeim sjálfum með vinnuframlagi og 90% af ríkinu, likl og nú er í lögum. Þessi lög eru þvi miður óvirk vegna fjár- sveltis. í öðru lagi óliáð stofnkosinaði verði bændum sem draga saman framl. i hefðbundnum búskap tryggð laun þau 25—50 ár sem líða þar til skógurinn fer að skila aröi. Greitt verði visst framlag á hvern hcktara af skógi fyrir ákveðinn fjölda ærgilda i sauðfjár- eða mjólkur- framleiðslu sem bændur lcigja ríkinu. Ákveðið sé að um leigu á ærgildum sé að ræða, þvi ég er á móli því að fram- leiðsluréttur sé seldur undan jörðum og þær geröar verðlausar. Þessi samningur sé uppsegjanlegur þannig að ef aðstæð- ur breytasi í landbúnaði gcii bændur afsalað sér frekari styrk og hafið fram- leiöslu á mjólk eða sauðfjárafurðum, hal'i viðkomandi halt lullvirðisrélt í þeimgreinum. Ærgildi umfram fullvirö- isrétt eru nothæf skiptimynt í þessum tilgangi sé fullvirðisréttur minni en 440 ærg. Til að finna út livað væri rétllátt framlag á ha. af skógi þarf að áætla hvað gæti vcrið „visitöluskógur" sem gæfi sömu nettótekjur og 440 ærg. bú, en það er l l/2 ársverk og gefur á verðl. 1988 l,2 millj. nettó. Ég gcf mér að 75 ha skógur samsvari 440 ærg. ef af 50—60 ára skógi cr höggvinn l,5 ha. á ári og grisjað annað eins. Ég deili því 75 ha. í 440 ærg. sem gerir 6 ærg. á hektara af skógi. 6 ærg. gefa i netlótekjur I6.000 kr. Bóndi sem leigir rikinu 6 ærg. ætti því að fá I6.000 kr. á ári i framlag út á einn ha. af skógi í 25 ár. En þá færu að koma tekjur af grisjun skógarins svo óhætt væri að „trappa" framlagið niður á næstu 25 árum, eða þar til skógurinn fer að gela umræddar tekjur. Þá er það sem fyrst var plantað orðið 50 ára, þ.e. eins og Guttormslundur er núna, og ég segi fyrir migað ég hef ekki þolinmæði til að biða lengur. Það fer svo eftir þvi hve miklu var plantaðá fyrsta ári hvað vaxta og tekjuaukinn yrði mikill eftir það. Til að dæmið sé skýrara scgi ég að 75 ha. sé plantað fyrsta árið og ef I l/2 ha. er höggvinn niður á ári eftir 50 ár væri það siðastaorðið lOOára. Þá væru tekjurnar auðvitað orðnar miklu liærri en i dæm- inu liérá undan svo óhætt væri fljótlega að hægja á högginu og gera skóginn miklu cldri. Ég tel rétt að á eftir stofnkostnaði séu aðeins þeir styrktir sem leigja ríkinu ær- gildi. Gildir þá einu hvort þeir væru áð- ur hættir að frantleiða vegna riðuveiki eða annars, því ærg. tilh. jörðinni. Ann- ars kæmi frani misrétti milli þeirra sem vilja draga saman í hefðbundnum bú- skap og þeirra sem stunda áfram fullan búrekstur. Þeim sem áfram búa með440 ærg. fullviröisrétt eða meira á að duga framlag sem nemur 90% af stofnkostn- aði. Með þessu móti fengi rikið hluta af styrknum til baka, m.a. með spöruðum útflutningsbótum, einnig er mögulegl að þetta sneri við fólksflótta úr sveitun- um og gerði fólki fært að lifa, þrátt fyrir samdrátt i hefðbundnum búskap. Til að tryggja að sá skógur sem yrði styrktur með þessu kerfi færi ekki á fárra hendur væri rétt, meðan nóg framboð er af landi og margir bændur á biðlista, að miða hámarksstærð skógar á hverri jörð við 75 ha. Raunarer ekki þörf að styrkja stærri skóg meira en sem nemur stofn- kóstnaði, því við 75 ha. er náð viðmið- unartekjunum (75 ha. X 16.000 kr. = 1.200.000 kr.) Þeir yrðu tíklega ekki margir sem færu alfarið í það að skipta á 440 ærg. og halda í staðinn fullum launum við að hirða 75 ha. skóg í 25 ár. Ég tek það fram að 75 ha. yrði tæplega svona í upphafi plantað hjá einum bónda á einu ári, þó það sé framkvæmanlegt, það tæki 5 manns 45 daga. Heldur dreifðist plönt- unin og þá launin á fleiri ár, þannig að fyrsti hektarinn yrði farinn að gela upp- skeru þegar þeim síðasta yrði plantað. Liklegt erað i raun verði þetta þannigað bændur leigi ríkinu hluta af sínum ær- gildum, td. 60 ærg. fyrir 10 ha. af skógi. í skjóli skógarins felast svo auknir möguleikar á fjölbreyttum búskap, svo sem garðrækt og plöntuuppeldi. Reynd- ar getur hluti af grisjun skógarins larið þannig fram að I—2 m tré séu lekin með hnaus og seld sem garöplöntur. Svo má ekki gleyma lerkisveppnum sem getur gefið töluverðar tekjur. Framkvæmd skógræktarinnar væri í höndum skógræktarstöðvanna og fjár- magnið rynni bcint til þcirra. Hlutur bænda í stofnkostnaði væri fólginn í vinnu með og undir stjórn vinnuflokka sem skógræktarstöðvarnar gerðu út. Þó má hugsa sér þegar frá liður að bændur verði færir um að vinna alll verkið sjálf- ir og þaö siðan tekið út af skógarvörð- unum. Varðandi endurgreiðslu bænda til rikisins tel ég að hún ætti einfaldlega að vera fólgin í þvi að bændum verði gert skylt að planta nýju tré lyrir hvert tré sem þeir höggva niður, án framlags frá rikinu. Þella mundi auka tekjur skógræklarstöðvanna og færi að skila sér eftir 25 ár þcgar grisjun hefst. Til að tryggja það að þessir skógar- bændur glcymi svo ekki skóginum og leggist í aumingjaskap og bjórdrykkju þessi 25 ár og láli rollur nágrannans og hreindýr menmamálaráðuneytisins éta upp skóginn verður að vcra á vegum skógræktar rikisins eftirlit með skógin- um. Þarna væri líka hægt að nola skóg- ræktarráðunaut Búnaðarfélags íslands, en það er embætti sem þyrlti að stofna. Þessi eftirlitsmaður athugaði ásland skógarins og gæli út fyrirmæli urn það sem betur mætti lara og ef bóndinn sinnti þvi ekki missti hann rélt á frekari framlögum. Einhvcrjar svona ákveðnar regfur verða að vera um framkvæmd bænda- skóga i skógræklarlögum eða meðfylgj- andi reglugerð, ef bændur eiga að þora i þessa framkvæmd, og fjármagnið verður að vera tryggt — þetta mega ekki vera nein „plat“-lög. Það er ljóst að bændur sem komnir eru á miðjan aldur munu aldrei fá lekjur af skógrækt sem þeir hefja á næstu árum, og því ekki hægt að ætla þeim að leggja vinnu og fjármagn i hana, nema þcim séu tryggð viðunandi laun. Skógrækt sem hafin er í dag er fyrst og fremst góður arfur lil komandi kynslóða og þvi ekki óréttlátt að fara fram á þjóðarátak í svo góðum tilgangi. Og þó maður hali hugsjón þá dugar hún skammt ef ekki koma til pen- ingar — og þeir vaxa ekki á trjánum — a.m.k. ekki ennþá. Það er spurt hvernig skuli fjármagna nytjaskóga. Það eru til peningar — a.m.k. þegar stjórnarherrana langar að reisa sér minnismerki. Handboltastrákana langar í höll upp á 300 milljónir; „grey strákarnir" við verðum að redda því,“ segja Matti Matt og co. Davíð langar að byggja sér bragga í drullupolli — ekkert mál. Það er byggð kringla úti í mýri og skopparakringla uppi á hitaveitutönkum — það er ausið milljörðum i offjárfestingu í Reykjavík. Þjóðin keypti sér páskaegg fyrir 100 millj. núna um siðustu páska, en það er einmitt sú upphæð sem okkur vantar ár- lega í 15 ár í Héraðsskóg, samkv. áællun Jóns Loftssonar, skógarvarðar á Hall- ormsstað. Það sem þarf að gera er að sannfæra fjárveitingavaldið og stjórn- málamennina um arðsemi skógræktar (andlega og veraldlega) og það væri svo hægt að skýra einhvet tré í höfuðið á þeim í þakklætisskyni. Nú er komið að þvi að gera raunhæft og rausnarlegt þjóðarátak i þessum mál- um — við skuldum landinu og fjallkon- unni einhver klæði, — þau eru að verða allsber af áníðslu.11

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.